Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 338
**Umhverfis- og skipulagsráð**
Ár 2025, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 9:12 var haldinn 338. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 27. mars 2025. USK22120094
Fylgigögn
Fram fer kynning á samráðsáætlun fyrir Hverfisskipulag Kjalarness. Samráðsferli við vinnu hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni á Kjalarnesi mun í öllu megindráttum vera í takt við fasaskiptingu samráðsáætlana í öðrum hverfum þar sem unnið hefur verið hverfisskipulag. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytt og viðamikið samráð sem miðar að því að íbúar á öllum aldri og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fyrsta fasa samráðsins (hugmyndaleit og stefnumótun) verður lögð áhersla á að ná til sem flestra og til þess beitt ólíkum aðferðum. Í samvinnu við Klébergsskóla verður grunnskólabörnum boðið að koma sínum hugmyndum um hverfið á framfæri og boðað verður til íbúafunda þar sem íbúum gefst tækifæri til að ræða málefni hverfisins við embættisfólk Reykjavíkur og koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum. Einnig er ráðgert að nota netsamráðskannanir (Maptionnaire) og rýnihópa sem stýrt er af óháðum aðila. Niðurstöður úr fyrsta hluta samráðsins eru notaðar til að greina helstu áskoranir og út frá þeim er tekin stefna fyrir tillögugerðina. Í öðrum fasa samráðsferlisins verða vinnutillögur að hverfisskipulagi kynntar með sýningu og viðveru í hverfinu auk þess sem tillögurnar verða kynntar á sérstakri vefsíðu hverfisskipulags. Íbúum og hagaðilum gefst þá tækifæri til að gera athugasemdir við tillögurnar á a.m.k. sex vikna tímabili. Skipulagsfulltrúi mun taka afstöðu til þeirra athugasemda sem berast og vinna skipulagstillögurnar áfram með hliðsjón af þeim. Síðasti fasi samráðsferlisins er hið lögbundna kynningarferli lokatillagna að hverfisskipulagi sem auglýstar eru með sýningu og viðveru í hverfinu og á vefsíðu hverfisskipulags. Jafnframt verður haldinn íbúafundur í hverfinu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn fagnar fyrirhuguðu samráði við íbúa á Kjalarnesi varðandi framtíðaruppbyggingu á svæðinu og áréttar mikilvægi þess að öllum hagsmunaaðilum sé gefið tækifæri á að taka þátt í þeirri umræðu þ.m.t. fyrirtæki sem starfrækt eru á Kjalarnesi.
Ævar Harðarson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030319
Fylgigögn
Lögð fram umsókn Reita fasteignafélags hf., dags. 14. mars 2025, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Efstalands 26-28, vegna lóðarinnar nr. 26 við Efstaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt er við texta skilmála, ákvæði sem skilgreinir leyfilega starfsemi á vegum velferðarsviðs og/eða frjálsra félagasamtaka sem sinna velferðarþjónustu í samstarfi við Reykjavíkurborg eða ríkið á efstu hæð hússins (2. hæð frá Bústaðavegi), samkvæmt tillögu Noland, dags. 13. mars 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Ólafur Ingibergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030188
Fylgigögn
Að lokinni grenndarkynningu skipulagsfulltrúa er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útliti glugga og hurða auk þess sem þaksvölum hefur verið breytt í þakgarð og þar komið fyrir útigeymslu, hluti af þakkanti verið sagaður niður og gler sett í staðinn, gler sett í stað bílskúrshurðar og notkun bílskúrs breytt í stofu í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Brekkugerði. Einnig var lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. október 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 11. febrúar 2025 til og með 11. mars 2025. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. mars 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
- Kl. 9:41 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2025, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Ólafur Ingibergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100288
Fylgigögn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., dags. 11. júní 2024, um gerð deiliskipulags fyrir 1. áfanga uppbyggingar á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5 fyrir allt að 418 íbúða byggð í bland við verslun- og þjónustu með áherslu á fjölbreytt og aðlaðandi borgarumhverfi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Atkitekta, dags. 21. febrúar 2025. Einnig er lögð fram hönnunarhandbók, dags. febrúar 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
- Kl. 10:01 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi.
- Kl. 10:15 aftengist Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir fjarfundarbúnaði og tekur sæti á fundinum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060140
Fylgigögn
Að lokinni grenndarkynningu skipulagsfulltrúa er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta "Konukot" fyrir 12 skjólstæðinga á 2. hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir 6 skjólstæðinga á 3. hæð í húsi á lóð nr. 34 við Ármúla. Erindið var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2025 til og með 25. mars 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. mars 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2025, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010277
Fylgigögn
Fram fer kynning um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Deiliskipulag vestan Suðurgötu, vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun lóðarinnar þannig að þjónustulóð verður að íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar, ásamt því að byggingarmagn er aukið, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Nordic Office of Architecture, dags. 21. mars 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 14. mars 2025.
Ingvar Jón Bates Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24110341
Að lokinni grenndarkynningu skipulagsfulltrúa er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að sótt um að hækka húsið um tvær hæðir, þar sem efsta hæðin er inndregin þakhæð bæði til norður og suður, fjarlægja austara stigahús, breyta gluggum, byggja svalir, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki II, teg. b, 39 gistirými fyrir hámark 94 gesti á efri hæðum, verslunarrými á jarðhæð, gera þaksvalir á vesturbyggingu, sameina mhl. 02 og 03 og innrétta tvær vinnustofur og sorpgeymslu í bakhúsi á lóð nr. 16 við Brautarholt. Engin bílastæði eru innan lóðar og verða bílastæði í borgarlandi. Samkvæmt Reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík samþykkt í borgarráði 14. mars 2024, er viðmið um fjölda bílastæða fyrir gististarfsemi 0,1 stæði per herbergi. Þarf að gera ráð fyrir 4 stæðum auk 2 fyrir verslun á jarðhæð samtals 6 stæði, þar af er eitt fyrir hreyfihamlaða. Auk þess verða 21 hjólastæði á lóðinni og eru þau staðsett við Brautarholt og í inngarði. Stærð lóðar verður 703,0 m2 eftir að lóðarmörk verða færð að framhlið. Nýtingarhlutfall verður samkvæmt nýrri lóðarstærð og skráningartöflu A rými + B rými 1.860,9 (1.700,9 m2 mhl 01 + 160,6 m2 mhl 02) / 703,0 = 2,6. Erindi var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2025 til og með 25. mars 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. mars 2025.
Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2025, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Ingvar Jón Bates Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030336
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Að óbreyttu mun fyrirliggjandi tillaga auka enn á það ófremdarástand, sem nú ríkir í Brautarholti og nærliggjandi götum vegna skorts á bílastæðum. Verið er að hækka Brautarholt 16 um tvær hæðir og bæta við 39 gistirýmum fyrir 94 gesti að hámarki. Engin bifreiðastæði eru innan lóðar og verður því notast við þau stæði sem fyrir eru í götunni. Sex bílastæði eru við húsið, sem dugar engan veginn fyrir tugi ferðamanna, sem munu dveljast í húsinu hverju sinni. Ef bílastæðum verður ekki fjölgað í tengslum við stækkun hússins, mun það óhjákvæmilega auka á það ófremdarástand, sem ríkir nú í bílastæðamálum í hverfinu.
Fylgigögn
Lögð fram umsókn BERJAYA HOTELS ICELAND hf. dgs, 12. mars 2025, ásamt skipulagslýsingu frá T.ark arkitektum dags. mars 2025 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á landi Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa í Skálafelli. Þar er ráðgert að reisa þrjú hótel með samtals 200 herbergjum ásamt heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og veitingastöðum. Auk þess er gert ráð fyrir fjölnota húsnæði með ráðstefnu- og fundarsölum, ásamt sýningarrými. Umhverfis hótelin og í tengslum við þau er gert ráð fyrir 30 íburðarmiklum einbýlis- og tvíbýlishúsum fyrir ferðafólk sem kýs að búa útaf fyrir sig en njóta þeirrar þjónustu sem hótel býður uppá. Byggingar á svæðinu verða tvær til þrjár hæðir og heildarfjöldi gistirýma (hótelherbergi og villur) verður 250, fyrir utan starfsmannahúsnæði, þar sem verða um 200 íbúðir. Heildar fermetrafjöldi er áætlaður um 70.000m² ofanjarðar Lagt er til að skipulagslýsing verði samþykkt í kynningu.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Reykjavíkurborg; skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og skrifstofu umhverfisgæða, Strætó bs., Betri samgöngum ohf., Vegagerðinni, Veitum, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Isavia og kynna hana fyrir almenningi.
Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010238
Fylgigögn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633 með því að stækka kjallara og 1. hæð, innrétta íverurými í kjallara, grafa frá austurgafli og gera glugga og hurðir á kjallara einbýlishúss á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Erindið var grenndarkynnt frá 8. janúar 2025 til og með 5. febrúar 2025. Athugasemdir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. mars 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2025, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. USK24070228
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 25. mars 2025. USK24070166
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 24. mars 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir umferðaröryggisúrbótum á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu og á strætóstöðvum og gönguþverun yfir Njarðargötu við Sturlugötu. Breytingarnar felast í að: • Gönguþveranir yfir framhjáhlaup verði upphækkaðar í hæð gangstétta. • Bæta lýsingu með það að markmiði að gera gangandi og hjólandi vegfarendur sýnilegri. • Bæta strætóstöðvar við Sturlugötu til samræmis við algilda hönnun. • Leggja áherslufleti og leiðarlínur fyrir sjónskerta. • Framkvæma minni aðgerðir meðfram gönguleiðum í umferðareyjum ætluðum að minnka fallhættu, þar sem kantar eru fjarlægðir og fláar settir í stað þeirra.
Samþykkt.
Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030315
Fylgigögn
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 512, dags. 17. febrúar 2025 og nr. 513, dags. 5. mars 2025 ásamt fylgigögnum. USK23010167
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. janúar 2025 ásamt kæru nr. 181/2024 dags. 24. desember 2024 þar sem kærð er ákvörðun deildar afnota og eftirlits á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. febrúar 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun byggingafulltrúans í Reykjavík frá 31. október 2024 um að kærandi skuli leggja fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa en ella fjarlægja girðingu á lóðamörkum Nökkvavogs 22 og 24. USK25010033
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. mars 2025 ásamt kæru nr. 39/2025, dags. 16. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 4. mars sl. um að synja umsókn um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25. USK25030209
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. mars 2025 ásamt kæru nr. 42/2025, dags. 17. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. febrúar sl. þar sem synjað var umsókn kæranda um byggingarleyfi til þess að bæta niðurgröfnum kjallara við fasteignina að Brekkugerði 19. USK25030231
Fylgigögn
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 20. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg. USK24110089
Fylgigögn
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 20. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut fyrir Sóleyjartorg. USK25020348
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstéttir við Dunhaga og Fornhaga, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25030365
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um bættar almenningssamgöngur frá stúdentagörðunum við Háskóla Íslands, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25030363
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn leggur áherslu á mikilvægi þess að Strætó tryggi góðar almenningssamgöngur fyrir stúdenta til auðvelda þeim aðgengi að þjónustukjörnum. Ljóst er að valkostir stúdenta á lágvöruverslunum eru fáir í þeirra nærumhverfi og því þarf að auka framboð strætóleiða til að koma til móts við þá.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um undirgöng við gatnamót Sæmundargötu og Hringbrautar, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísa til mats og meðferðar til skrifstofu samgangna og borgarhönnunar í samhengi við samtal við Vegagerðina um göngutengingu á Hringbraut við Sæmundargötu USK25030359
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn fagnar að tillagan er vísað inní umræðu um framtíðar skipulag vegna aðgengi stúdenta yfir þessi vegamót og vonar að henni verður vel tekið.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um bætt strætóskýli við Háskóla Íslands, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25030364
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Minnt er á fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins um að ráðist verði í uppsetningu skjólgóðra og upphitaðra biðskýla á fjölförnum biðstöðvum í Reykjavík. Tillögurnar voru fluttar í borgarstjórn 21. mars og 21. nóvember 2023. Málinu var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs en síðan hefur lítið af því frést. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að meira en nægur tími hafi gefist til að skoða málið og hvetja til þess að verkin verði látin tala sem fyrst í því skyni að bæta aðstæður farþega og fjölga viðskiptavinum Strætó. Ákjósanlegt væri að fyrsta upphitaða biðskýlið yrði reist við Háskóla Íslands enda er biðstöðin fjölfarin. Þess má geta að á árunum 2009-2011 var gerð tilraun með upphitað biðskýli á biðstöðinni við Félagsstofnunar stúdenta, sem gaf góða raun þótt ekki hafi orðið framhald á henni.
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um tengingar strætisvagnaleiða, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK25030371
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir því að fjallað verði um framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á vegum umhverfis- og skipulagssviðs á árinu 2025, á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs. Til dæmis framkvæmdir við götur, gangstéttir og hraðahindranir, viðgerðir sem nýlagnir.
Frestað. USK25040034
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði viðgerðir á gangstétt við vestanverðan Tunguveg, sem er víða eydd, sprungin og ójöfn.
Frestað. USK25040035
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Skeljanes og Einarsnes. Gangstétt er eydd, sprungin og ójöfn við Skeljanes, sem og á kafla við Einarsnes.
Frestað. USK25040036
- Kl. 12:03 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi
**Fundi slitið kl. 12:16**
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 2. apríl 2025**