Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 6. (958)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**6. (958). fundur**
|
|
|03.04.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. mars 2025 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2503031F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/3 ´25.**
|Fundargerðin sem er 10. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2503041F - Fundargerð bæjarráðs frá 1/4 ´25.**
|Björg Fenger ræddi 9.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar, 10.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, höfuðborgarsvæðið 2040 og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, 11.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts, 13.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi og 14.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands.
|
Almar Guðmundsson ræddi 6.tl. meðferðarheimili að Friðarvöllum.
Ingvar Arnarson ræddi 6.tl. meðferðarheimili að Friðarvöllum og 13.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 6.tl. meðferðarheimili að Friðarvöllum 14.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarfskógi, 2.tl. félag um rekstur almenningssamgangna og 7.tl. tilkynning um stjórnsýslukæru ÚUA nr. 49/2025 - framkvæmdir við lóðamörk Skerpluholts og Vorbrautar.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 11.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju og ræddi 13.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi.
Harpa Rós Gísladóttir ræddi 9.tl. afgreiðslu skiplagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar.
Fundargerðin sem er 17.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2501296 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kumlamýrar 25-27.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Kumlamýrar að lokinni grenndarkynningu. Tillagan nær til parhúslóðarinnar Kumlamýri 25 og 27. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kumlamýrar í samræmi við 2.mgr.43.gr. og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2502449 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: A. Vetrarbraut 11 og 13 er gert að einni lóð Vetrarbraut 11-13. Byggingarreitum er breytt og starfsemin verður þannig að á 1. hæð verður verslun og þjónusta, 2.-5. hæð verður verslun og þjónusta í þeim hluta sem liggur meðfram Reykjanesbraut, vesturbyggingu, þó með möguleika á íbúðum á 5. hæð. Í þremur álmum austan vesturbyggingar verða íbúðir á 2.-5. hæð. B. Lóð Vetrarbrautar 15 er stækkuð að lóðarmörkum Vetrarbrautar 17 og byggingarreitir kjallara beggja lóða eru stækkaðir þannig að þeir mætast og gefa möguleika á samtengingu í kjallara. C. Byggingarreitum er breytt og lóðin stækkuð á Vetrarbraut 19. Starfseminni er breytt í atvinnu þ.e. að horft er til að byggja á lóðinni þjónustumiðstöð fyrir aldraða auk hjúkrunarheimilis. D. Knattspyrnuleikvangur er færður austar og stúkubyggingar sameinaðar í eina byggingu að vestanverðu. Byggingin verður fyrst og fremst fyrir verslun og þjónustu. Gerð er heimild fyrir bílakjallara undir stúkubyggingu. E. Byggingarreitir eru víkkaðir að garði en á móti er sett bundin byggingarlína að götu á lóðunum Vetrarbraut 6-12, 16-28 og 32-34. Hámarksstærðir breytast ekki. Ennfremur lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa um bílastæðakröfur deiliskipulags Vetrarmýrar. Skipulagsnefnd fól skipulagsráðgjafa og umhverfissviði að skoða hvort fjölga mætti bílastæðum ofanjarðar í eða í kringum syðsta hluta deiliskipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd lagði til að tillagan yrði kynnt fyrir Ungmennafélaginu Stjörnunni. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2111064 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, höfuðborgarsvæðið 2040 og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, annarsvegar og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 hinsvegar. Svæðisskipulagstillagan gerir ráð fyrir breytingu á vaxtarmörkum byggðar í Vífilsstaðalandi þannig að þau verði dregin um Elliðavatnsveg frá Vífilsstöðum að hesthúsabyggðinni á Kjóavöllum þannig að hesthúsabyggðin lendi öll innan vaxtarmarka. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir athafnasvæði í Rjúpnahlíð og Rjúpnadal austan við fyrirhugaðan kirkjugarð í Rjúpnadal. Gerðar hafa verið breytingar á lýsingarskýrslum m.a. lögð ríkari áhersla á að við mótun tillagna verði tekið sérstakt tillit til nálægðar fyrirhugaðs athafnasvæðis við íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar verkefnislýsingar í samræmi við 1.mgr.23.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skal hún send svæðisskipulagsnefnd og þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að svæðisskipulaginu til samþykktar.
|
|
|
|
|
|2409103 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts. Tillagan gerir ráð fyrir 15 lóðum fyrir einbýlishús á 1 hæð, 11 lóðum fyrir einbýlishús á 2 hæðum, 18 lóðum fyrir raðhús á 1 hæð og 21 lóð fyrir raðhús á 2 hæðum. Einnig er gert ráð fyrir lóðum fyrir leikskóla og búsetukjarna fyrir fatlað fólk með stuðningsþarfir. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða með tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til sama svæðis.
|
|
|
|
|
|2109102 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 2.mgr.43.gr. og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi. Ábendingar og umsagnir sem bárust í forkynningu kölluðu á ýmsar lagfæringar á tillögunni. Fyrir lá minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu sem inniheldur mat á áhrifum tillögunnar á aðliggjandi byggð af völdum áætlaðrar umferðar á austurhluta Vorbrautar. Unnin var umferðarspá og hljóðvistargreining og tillit hefur verið tekið til nýjustu breytinga á fjölda íbúða í Hnoðraholti norður. Í niðurstöðu minnisblaðsins segir m.a.: "Samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins sýnir að umferð vegna breyttrar uppbyggingarforsenda í rammahluta aðalskipulags Vífilsstaðalands er almennt séð minni en gert var ráð fyrir í fyrri greiningum. Þá má gera ráð fyrir að hljóðvist íbúa í Hnoðraholti N séu óbreyttar, ef ekki betri, en áður var gert ráð fyrir. Þ.e.a.s. ef að farið hefur verið í þær mótvægisaðgerðir sem áður voru lagðar til í Hnoðraholti N. Þá sýna greiningarnar einnig að bílaumferð sem mun leita um Vorbraut geti verið á bilinu 2.500-3.000 ökutæki á sólarhring (ÁDU). Með breyttri legu Vorbrautar og án mótvægisaðgerða er hægt að ná ásættanlegu hljóðstigi fyrir íbúa í Þorrasölum. Þá sýna niðurstöður að ekki er þörf á hljóðvörnum við lóðamörk, samkvæmt deiliskipulagi Þorrasala, né við Vorbraut." Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að sjá til þess að staðssetningar fyrirhugaðra stíga og golfbrauta í Smalaholti verði merktar með áberandi hælum á auglýsingartíma tillögunnar þannig að hlutaðeigandi aðilar geti betur áttað sig á áhrifum þeirra. Eins breytt lega Elliðavatnsvegar norðan Vífilsstaðavatns.
|
|
|
|
|
|2410080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Tákn fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.05 S leikskóli) á háholti Hnoðraholt er fellt út. Iðnaðarsvæði (4.22 I, hitaveitutankar) á háholti Hnoðraholts er fellt út. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustur (4.22 S) þar sem núgildandi skipulag gerir ráð fyrir hitaveitutönkum) Þar sem að fyrir liggur að Veitur telja ekki þörf á að gera ráð fyrir svæði efst á holtinu fyrir hitaveitutanka gefst færi á að staðsetja leikskóla á stað sem hefur kosti umfram þann stað sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Lögun og stærð landnotkunarreitanna (4.04.Íb) og (4.18 Op) breytist lítillega. Tillaga að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts gerir ráð fyrir staðsetningu á leikskóla á þeim stað sem að tillaga að breytingu aðalskipulag gerir ráð fyrir. Í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til forkynningar. Tillaga að deiliskipulags háholts Hnoðraholts skal forkynnt samhliða breytingartillögu aðalskipulags.
|
|
|
|
|
|2502521 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulagsbreytingu fyrir einbýlishúsalóðirnar Skerpluholt 6, 8, 10.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir einbýlishúsalóðirnar Skerpluholt 6, 8 og 10. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðanna aukist úr 240 m2 í 260,5 m2 og að byggingarreitir stækki um hálfan metra til norðurs og hálfan metra til suðurs. Fyrir liggur umsögn deiliskipulagshöfundar. Með vísan í umsögnina er umsókninni hafnað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2503025F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 19/3 ´25.**
|Harpa Rós Gísladóttir ræddi 2.tl. nýting hvatapeninga 2024, 4.tl. ályktun FÍÆT um áfengissölu á íþróttaviðburðum og 5.tl. ráðning forstöðumanna íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi.
|
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðina.
Ingvar Arnarson ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi fundargerðina.
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 5.tl. ráðningu forstöðumanna íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi og 2.tl. nýtingu hvatapeninga.
Björg Fenger ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024, 3.tl. ósk um aðstöðu/styrk fyrir Pílufélag Garðabæjar og fundargerðina.
Stella Stefánsdóttir ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024 og fundargerðina.
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024.
Ingvar Arnarson tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024.
Harpa Rós Gísladóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. nýtingu hvatapeninga 2024.
Almar Guðmundsson ræddi 5.tl. ráðningu forstöðumanna íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi. Hann óskaði fyrir hönd bæjarstjórnar bikarmeisturum Stjörnunnar í hópfimleikum til hamingju með bikarmeistaratitla. Jafnframt óskaði hann bikarmeisturum í yngri flokkum Stjörnunnar í körfuknattleik til hamingju með bikarmeistaratitla sem þeir unnu til.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2503036F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 27/3 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2503022F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 19/3 ´25.**
|Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. þróunarsjóð grunnskóla 2025.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2503037F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 26/3 ´25.**
|Almar Guðmundsson ræddi 2.tl. grunnskóla, árangur og líðan, 4.tl. útboð skólamáltíða í grunn- og leikskólum og 7.tl. aukna skólaþjónustu í grunnskólum.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi fundargerðina, 1.tl. aðgerðaráætlun í jafnréttismálum 2024-2026, 2.tl. grunnskólar, árangur og líðan og 5.tl. íslensku æskulýðsrannsóknina.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerðina, 2.tl. grunnskóla, árangur og líðan.
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðina.
Björg Fenger ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2503027F - Fundargerð velferðarráðs frá 21/3 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu, 2.tl. frumkvæðisathugun á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu, 3.tl. vinnu og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ, 4.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk, 5.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti, 6.tl. móttöku flóttafólks - stöðu mála.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 6.tl. móttöku flóttafólks - stöðu mála.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2501149 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 17/3 og 28/3 ´25.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2501405 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5/3 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. ársreikning Sorpu bs. 2024 og endurskoðunarskýrslu fyrir starfsárið 2024.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. ársreikning Sorpu bs. 2024 og endurskoðunarskýrslu fyrir starfsárið 2024 og 4.tl. starfskjaranefnd.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. ársreikning Sorpu bs. 2024 og endurskoðunarskýrslu fyrir starfsárið 2024 og 4.tl. starfskjaranefnd.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2501492 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 14/3 ´25. **
|Björg Fenger ræddi 1.tl. veitur - vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og 2.tl. KÓP Gunnarshólma breytt svæðisskipulag - vaxtarmörk.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2412068 - Félag um rekstur almenningssamgangna**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls.
|
Björg Fenger tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir hönd Garðabæjar stofnsamning, samþykktir og hluthafasamkomulag Almenningssamgangna ohf., félags um rekstur almenningssamgangna.
Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita og staðfesta gögn varðandi Almenningssamgöngur ohf. fyrir hönd Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Garðabæjar fyrir árið 2024. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og lykiltölum. Almar þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra hlut að góðum rekstri bæjarins. Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
|
Björg Fenger tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2024 endurspeglar sterka fjárhagslega stöðu bæjarsjóðs. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 1.183 milljónir króna og sjóðstreymið er sterkt. Traust og sterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs er grundvöllur þess að Garðabær sé vel undir það búinn að mæta aukinni þjónustu vegna fjölgunar íbúa samhliða uppbyggingu nýrra hverfa.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A-hluta á árinu 2024 nam 6.264 milljónum króna, þar af vó uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum langþyngst, um 2.800 milljónum króna eða um 45% af öllum fjárfestingum A-hluta bæjarsjóðs. Myndarleg uppbygging samgönguinnviða í nýjum hverfum setur einnig svip sinn á ársreikninginn og var allur rekstrarafgangur ársins auk hóflegrar lántöku nýttur til fjárfestinga. Það er til marks um góðan árangur í rekstri ársins að skuldir A sjóðs lækkuðu um 2 milljarða króna á árinu.
Allar kennitölur í rekstri bera vott um trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar. Skuldaviðmið nemur 97% og skuldahlutfall 120% en var 126% árið 2023. Veltufé frá rekstri er 2.466 m.kr. sem er um 8,1% í hlutfalli við rekstrartekjur, en var 2,2% árið 2023.
Ábyrgur rekstur bæjarsjóðs með vellíðan og lífsgæði bæjarbúa að leiðarljósi endurspeglar áherslur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við teljum mikilvægt að tryggja öryggi, festu og skilvirkni í rekstri bæjarins, álögum í Garðabæ sé haldið sem lægstum meðal stærstu sveitarfélaga landsins og þjónustukannanir staðfesti áfram mikla ánægju íbúa með þjónustu bæjarins."
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við í Viðreisn erum ánægð að sjá afgang af rekstri sveitarfélagsins. Hluti af þeim árangri er að íbúafjöldi hefur aukist umfram spár sem hefur aukið útsvarstekjur sveitarfélagsins umfram tekjuáætlanir og aukin hlutlæg framlög úr jöfnunarsjóði vegna málaflokks fólks með fötlun. Hlutur stjórnenda sem hafa góða þekkingu á rekstrinum okkar fóru í mikilvægar og verðmætar aðhaldsaðgerðir.
Nýja íbúa bjóðum við velkomna í Garðabæ, þau sem flytja hingað aftur bjóðum við velkomin heim.
Viðreisn sæi fyrir sér að við í pólítíkinni í samvinnu við starfsmenn bæjarins venjum okkur við umræðu og vinnubrögð við ársreikninga og fjárhagsáætlanir að nálgast þá með áhættumiðaðri umfjöllun í huga. Við þurfum öll í bæjarstjórn að skilja og þekkja hvaða áhættu rekstur félagsins felur í sér, en áhættan getur verið fólgin í vinnslu og vistun gagna, fjármögnun, fyrirséðar ógnir, veikleikar eða hvað annað sem eru í eðli sínu ekki fjárhagslegt en geta haft mikil eða takmörkuð fjárhagslegar áhrif til skemmri eða lengri tíma."
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir tók til máls.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Garðabæjar 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem er fyrirhuguð 15. maí 2025.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)