Reykjavíkurborg
Borgarráð - Fundur nr. 5777
**Borgarráð**
Ár 2025, fimmtudaginn 3. apríl, var haldinn 5777. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt uppfært erindisbréf samráðshóps um Sundabraut. Íbúasamtök Grafarvogs og Kjalarness hafa tilnefnt nýja fulltrúa í stað þeirra sem sátu í hópnum fyrir hönd viðkomandi íbúaráða, sem hafa nú verið lögð niður. Fyrrum fulltrúi íbúaráðs Laugardals situr áfram í hópnum en nú fyrir hönd íbúa Laugardals, í stað íbúðaráðsins. Jafnframt eru lagðar til breytingar á skipan kjörinna fulltrúa í hópnum og eiga nú fulltrúar allra flokka í borgarstjórn fulltrúa í samráðshópnum.
Samþykkt. MSS23100110
Fylgigögn
Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS22060144
Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS25030148
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða beiðni Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 28. febrúar 2025, þess efnis að fresta færslu á endamörkum Reykjavíkurmaraþons um eitt ár, þ.e. til ágúst 2026.
- Kl. 9:04 taka borgarstjóri og Katrín M. Guðjónsdóttir sæti á fundinum,
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS24090075
Fylgigögn
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, ásamt fylgiskjölum, sem lögð var fram á fundi borgarráðs 27. mars 2025 og færð í trúnaðarbók:
Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagða viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar, ASÍ og BSRB um aðgerðir til að auka framboð húsnæðis og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Málið er trúnaðarmál fram yfir húsnæðisfund borgarstjóra sem haldinn verður 28. mars 2025.
Tillagan var samþykkt. MSS25030110
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Miðað við yfirlýsingar samstarfsflokkanna bjuggust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins við viljayfirlýsingu um að ráðast tafarlaust í uppbyggingu en hér stendur einungis til að kanna hvort hægt sé að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal, kortleggja mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ sem væntanlega hefur ekki borið tilskilinn árangur. Í ljósi þess að innihald yfirlýsingarinnar snýst helst um að hópur af fólki ígrundi málið vandlega telja borgarráðsfulltrúar óþarft að hafa á því sérstakan trúnað.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar lagði fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Viðreisnar lýsir yfir ánægju sinni með að hefja eigi undirbúning fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Úlfarsárdal enda hefur vinna við slíkt verið í undirbúningi um langt skeið og tók borgarfulltrúi Viðreisnar þátt í þeirri vinnu. Samstarfi við verkalýðshreyfingu er fagnað og teljum við mikilvægt að vinna að fjölbreyttum lausnum og ekki síst að kanna grundvöll fyrir aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu innviða. Viðreisn leggur áherslu á að hlutföll íbúða og fjölbreytileiki sé samkvæmt gildandi húsnæðisáætlun. Viðreisn leggur þunga áherslu á að passað verði uppá að Reykjavíkurborg missi ekki frá sér skipulags- og uppbyggingaráherslur á þessum reitum við svona samkomulag og að tryggt sé að lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar vinni ætíð í anda húsnæðis- og uppbyggingaráætlunar borgarinnar. Við leggjum áherslu á að áhættugreining verði gerð á nýju fyrirkomulagi m.t.t. þess að svæðið lendi ekki í spákaupmennsku og að eignarhald gangi ekki kaupum og sölum þannig að borgin missi tökin á verkefninu.
Fylgigögn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, þar sem erindisbréf starfshóps Reykjavíkurborgar, ASÍ og BSRB til að skoða nýjar leiðir til að auka framboð og hraða uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25030152
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það eru mikil tímamót að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing um samstarf verkalýðsfélaga og Reykjavíkur um hröðun stórfelldrar uppbyggingar í Reykjavík. Skipaður hefur verið starfshópur Reykjavíkurborgar, ASÍ og BSRB til að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík þar sem verkefnin eru að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða, kortleggja mögulega uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára og þróa áfram verkefnið „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“. Í hópnum eru fulltrúar borgarinnar, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, fulltrúi ASÍ og fulltrúi BSRB. Tímalínan er brött en lagt er upp með að næstu skref liggi fyrir strax í vor enda megum við engan tíma missa þar sem mikill vilji liggur fyrir til að tryggja fleiri íbúum þak yfir höfuðið og húsnæðisöryggi.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðar nr. 4 við Rafstöðvarveg, Toppstöðvarinnar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030204
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Félagsbústöðum vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að átta íbúðum á nýju þróunarsvæði við Hverafold 7 með ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030053
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er á húsnæði á viðráðanlegu verði. Hluti af þróun húsnæðisuppbyggingar í Grafarvogi eru reitir þar sem fyrirhugað er að byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði í samstarfi við óhagnaðardrifin uppbbyggingarfélög og tryggja þannig fjölbreyttum tekjuhópum og tekjulágum þak yfir höfuðið og aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu sem og búseturéttarlegu samhengi. Vilyrðin eru háð skýrum fyrirvara um vinnu við skipulag enda er lögformlegur samráðsferill um deiliskipulag fyrir reitina eftir. Að sjálfsögðu taka vilyrðin mið af þeirri þróun hvort sem drög að skipulagsáætlunum taki breytingum á meðan samráði stendur eða verði ekki samþykkt sem endanlegt skipulag. Að úthluta vilyrðum á þessum tímapunkti skapar samstarfsgrundvöll við uppbbyggingaraðilana um þróun endanlegs skipulags sem getur flýtt fyrir skipulagsvinnunni og uppbyggingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast gegn lóðavilyrðinu enda ljóst að fyrirhuguð uppbygging og þétting byggðar í Grafarvogi hefur verið skipulögð í mikilli andstöðu við íbúa hverfisins. Betur færi á því að leggja fyrirhuguðum áformum og hefja samtalið við íbúa Grafarvogs frá grunni. Sannarlega mætti ráðast í hóflega uppbyggingu innan hverfisins, ekki síst til að svara þörfum eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sérbýlum, en öll slík áform þarf að vinna af vandvirkni og í góðri sátt við umhverfið enda um rótgróið fullbyggt hverfi að ræða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur ótímabært að samþykkja lóðavilyrði sem tengjast uppbyggingu í Grafarvogi. Upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu hafa tekið miklum breytingum og formlegt skipulagsferli er að hefjast. Framsókn telur rétt að fá fyrst fram athugasemdir íbúa við þær tillögur og vinna málið áfram í samvinnu við íbúa.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 16 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Hverafold 7, með ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030054
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er á húsnæði á viðráðanlegu verði. Hluti af þróun húsnæðisuppbyggingar í Grafarvogi eru reitir þar sem fyrirhugað er að byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði í samstarfi við óhagnaðardrifin uppbyggingarfélög og tryggja þannig fjölbreyttum tekjuhópum og tekjulágum þak yfir höfuðið og aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu sem og búseturéttarlegu samhengi. Vilyrðin eru háð skýrum fyrirvara um vinnu við skipulag enda er lögformlegur samráðsferill um deiliskipulag fyrir reitina eftir. Að sjálfsögðu taka vilyrðin mið af þeirri þróun hvort sem drög að skipulagsáætlunum taki breytingum á meðan samráði stendur eða verði ekki samþykkt sem endanlegt skipulag. Að úthluta vilyrðum á þessum tímapunkti skapar samstarfsgrundvöll við uppbyggingaraðilana um þróun endanlegs skipulags sem getur flýtt fyrir skipulagsvinnunni og uppbyggingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast gegn lóðavilyrðinu enda ljóst að fyrirhuguð uppbygging og þétting byggðar í Grafarvogi hefur verið skipulögð í mikilli andstöðu við íbúa hverfisins. Betur færi á því að leggja fyrirhuguðum áformum og hefja samtalið við íbúa Grafarvogs frá grunni. Sannarlega mætti ráðast í hóflega uppbyggingu innan hverfisins, ekki síst til að svara þörfum eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sérbýlum, en öll slík áform þarf að vinna af vandvirkni og í góðri sátt við umhverfið enda um rótgróið fullbyggt hverfi að ræða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur ótímabært að samþykkja lóðavilyrði sem tengjast uppbyggingu í Grafarvogi. Upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu hafa tekið miklum breytingum og formlegt skipulagsferli er að hefjast. Framsókn telur rétt að fá fyrst fram athugasemdir íbúa við þær tillögur og vinna málið áfram í samvinnu við íbúa.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 18 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Starengi, með ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030055
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er á húsnæði á viðráðanlegu verði. Hluti af þróun húsnæðisuppbyggingar í Grafarvogi eru reitir þar sem fyrirhugað er að byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði í samstarfi við óhagnaðardrifin uppbyggingarfélög og tryggja þannig fjölbreyttum tekjuhópum og tekjulágum þak yfir höfuðið og aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu sem og búseturéttarlegu samhengi. Vilyrðin eru háð skýrum fyrirvara um vinnu við skipulag enda er lögformlegur samráðsferill um deiliskipulag fyrir reitina eftir. Að sjálfsögðu taka vilyrðin mið af þeirri þróun hvort sem drög að skipulagsáætlunum taki breytingum á meðan samráði stendur eða verði ekki samþykkt sem endanlegt skipulag. Að úthluta vilyrðum á þessum tímapunkti skapar samstarfsgrundvöll við uppbyggingaraðilana um þróun endanlegs skipulags sem getur flýtt fyrir skipulagsvinnunni og uppbyggingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast gegn lóðavilyrðinu enda ljóst að fyrirhuguð uppbygging og þétting byggðar í Grafarvogi hefur verið skipulögð í mikilli andstöðu við íbúa hverfisins. Betur færi á því að leggja fyrirhuguðum áformum og hefja samtalið við íbúa Grafarvogs frá grunni. Sannarlega mætti ráðast í hóflega uppbyggingu innan hverfisins, ekki síst til að svara þörfum eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sérbýlum, en öll slík áform þarf að vinna af vandvirkni og í góðri sátt við umhverfið enda um rótgróið fullbyggt hverfi að ræða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur ótímabært að samþykkja lóðavilyrði sem tengjast uppbyggingu í Grafarvogi. Upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu hafa tekið miklum breytingum og formlegt skipulagsferli er að hefjast. Framsókn telur rétt að fá fyrst fram athugasemdir íbúa við þær tillögur og vinna málið áfram í samvinnu við íbúa.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 14 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Veghús, með ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030056
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er á húsnæði á viðráðanlegu verði. Hluti af þróun húsnæðisuppbyggingar í Grafarvogi eru reitir þar sem fyrirhugað er að byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði í samstarfi við óhagnaðardrifin uppbyggingarfélög og tryggja þannig fjölbreyttum tekjuhópum og tekjulágum þak yfir höfuðið og aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu sem og búseturéttarlegu samhengi. Vilyrðin eru háð skýrum fyrirvara um vinnu við skipulag enda er lögformlegur samráðsferill um deiliskipulag fyrir reitina eftir. Að sjálfsögðu taka vilyrðin mið af þeirri þróun hvort sem drög að skipulagsáætlunum taki breytingum á meðan samráði stendur eða verði ekki samþykkt sem endanlegt skipulag. Að úthluta vilyrðum á þessum tímapunkti skapar samstarfsgrundvöll við uppbyggingaraðilana um þróun endanlegs skipulags sem getur flýtt fyrir skipulagsvinnunni og uppbyggingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast gegn lóðavilyrðinu enda ljóst að fyrirhuguð uppbygging og þétting byggðar í Grafarvogi hefur verið skipulögð í mikilli andstöðu við íbúa hverfisins. Betur færi á því að leggja fyrirhuguðum áformum og hefja samtalið við íbúa Grafarvogs frá grunni. Sannarlega mætti ráðast í hóflega uppbyggingu innan hverfisins, ekki síst til að svara þörfum eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sérbýlum, en öll slík áform þarf að vinna af vandvirkni og í góðri sátt við umhverfið enda um rótgróið fullbyggt hverfi að ræða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur ótímabært að samþykkja lóðavilyrði sem tengjast uppbyggingu í Grafarvogi. Upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu hafa tekið miklum breytingum og formlegt skipulagsferli er að hefjast. Framsókn telur rétt að fá fyrst fram athugasemdir íbúa við þær tillögur og vinna málið áfram í samvinnu við íbúa.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Búseta húsnæðissamvinnufélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 52 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Sóleyjarima, með ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030057
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er á húsnæði á viðráðanlegu verði. Hluti af þróun húsnæðisuppbyggingar í Grafarvogi eru reitir þar sem fyrirhugað er að byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði í samstarfi við óhagnaðardrifin uppbyggingarfélög og tryggja þannig fjölbreyttum tekjuhópum og tekjulágum þak yfir höfuðið og aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu sem og búseturéttarlegu samhengi. Vilyrðin eru háð skýrum fyrirvara um vinnu við skipulag enda er lögformlegur samráðsferill um deiliskipulag fyrir reitina eftir. Að sjálfsögðu taka vilyrðin mið af þeirri þróun hvort sem drög að skipulagsáætlunum taki breytingum á meðan samráði stendur eða verði ekki samþykkt sem endanlegt skipulag. Að úthluta vilyrðum á þessum tímapunkti skapar samstarfsgrundvöll við uppbyggingaraðilana um þróun endanlegs skipulags sem getur flýtt fyrir skipulagsvinnunni og uppbyggingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast gegn lóðavilyrðinu enda ljóst að fyrirhuguð uppbygging og þétting byggðar í Grafarvogi hefur verið skipulögð í mikilli andstöðu við íbúa hverfisins. Betur færi á því að leggja fyrirhuguðum áformum og hefja samtalið við íbúa Grafarvogs frá grunni. Sannarlega mætti ráðast í hóflega uppbyggingu innan hverfisins, ekki síst til að svara þörfum eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sérbýlum, en öll slík áform þarf að vinna af vandvirkni og í góðri sátt við umhverfið enda um rótgróið fullbyggt hverfi að ræða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur ótímabært að samþykkja lóðavilyrði sem tengjast uppbyggingu í Grafarvogi. Upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu hafa tekið miklum breytingum og formlegt skipulagsferli er að hefjast. Framsókn telur rétt að fá fyrst fram athugasemdir íbúa við þær tillögur og vinna málið áfram í samvinnu við íbúa.
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþyki kaupsamning um hesthús við Vatnsveituveg 3 í Víðidal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25020061
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu á stakri húseiningu við Breiðholtsskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25030042
Fylgigögn
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2025 á tillögu um tilraunaverkefni um fjarkennslu í grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25030062
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir fagna þróun í fjarkennslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar fyrir nemendur með lögheimili í Reykjavík sem þurfa á slíkri kennslu að halda. Gert er ráð fyrir að fyrst og fremst verði um að ræða fjarkennslu fyrir nemendur sem búa tímabundið erlendis, nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar félagslega, nemendur með skólaforðun, nemendur sem orðið hafa fyrir einelti eða eiga áfallasögu, langveika nemendur og nemendur í fíkniefnaneyslu eða með sögu um slíkt. Með því að nýta grunnskóla borgarinnar eru nemendur áfram í tengslum við sinn skóla og í návígi við þá þjónustu sem skólinn veitir, þ.m.t. frístundastarf sem skapar mikilvægt tækifæri fyrir viðkomandi nemendur til að tengjast öðrum nemendum í skólanum sínum. Stefnt er að því að reykvískum nemendum sem helst gagnast fjarkennsla standi hún til boða á vegum Reykjavíkurborgar frá og með næsta hausti að því gefnu að nemandinn verði skráður í þann skóla sem tilraunaverkefnið verður hýst í.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það virðingar- og skeytingarleysi sem meirihluti vinstriflokkanna í Reykjavík sýnir börnum og foreldrum í Ásgarðsskóla. Ákvörðun meirihlutans um að slíta samstarfi við skóla sem hefur breytt lífi ótal barna og þjónað öðrum börnum sem hafa ekki átt aðra skólakosti, er enn ein hræðilega ákvörðunin þessa skammlífa meirihluta. Þær tíu milljónir króna sem meirihlutinn ætlar að spara á börnum í vanda mun ekki raungerast. Tilraunaverkefni skóla- og frístundasviðs í fjarkennslu er fullkomlega óútfært með tilliti til þarfa nemenda, vanáætlað og algerlega óljóst hvar kostnaður vegna sérfræði- og stoðþjónustu mun falla. Þess ber að geta að Reykjavíkurborg veitti þessa þjónustu áður en kaus að hætta því og nýta frekar þjónustu Ásgarðsskóla, breyting sem hefur reynst mjög farsæl fyrir nemendur. Ekkert liggur fyrir í málinu um það hvers vegna nú skuli snúa aftur til baka. Það er illa gert að neita reykvískum börnum um áframhaldandi skólagöngu í Ásgarðsskóla. Árangur Ásgarðsskóla hefur verið frábær, um það vitna börn, foreldrar og úttektir menntamálayfirvalda. Það er óskiljanlegt á hvaða forsendum, öðrum en sparðatíningi króna og aura, meirihluti vinstriflokkanna ætlar að neita reykvískum börnum um þessa þjónustu til að þvinga þau inn í ómótað tilraunaverkfni. Aðför vinstri meirihlutans að sjálfstæðum skólarekstri í Reykjavík virðist engan endi ætla að taka.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er enginn fótur fyrir þeim gífuryrðum sem koma fram í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti er skilningur á þeim óskum sem fram hafa komið frá foreldrum núverandi nemenda skólans að þeir fái að ljúka sínu námi í skólanum. Það er alrangt að áform skóla- og frístundasviðs séu fullkomlega óútfærð, þvert á móti liggur fyrir skýr stefna um að boðið verði upp á fjarkennslu innan grunnskóla borgarinnar og þar verði nýtt tækifæri til að bjóða nemendum frístundastarf til viðbótar grunnskólanáminu sem er mikilvægt til að efla félagsleg tengsl. Loks er fráleitt að tala um aðför samstarfsflokkanna að sjálfstæðum skólarekstri í borginni samanber alla þá miklu vinnu sem stendur yfir í þágu leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar og Landakotsskóla sem kynnt hefur verið á fundinum.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2025 á tillögu um tímabundinn flutning leikskólans Árborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS23110086
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er sorgarsaga hversu langan tíma hefur tekið að ljúka framkvæmdum að húsnæði leikskólans Árborgar að Hlaðbæ 17. Ráðið er hér enn einu sinni að samþykkja að starfsemi leikskólans verði í Selásskóla en þar hefur hann verið síðan árið 2022. Vonandi mun framkvæmdaáætlun standast í þetta skipti og Árborg hefji aftur starfsemi að Hlaðbæ 17 síðsumars eða haustið 2026.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2025 á tillögu um tímabundinn flutning leikskólans Funaborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25030063
Fylgigögn
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2025, á tillögu um tímabundinn flutning leikskólans Funaborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25030064
Fylgigögn
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. mars 2025, sbr. samþykkt borgarráðs frá 24. mars 2025 á tillögu um tímabundinn flutning leikskólans Laugasólar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25030065
Fylgigögn
Fram fer kynning á eftirliti með leikskólaþjónustu.
Steinn Jóhannsson og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24110084
Fram fer umræða um málefni Landakotsskóla.
Steinn Jóhannsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Guðrún Sigtryggsdóttir og Frans Páll Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Halldóru Káradóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS25030150
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Viðreisnar og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikill vilji er hjá samstarfsflokkunum að vinna að góðri lausn á rekstrarmálum Landakotsskóla svo hann geti haldið áfram starfsemi sinni, sem hefur verið farsæl í áratugi. Þar er bæði unnið að tillögum sem lúta að því að styrkja stoðir hins almenna skólastarfs en jafnframt að tryggja betur grundvöll alþjóðadeildar skólans sem hefur sannað gildi sitt og svarað vaxandi þörf fyrir alþjóðlega vottað skólastarf á faglegum grunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á að fundin verði farsæl lausn svo viðhalda megi mikilvægu starfi alþjóðadeildar Landakotsskóla. Nemendum í alþjóðadeild hefur fjölgað úr 24 í 155 síðastliðinn áratug sem er ríflega sexfaldur vöxtur. Erfiðleika í rekstri má rekja til húsnæðisvanda sem fylgt hefur þessum öra vexti, en ekki síst til skertra menntunarframlaga borgarinnar til sjálfstæðra skóla. Mikilvægt er að borgaryfirvöld styðji betur við starfsemi deildarinnar, annars vegar með húsnæðisstuðningi en jafnframt með hærri menntunarframlögum. Við þurfum að tryggja öfluga, aðlaðandi og samkeppnishæfa höfuðborg, ef við viljum laða innlent sem erlent hæfileikafólk að störfum og búsetu í Reykjavík. Það er fyrirséð að á næstu árum munum við þurfa þúsundir erlendra sérfræðinga til starfa hérlendis svo standa megi undir verðmætasköpun. Alþjóðleg námsleið á grunnskólastigi er lykilforsenda þess að hingað til lands veljist hæft starfsfólk – en ef alþjóðadeild Landakotsskóla verður lokað er ljóst að enginn grunnskóli í Reykjavík mun tryggja slíka námsleið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka fyrri tillögur sínar um að jöfn opinber menntunarframlög verði tryggð öllum börnum í skólakerfinu, óháð því hvort þau sæki borgarrekna eða sjálfstætt starfandi skóla. Með þeim hætti mætti komast hjá innheimtu skólagjalda, efla starfsemi sjálfstæðra skóla og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til aðgangs að fjölbreyttri skólaflóru borgarinnar óháð efnahag foreldra.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður að Reykjavíkurborg styðji betur við Landakotsskóla enda mikilvægur hlekkur í fjölbreyttu skólastarfi í borginni. Mikill vöxtur hefur verið í nemendafjölda í alþjóðadeild Landakotsskóla á undanförnum árum sem er afar jákvætt. Framsókn telur að öflug alþjóðadeild á grunnskólastigi sé lykilatriði í því að tryggja og efla samkeppnishæfni borgarinnar og liður í því að búa erlendu starfsfólki sem flytur til borgarinnar góð lífsskilyrði.
Fram fer umræða um málefni Hjallastefnu.
Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Halldóru Káradóttur sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Kl. 11:45 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum og tekur sæti með rafrænum hætti. MSS25030061
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Hjallastefnunnar og Reykjavíkurborgar frá 5. maí 2022 hefur viðræðunefnd skipuð fulltrúum beggja aðila unnið að því að finna lausn til að tryggja starfsemi Hjallastefnunnar. Sú mikla vinna hefur enn ekki skilað niðurstöðu en unnið er af fullum krafti að málinu. Ýmsar hugmyndir og tillögur hafa verið skoðaðar en Hjallastefnan fékk m.a. tímabundið lóðavilyrði til uppbyggingar í Öskjuhlíð sem ekki var nýtt á gildistímanum. Hjallastefnan hefur óskað eftir lóðavilyrði á nýjum stað. Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að veita slíkt lóðavilyrði eins og almennar reglur um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar kveða á um svo Hjallasamfélagið geti byggt upp farsælt og blómlegt skólastarf sitt á góðum stað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka áhyggjur sínar vegna húsnæðisvanda skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Óviðunandi er að ekki skuli liggja fyrir lausn í málinu þrátt fyrir að öll efnisatriði hafi legið fyrir um langt skeið. Mikilvægt er að góð lausn verði fundin sem fyrst í góðu samstarfi við aðstandendur skólasamfélagsins. Skólastarf Hjallastefnunnar er þegar í töluverðu uppnámi vegna óvissu fyrir næsta skólaár. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu án tafar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síður framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri, Nauthólsvegi eða á öðrum góðum stað til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Afar brýnt er að eyða þeirri óvissu sem uppi er varðandi skólastarf Hjallastefnunnar í Reykjavík. Hjallastefnan er ómetanlegur þáttur í því að tryggja fjölbreytni í skólastarfi í Reykjavík og afar bagalegt að húsnæðismál skólans séu í ólestri. Framsókn styður að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð undir skólabyggingu til framtíðar en í millitíðinni verður að finna tímabundið húsnæði fyrir næsta skólaár.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki, og vísi til staðfestingar borgarstjórnar, bókun frá 602. fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þann 28. mars 2025, vegna stofnunar opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, sbr. hjálögð gögn. Nánar tiltekið er lagt til að borgarráð samþykki eftirfarandi: Að Reykjavíkurborg taki þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, samþykki hjálögð stofnskjöl og feli borgarstjóra að undirrita þau fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Að Reykjavíkurborg leggi hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð kr. 377.200.000 sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí að telja. Heildarstofnfé félagsins er kr. 1.000.000.000 og má nálgast nánari upplýsingar um skiptingu í hjálögðu hluthafasamkomulagi. Stofnfé Reykjavíkurborgar að fjárhæð kr. 377.200.000 verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð, enda seinki fyrirhugaðri þjónustuaukningu nýs félags að hluta til yfir á næsta starfsár.
Vísað til borgarstjórnar.
Birgir Björn Sigurjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson og Hildigunnur Hafsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Halldóru Káradóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS25030151
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Öruggir samgönguinnviðir og áreiðanlegar almenningssamgöngur eru grundvallaratriði í styrkingu samfélags og bættum lífsgæðum borgarbúa. Aðkoma ríkisins að rekstri almenningssamgangna ásamt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er til þess gert að uppfylla þessar lykilforsendur, stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda en einnig auka umferðaröryggi almennt og tryggja skilvirka og trausta uppbyggingu hágæða almenningssamgangna. Það er gleðilegt að samstaða hefur náðst um þetta mikilvæga samfélagsmál og stofnað verður félag sem annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna með sjálfbærni og skilvirkni við íbúa í forgrunni. Við fögnum þessum áfanga.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við að í samþykktum þessum hefur ekki verið hugað að hlutverki og skyldum kjörinna fulltrúa. Til dæmis hafa samþykktirnar þann ágalla að fulltrúar minnihluta borgar- og bæjarstjórnar eiga enga leið til að koma á framfæri bókunum, tillögum eða upplýsingum til stjórnar hlutafélagsins um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu nema með sérstöku samþykki bæjar- eða borgarstjórnarmeirihlutans hverju sinni. Kjörnir fulltrúar standa því ekki allir jöfnum fæti gagnvart félaginu og hafa hvorki aðkomu né getu til að hafa eftirlit með ákvörðunum í félaginu sem kunna hafa veruleg áhrif á íbúa. Í öðrum dótturfélögum borgarinnar hefur verið gætt að þessu en hér hefur það farið á mis.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn fagnar framgangi Samgöngusáttmálans með stofnun þessa opinbera hlutafélags um rekstur Strætó í samvinnu við ríkið. Bætt þjónusta fyrir notendur almenningssamgangna er lykillinn að því að fjölga notendum.
Fylgigögn
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 3. apríl 2025, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025.
Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til borgarstjórnar
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010024
Fylgigögn
Lagt fram svar Reykjavíkurborgar, dags. 17. mars 2025, við fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um mat og flokkun eigna í reikningsskilum Reykjavíkurborgar.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24120011
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á bókunum nefndarmanna endurskoðunarnefndar sem liggja fyrir í fundargerð nefndarinnar frá 28. mars sl. Þar er vakin athygli á ósamræmi varðandi afmörkun og túlkun einstakra skilgreininga í lögum annars vegar og reglugerðum hins vegar hvað reikningsskilareglur varðar. Þegar slíkt ósamræmi raungerist er ljóst að lög reynast rétthærri reglugerðum, enda verða ákvarðanir stjórnvalda að eiga sér stoð í lögum. Sú aðferð sem Reykjavíkurborg viðhefur, að leggja ekki fram eiginlegan samstæðureikning, heldur samantekin reikningsskil, er án lagastoðar, líkt og rakið er í fyrrnefndri fundargerð. Jafnvel þó Reykjavíkurborg sé ekki félag í skilningi laga ber borginni að gera hefðbundinn samstæðureikning í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga. Misskilningur um álit ESA og rangar forsendur um skyldur borgarinnar til gerðar samstæðureiknings leiða til ýmissa missagna, jafnvel útúrsnúninga, í fyrirliggjandi svari borgarinnar.
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. apríl 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að ráða Steinþór Einarsson í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar en hann var metinn hæfastur til starfsins af ráðgefandi hæfnisnefnd, sbr. lokaskýrslu nefndarinnar til borgarráðs, dags. 1. apríl 2025.
Samþykkt.
María Rut Reynisdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir og Þráinn Hafsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25010170
Fylgigögn
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1623/2024. MSS24030034
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3431/2024. MSS24060017
Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 27. mars 2025, sbr. vísun menningar- og íþróttaráðs frá 14. mars 2025 á tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppgjör við Fylki, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. MIR24120009
Fylgigögn
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 27. mars 2025 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurgreiðslu vegna systkinaafsláttar á skólamáltíðum, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október 2024. MSS24100155
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun eftirlits með leikskólaþjónustu og daggæslu í Reykjavík, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024. Einnig lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 14. febrúar 2025.
Samþykkt. MSS24110084
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að tryggja gott samstarf, ráðgjöf og stuðning við þá aðila sem reka þessa mikilvægu þjónustu fyrir fjölskyldur í Reykjavík enda er það sameiginlegt markmið aðila að vinna að öryggi, menntun og hagsmunum barna. Ákveðið hefur verið að framkvæmd á árlegu eftirliti skóla- og frístundasviðs í sjálfstætt starfandi leikskólum verði endurskoðuð út frá nýjum þjónustusamningum sem samþykktir hafa verið samhliða framkvæmd dagforeldraeftirlits. Í samhengi við þessa endurskoðun á eftirliti er vert að bæta við eftirliti með fyrirvaralausum eftirlitsheimsóknum.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mótvægisaðgerðir vegna kjarasamninga við aðildarfélög KÍ, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. mars 2025.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. MSS25030014
Fylgigögn
Lagðar fram fundargðir endurskoðunarnefndar frá 24. og 28. mars 2025. MSS25010004
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. apríl 2025.
11. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sjö mál (MSS24010023, MSS23030215, MSS25010045, MSS25010044, MSS25010042, MSS24060126, MSS24010227). MSS25030153
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030154
- Kl. 12:28 víkur Skúli Helgason af fundinum.
Fylgigögn
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins.
Frestað. MSS25040020
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hve margir stjórnendur sem bera starfsheitið sviðsstjóri eða skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hafa verið ráðnir frá 1. janúar 2023? Óskað er eftir yfirliti eftir skrifstofum þar sem fram kemur nafn, starfsheiti, starfsreynsla og full menntun frá útskrift úr mennta- eða fjölbrautaskóla þeirra sem ráðnir voru. Þá er óskað upplýsinga um það hvort starfið hafi verið auglýst og hve margir umsækjendur voru um hvert starf.
Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs. MSS25040019
**Fundi slitið kl. 12:30**
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
**PDF útgáfa fundargerðar Borgarráð 3.4.2025 - prentvæn útgáfa**