Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
|
|
|
|**1. 2411076 - Brekkuskógar 3 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi**
|Lögð fram tilkynning um framkvæmd sem er undanþegin byggingarleyfi sbr.gr 2.3.5 í byggingarreglugerð nr 112/2012.
|
Gert er ráð fyrir smáhýsi 14 m2 að flatarmáli sem verður 1,1 m frá lóðarmörkum að opnu svæði norðan við íbúðarhús. Runnagróður er milli smáhýsis og lóðarmarka.
Fyrir hönd Garðabæjar samþykkir skipulagsstjóri staðsetningu smáhýsis sem er 1,1 m frá lóðarmörkum að landi Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|**2. 2503182 - Sviðholtsvör 9 - Deiliskipulags breyting**
|Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Vara á Álftanesi. Breytingin gerir ráð fyrir því að byggingarreitur stækkar um 30 m² í suðausturhorni lóðar, sem nær að lóðarmörkum.
|
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu á á deiliskipulagi Vara á Álftanesi í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga og vísar henni í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Sviðholtsvarar 3, 5 og 7 sem og Efstakot 2 og 4.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**3. 2412083 - Víðiholt 22 - girðing - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um girðingu á lóðarmörkum að opnu svæði og smáhýsi sem einnig er staðsett við lóðarmörk í norðurhorni lóðar.
|
Hæð girðingar er ekki að fullu í samræmi við deiliskipulag en í samræmi við almenna samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við hæð skjólveggjar á milli lóða parhússins enda liggur fyrir samþykki eiganda meðeigenda parhússins.
Skipulagsstjóri lítur svo á að ákvæði um hæð girðinga sem nær til raðhúslóðanna Víðiholt 5-13 eigi við um umrædda lóð vegna nálægðar við djúpgáma og aðkomugötu, þ.e. geti verið 1,5 á hæð.
Smáhýsi er 13,9 m2 að flatarmáli og hæð þess 2,4 m og er það innan þeirra marka sem byggingarreglugerð kveður á í grein 2.3.5. um stærð og hæð smáhýsa.
Skipulagsstjóri samþykkir fyrir hönd Garðabæjar staðsetningu smáhýsis við lóðarmörk enda er djúpgámasvæði staðsett nálægt lóðarmörkum á þessum stað.
Með vísan í deiliskipulag skulu aðaluppdrættir uppfærðir með tilliti til ofangreindrar útfærslu (lóðaruppdráttur).
|
|
|
|
|
|**4. 2502244 - Gásamýri 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**5. 2503021 - Kumlamýri 17-27 - Fyrirspurn til umhverfissviðs**
|Fyrirspurn vísað til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502528 - Kumlamýri 25 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn skipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti hvað byggingu varðar. Athuga þarf betur fyrirspurn um frágang lóðar. Ennþá liggja ekki fyrir breytt lóðablöð í kjölfar deiliskipulagsbreytingar.
|
|
|
|
|
|
|**7. 2502533 - Kumlamýri 27 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn skipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti hvað byggingu varðar. Athuga þarf betur fyrirspurn um frágang lóðar. Ennþá liggja ekki fyrir breytt lóðablöð í kjölfar deiliskipulagsbreytingar.
|
|
|
|
|
|
|**8. 2503200 - Garðprýði 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við uppdrætti sem fylgja byggingarleyfi hvað byggingu varðar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að steypt girðing á lóðarmörkum verði allt að 1,8 m á hæð vegna álags frá umferð á þessum stað. Æskilegra er að veggflötur girðingar sé inndreginn með hæfilegu millibili með gróðri í innskotum til að bæta ásýnd.
|
|
|
|
|
|**9. 2502527 - Steinprýði 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Steinprýði 2, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti á grundvelli skipulagsskilmála.
|
|
|
|
|
|
|**10. 2502536 - Steinprýði 6 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**11. 2503139 - Hegranes 29 - breyting á svölum - Fyrirspurn til umhverfissviðs**
|Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Arnarness. Breytingin gerir ráð fyrir því að byggingarreitur lóðarinnar Hregraness 29 stækkar til suðvesturs.
|
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga og vísar henni í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Hegraness 24, 26, 28, 27, 31 og 33.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**12. 2502376 - Stekkholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemdir við uppdrætti enda eru þeir í samræmi við deiliskipulag.
|
|
|
|
|
|**13. 2503260 - Útholt 10 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skyggni yfir inngangi (svalir) ná út fyrir þau mörk sem deiliskipuag setur.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað útfærslu á ofangreindu skyggni varðar enda er hér um ágæt stílbrögð arkitekts að ræða.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**14. 2502149 - Vorbraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**15. 2502253 - Vorbraut 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi við Vorbraut 8-10, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti hvað byggingu varðar.
|
|
|
|
|
|
|**16. 2501473 - Vorbraut 14 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Útfærsla víkur lítillega frá ákvæðum deiliskipulags hvað uppbrot varðar en útfærslan er góð og nær markmiði deiliskipulagsins hvað yfirbragð varðar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við útfærslu útveggja og að við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað kröfur um uppbrot úthliða varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**17. 2502558 - Vorbraut 21 - Umsókn um byggingarleyfi -**
|Lagðir fram aðaluppdrættir raðhúslengunar Vorbraut 21-27 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Gólfkótar víkja lítillega frá kótum á hæðablaði en heildarhæð húss er vel innan marka ákvæða deiliskipulags sem er 8 m frá gólfkóta neðri hæðar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemdir við uppdrættina hvað deiliskipulag varðar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við útfærslu gólfhæðar og að við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað gólfkóta sem gefnir eru upp á hæðablaði varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**18. 2502466 - Hraungata 19 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem snýr að svalalokunum við fjölbýlishúsið Hraungötu 19. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við umókn á grundvelli skipuagsskilmála.
|
|
|
|
|
|
|**19. 2504030 - Þernunes 13 - Fyrirspurn til umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á stækkun jarðhæðar.
|
Skipulagsstjóri telur að útfærslan komi til greina en hún kallar á deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkun fer út fyrir byggingarreit.
|
|