Reykjavíkurborg
Mannréttindaráð - Fundur nr. 2
==
==
[Mannréttindaráð - Fundur nr. 2
](/fundargerdir/mannrettindarad-fundur-nr-2-0)
**Mannréttindaráð**
Ár 2025, fimmtudaginn 3. apríl var haldinn 2. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Guðný Maja Riba, Sara Björg Sigurðardóttir, Tinna Helgadóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Sigurður Ágúst Sigurðsson, Birna Sigurjónsdóttir, Jóhann Birgisson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. febrúar 2025, um að Berglind Eyjólfsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í öldungaráði í stað Ellenar Calmon. MSS22060068
Fylgigögn
Fram fer kynning velferðarsviðs á félagslegum stuðningi við fólk með heilabilunarsjúkdóma. VEL25020007
Valný Óttarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, dags. 30. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Talað var um að 16 milljónir fengjust í tekjur þegar allir eldri borgarar í Reykjavík og túristar greiddu 4000 kr. gjald í sundiðkun. Einnig að gjaldið færi í að styðja við starfsemi tengda eldri borgurum. Spurningar okkar eru tvær: a) Hve mikið innheimtist á síðasta ári eftir að gjaldið var sett á? b) Í hvað fóru þessar tekjur og/eða hverjir eiga að fá styrki úr þessum sjóð?
Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs. MSS25030146
- Kl. 13.55 víkur Anna Kristinsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
Lagt fram álit innviðaráðuneytis dags. 12. mars 2025, varðandi breytingar í öldungaráði. MSS25030041
- Kl. 14.17 víkja af fundinum Sigurður Ágúst Sigurðsson, Birna Sigurjónsdóttir, Jóhann Birgisson og Eva Kristín Hreinsdóttir.
- Kl. 14.30 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála; Margrét Kristín Pálsdóttir, I. Jenný Ingudóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, starfsmaður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs um fræðslu til starfsfólks borgarinnar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi, sbr. aðgerð nr. 50, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Ásta Bjarnadóttir og Helga Bryndís Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 15.00 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs um verkferla vegna ofbeldis sem starfsfólk verður fyrir, sbr. aðgerð nr. 52, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Ásta Bjarnadóttir og Helga Bryndís Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2025, um hvatningarbréf mannréttindaráðs til félags- húsnæðismálaráðuneytis og til mennta- og barnamálaráðuneytis um að styrkja meðferð fyrir gerendur sem beita börn sín ofbeldi, sbr. aðgerð nr. 23, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Samþykkt.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2025, um hvatningarbréf mannréttindaráðs til dómsmálaráðuneytis og til mennta- og barnamálaráðuneytis um eflingu samfélagslöggæslu, sbr. aðgerð nr. 46, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Samþykkt.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í mannréttindaráði hvetja þingmenn, barnamálaráðherra og dómsmálaraðherra til að festa í fjárlögum fjármagn til samfélagslögreglu og senda með því skýr og sýnileg skilaboð út í samfélagið um mikilvægi samfélagslögreglu. Samfélagslögreglur gegna mikilvægu forvarnarhlutverki og stuðla að því að traust til lögreglunnar aukist.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um erindisbréf samráðshóps um kortlagningu á vinnu borgarinnar gegn ofbeldi. MSS25020124
Samþykkt.
- Kl. 15.48 víkja af fundinum Margrét Kristín Pálsdóttir, I. Jenný Ingudóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl.15.51**
Guðný Maja Riba Sara Björg Sigurðardóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Tinna Helgadóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Þorkell Sigurlaugsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð mannréttindaráðs frá 3. apríl 2025**