Hveragerðisbær
Umhverfisnefnd
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
=== 1.Kynning á verkefnum Umhverfis og Garðyrkjudeild ===
2206111
Umhverfis og Garðyrkjufulltrúar fóru yfir starfsemi sinna deilda og helstu verkefni.
Umhverfisnefnd þakkar Umhverfis og Garðyrkjufulltrúa fyrir góða yfirferð yfir starf deildana. Ýmislegt í starfinu þarf að uppfæra svo sem skipurit og fleira en því er í raun ekki að fullu lokið eftir stofnun sjálfstæðrar garðyrkjudeildar. Kanna þarf uppfærslu á ábendingavef til að gera hann skilvirkari og rekjanlegri en einnig þarf að koma á rafrænu verkbeiðnakerfi innan bæjarins. Núverandi aðstaða Garðyrkjudeildar er ófullnægjandi og þarf að bæta. Beinir nefndin því til bæjarstjórnar að taka málið upp. Stefnt skal að því að halda hátíðina Blóm í Bæ árið 2023 og beinir nefndin því til bæjarstjórnar að kanna möguleika á því. Nefndin vill kanna möguleika á að bæta grasslátt í bænum með því að auka sláttutíðni. Garðyrkjufulltrúa er falið að kanna kostnað við þá breytingu. Margar götur í bænum eru aðeins klæddar með olíumöl sem komin er til ára sinna. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að huga að áætlun um endurnýjun slitlags á þessum götum.
=== 2.Zero waste verkefnið (Gestur Bryndís Þorsteinsdóttir) ===
2206110
Þar sem Bryndís Þorsteinsdóttir átti ekki heimangengt að þessu sinni var umræðu frestað.
=== 3.Umhverfisstefna, staðan á nýrri stefnu ===
2206109
Drög að nýrri umhverfisstefnu voru yfirfarin af umhverfisnefnd.
Formaður umhverfisnefndar ásamt Umhverfisfulltrúa munu vinna áfram að gerð stefnunnar. Ljóst er að gera þarf loftslagsstefnu fyrir bæinn og er Umhverfisfulltrúa falið að ræða við hugsanlega ráðgjafa um aðkomu að verkinu.
=== 4.Sorpmál ===
2206108
Umhverfisnefnd kynnti sér sorpmál í Hveragerði og þær áskoranir sem framundan eru í þeim málaflokki.
Umhverfisfulltrúi mun vinna minnisblað um komandi breytingar á gjaldtöku og tilhögun sorphirðu sem síðan verður skilað til bæjarstjórnar. Í minnisblaðinu munu koma fram áætlanir um kostnað, hvaða valkostir verða fyrir íbúa og í hvaða skrefum innleyðing gæti orðið. Nýlega var auglýst eftir tillögum að staðsetningu lítilla grendarstöðva frá íbúum. Umhverfisfulltrúa er falið að taka saman þær niðurstöður sem borist hafa og staðsetja stöðvarnar á þeim stað sem best hentar.
=== 5.Gæludýr í Hveragerði - samþykktir og reglur ===
2206107
Umhverfisnefnd kynnti sér reglur og bókanir um dýrahald í Hveragerði.
Umhverfisnefnd mun kynna sér frekar starf dýraeftirlits í Hveragerði með því markmiði að sem flestir hundar og kettir verði skráðir.
=== 6.Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna ===
2206106
Umhverfisnefnd kynnti sér þá vinnu sem fram hefur farið varðandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár.
Nefndin mun vinna áfram að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við nýja umhverfisstefnu.
=== 7.Val á fegurstu görðum Hveragerðisbæjar árið 2022 ===
2206104
Að venju mun umhverfisnefnd verðlauna fegurstu garða Hveragerðisbæjar þetta árið.
Umhverfisnefnd stefnir að því að fara í garðaskoðun þann 20. júlí næstkomandi. Nefndin óskar eftir því að íbúar sendi inn ábendingar um garða sem vert er að skoða.
Fundi slitið - kl. 21:30.
Getum við bætt efni síðunnar?