Kjósarhreppur
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
= Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd =
Dagskrá
=== 1.Sandslundur 17, L215924 - Umsókn um deiliskipulag ===
2406047
Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 13. mars 2025 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.
Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fólu í sér að byggingareitir að sett var inn mælistika, heildarbyggingarmagan útskýrt betur en að öðru leyti voru ekki gerðar breytingar á skipulagsgögnum. Ekki þótti ástæða til að setja inn hæðarlínur þar sem landið er flatt.
Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fólu í sér að byggingareitir að sett var inn mælistika, heildarbyggingarmagan útskýrt betur en að öðru leyti voru ekki gerðar breytingar á skipulagsgögnum. Ekki þótti ástæða til að setja inn hæðarlínur þar sem landið er flatt.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Breyting á DSK Sandsá ===
2503034
Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sandsár. Aðeins er um breytingu á skilmálum að ræða, en skipulagsuppdráttur helst óbreyttur. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Breytingin tekur til byggingaskilmála, allra lóða innan skipulagssvæðisins, þar sem leyfilegum þakhalla á byggingum er breytt úr því að vera á bilinu 20° - 45° yfir í 12°-45°. Ástæða breytingarinnar er að auka rými fyrir ólíkar þakgerðir á skipulagssvæðinu.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna á viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
=== 3.Fjallabyggð 3, L235028 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi ===
2503007
Lögð er fyrir umsókn RB-hús ehf um fyrirhuguð byggingaráform á 260,4 m2 íbúðarhúsi mhl 01 á íbúðarhúsalóð.
Stærð lóðar er 5032 m2og yrði nýtingarhlutfall 0,05.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Stærð lóðar er 5032 m2og yrði nýtingarhlutfall 0,05.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Flekkudalur L126038, Fjallabyggð 2 og Fálkahreiður L219789.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Flekkudalur L126038, Fjallabyggð 2 og Fálkahreiður L219789.
=== 4.Útskálahamar 2, L126470 - Umsókn um stofnun lóða ===
2503019
Lögð er fyrir umsókn Sigurbjörns Hjaltasonar um stofnun frístundalóðar úr landi Útskálahamars L126470. Nýja lóðin heitir Útskálahamar 2 og mun verða 5019m2 að stærð. Engar byggingar færast á annað landnúmer. Aðkoma er um heimreið sem liggur af Hvalfjarðarvegi (47). Aðkoma fer í gegnum Útskálahamar L126470 og Útskálahamar 1 L219959. Neysluvatn kemur frá vatnsbóli í landi Útskálahamars.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.
=== 5.Hlíð 18, L126204 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 ===
2503022
Lögð er fyrir umsókn Ragnheiðar Guðnadóttir dags. 14.03.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 122,6 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Hlíð 18. Stærð lóðar er 3523m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,03. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Gögn sem fylgja umsókn samræmast ekki aðalskipulagi. Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar málinu og felur verkefnastjóra Skipulags og byggingarsviðs að kalla eftir uppfærðum gögnum.
=== 6.Myllulækur, L232967 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 ===
2503023
Lögð er fyrir umsókn Vigdísar Ólafsdóttur dags. 16.03.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 97 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Myllulækur L232967 í landi Valdastaða. Stærð lóðar er 5000 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,02. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
=== 7.Eyjatún 18, L211596 ===
2502011
Tekið er til kynningar mál er varðar foktjón á eigninni Eyjatún 18, L211597 sem átti sér stað 12. febrúar 2023. Áskorun var send á eiganda lóðarinnar um að ganga frá úrgangi af byggingunni og farga á viðeigandi hátt.
Eigandi lóðarinnar hefur þegar brugðist við og hafið niðurrif og förgun á því efni sem er á lóðinni.
Eigandi lóðarinnar hefur þegar brugðist við og hafið niðurrif og förgun á því efni sem er á lóðinni.
Lagt fram til kynningar.
=== 8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6 ===
2503004F
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Fyrirspurn frá Skipulagsstofnun vegna Raðahverfi ===
2503035
Lóðamál í Raðahvefi, stærð húsa og staðsettning á lóðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:20.
Mál númer 2503004F Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa.
Mál númer 2503035 Fyrirspurn frá Skipulagsstofnun vegna Raðahverfi.