Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Fundargerð - stjórn SSNE - 35. fundur - 9. febrúar 2022
= Fundargerð - stjórn SSNE - 35. fundur - 9. febrúar 2022 =
**Fundur haldinn miðvikudaginn 9. febrúar 2022 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:20**
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Aldey Unnar Traustadóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Helga Helgadóttir og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
**1. Áætlun um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi**
Stefán Gíslason kynnti verkefnisáætlun og svaraði spurningum stjórnar.
*Stjórn SSNE þakkar Stefáni Gíslasyni fyrir góða kynningu og felur framkvæmdastjóra að fylgja eftir umræðum á fundinum í samráði við framkvæmdastjóra SSNV og Environice.* **2. Fjárfestamót á Norðurlandi**
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir greindi frá fjárfestamót á Siglufirði 1. mars, útfærslu þess og skipulagi.
*Stjórn SSNE þakkar Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Eims fyrir kynninguna á þessu spennandi verkefni.* **** **3. Flugklasinn**
Rætt um fjármögnun Flugklasans og hlutverk hans.
*Framkvæmdastjóra falið að ræða við SSNV, Markaðsstofuna og Flugklasann og áætlað er að málið verði tekið fyrir á næsta ársþingi SSNE.* **** **4. Greið leið**
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í endurfjármögnun Vaðlaheiðarganga.
**5. Málaflokkur fatlaðra**
Rætt var um fjármagn ríkis til málaflokks fatlaðra hjá sveitarfélögum.
*Stjórn SSNE telur brýnt að fjármögnun málaflokksins verði endurskoðuð og fjármagn tryggt af hálfu ríkisins.* **6. Forkaupsréttur Þekkingarvörður**
Borist hefur erindi frá Þekkingarverði ehf. þar sem óskað er staðfestingar á því hvort hluthafar hyggist nýta forkaupsrétt vegna sölu á eignarhlut KEA til Háskólans á Akureyri.
*SSNE fellur frá forkaupsrétti á eignarhlut KEA í Þekkingarverði ehf. * **** **7. Efni til kynningar. **
a)
[Bréf formanns og framkvæmdastjóra](/static/files/Fundargerdir/35/7-a-bref-til-radherra-umhverfismala-jan-2022.pdf) SSNE til umhverfisráðherra
b) Nauðsynleg viðbrögð sv.fél. vegna breytinga á barnaverndarlögum -
[tölvupóstur](/static/files/Fundargerdir/35/7-b-naudsynleg-vidbrogd-sveitarfelaga-vegna-breytingar-a-barnaverndarlogum-.msg)
c) Umdæmisráð barnaverndar
[minnisblað](/static/files/Fundargerdir/35/7-c-umdaemisrad-barnaverndar-minnisblad.pdf)
d)
[Fundargerð 577. fundar](/static/files/Fundargerdir/35/7-d-577.-fundur-stj.-sass.pdf) stjórnar SASS
e)
[Fundargerð 72. fundar](/static/files/Fundargerdir/35/7-e-fundargerd-72.-fundar-stjornar-ssnv-11.-januar-2022.pdf) stjórnar SSNV
f)
[Fundargerð 73. fundar](/static/files/Fundargerdir/35/7-f-fundargerd-73.-fundar-stjornar-ssnv-1.-februar-2022.pdf) stjórnar SSNV
g)
[Fundargerð 905. fundar](/static/files/Fundargerdir/35/7-g-stjorn-sambands-islenskra-sveitarfelaga-905.pdf) stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
h)
[Skýrsla innviðaráðherra](/static/files/Fundargerdir/35/7-h-skyrsla-innvidaradherra-um-framvindu-stefnumotandi-byggdaaaetlunar.pdf) um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar
i)
[Bréf SSNE til starfshóps um áskoranir Íslands í orkumálum](/static/files/Fundargerdir/35/7-i-upplysingar-til-starfshops-um-stodu-og-askoranir-i-orkumalum.pdf)
j)
[Tölvupóstur SSNE til starfshóps um áskoranir Íslands í orkumálum](/static/files/Fundargerdir/35/7-j-re-osk-um-upplysingar-fra-starfshopi-um-stodu-og-askoranir-islands-i-orkumalum.msg)
**8. Frá nefndasviði og samráðsgátt**
a) Áform um lagasetningu -
[verndar- og orkunýtingaráætlun](/static/files/Fundargerdir/35/8-a-aform-um-lagasetningu-verndar-og-orkunytingaraaetlun.pdf)
b) Áform um lagasetningu -
[niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar](/static/files/Fundargerdir/35/8-b-aform-um-lagasetningu-nidurgreidsla-hitunarkostnadar.docx)
c) Áform um lagasetningu -
[úrgangur í náttúrunni 2022](/static/files/Fundargerdir/35/8-c-aform-um-lagasetningu-urgangur-i-natturunni-2022-003-1-.docx)