Hveragerðisbær
Velferðar- og fræðslunefnd
= Velferðar- og fræðslunefnd =
Dagskrá
=== 1.Sameiginlegt gagnakerfi barnaverndarþjónustu ===
2503072
Lagt er fram minnisblað er varðar kynningu á sameiginlegu gagnakerfi barnaverndarþjónustu Hveragerðisbæjar og Ölfuss.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar kynningu á sameiginlegu gagnakerfi. Mikilvægt er að vinnsla mála séu í sameiginlegum gagnagrunni líkt og hér er kynnt.
=== 2.Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga ===
2503054
Niðurstöður frumkvæðisathugunar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar kynningu.
=== 3.Minnisblað v. sérstaks húsnæðisstuðnings ===
2503073
Lagt er fyrir minnisblað um sérstakan húsnæðisstuðning og breytingu á þriðja kafla um upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings.
Lagt er til að samþykkja hækkun upphæðar sérstaks húsnæðisstuðnings þar sem leiguverð hefur hækkað til muna og að hækkunin taki gildi frá janúar 2025. Lagt er til að deildarstjóri velferðarþjónustu uppfæri reglurnar í heild og aðrar reglur sem þurfa uppfærslu.
=== 4.Áfrýjun máls. trúnaðarmál ===
2503078
Trúnaðarmál. Áfrýjun vegna fjárhagasaðstoðar.
Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?