Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Fundargerð - stjórn SSNE - 32. fundur - 8. desember 2021
= Fundargerð - stjórn SSNE - 32. fundur - 8. desember 2021 =
**Fundur haldinn miðvikudaginn 8. desember 2021 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi slitið kl. 12:00**
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Kristján Þór Magnússon, Helga Helgadóttir mætti kl. 10:25 og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
**1. Umsókn í Life styrktaráætlun ESB - „Orkuskipti í dreifðum byggðum“. **
Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri Eims kynnti fyrir stjórn umsókn í Life, styrktaráætlun Evrópusambandsins og óskaði eftir samstarfi við SSNE á þeim vettvangi.
*Stjórn telur brýnt að huga sérstaklega að sanngjörnum orkuskiptum sem taka sérstaklega mið af þörfum hinna dreifðari byggða landsins. Stjórn fagnar því umræddri umsókn og samþykkir samstarf vegna verkefnisins.*
**2. Þekkingarvörður - beiðni um þátttöku í hlutafjáraukningu**
Tekin fyrir beiðni Þekkingarvarðar um þátttöku í aukningu hlutafjár. Elva Gunnlaugsdóttir, fulltrúi SSNE í stjórn Þekkingarvarðar kynnti málið fyrir stjórn.
*Stjórn samþykkir hlutafjáraukningu SSNE í Þekkingarverði í samræmi við fyrirliggjandi beiðni að upphæð kr. 50.000,-.*
Fylgiskjöl:
a)
[Fundargerð hluthafafundar 30.11.2021](/static/files/Fundargerdir/32/fundargerd-hluthafafundar-30.11.2021.pdf)
b)
[Fundargerð hluthafafundar 3.12.2021](/static/files/Fundargerdir/32/hluthafafundur-3.12.2021.pdf)
c)
[Beiðni um þátttöku í hlutafjáraukningu Þekkingarvarðar](/static/files/Fundargerdir/32/beidni-um-thatttoku-i-hlutafjaraukningu-thekkingarvarda-ssne.pdf)
d)
[Þekkingarvörður - kynning fyrir hluthafa](/static/files/Fundargerdir/32/thekkingarvordur-fundur-med-hluthofum-kynningin.pdf) **3. Áætlun um stjórnarfundi á næsta ári **
Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu um fundi stjórnar SSNE 2022.
*Stjórn samþykkir framlagða áætlun um stjórnarfundi ársins 2022 með breytingum sem gerðar voru á fundinum.* ** **4. Framvinda fjárhagsáætlunar 2021**
Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu fjárhagsáætlunar 2021 og áætlun 2022.
** ** **5. Formlegt samstarf og samráð SSNE við sveitafélög**
Framkvæmdastjóri fer yfir málið til umræðu í stjórn.
*Stjórn telur eðlilegt að endurskoða samþykktir vegna aukaþinga SSNE og felur framkvæmdastjóra og formanni að gera tillögu að breytingum sem færu til umræðu á ársþingi.* **6. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar**
Tenging stjórnarsáttmálans við sóknaráætlun og verkefni í landshlutanum.
*Stjórn felur framkvæmdastjóra og formanni að fylgja eftir verkefnum sem tengjast nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í samráði við hagaðila á starfssvæði SSNE og þingmenn kjördæmisins.* **7. Húsnæðismál**
Rædd voru ákvæði um bindingartíma í samningsdrögum vegna leigu á húsnæði að Hafnarstétt 1 - 3 á Húsavík.
*Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.* **8. Staða verkefna og 90 daga áætlun**
Framkvæmdastjóri leggur fram til kynningar minnisblað um stöðu verkefna og fer yfir 90 daga áætlun.
**9. Efni til kynningar. **
a)
[Bundin framlög Jöfnunarsjóðs til landshlutasamtaka](/static/files/Fundargerdir/32/09-a-bundin-framlog-jofnunarsjods-2022.pdf)
b)
[Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins](/static/files/Fundargerdir/32/09-b-76.-fundur-011121-styrihopur-stjr.pdf)
c)
[Breytt skipulag barnaverndar](/static/files/Fundargerdir/32/09-c-breytt-skipulag-barnaverndar.pdf)
d)
[Fréttabréf stafrænna sveitarfélaga - desmber 2021](/static/files/Fundargerdir/32/09-d-frettabref-stafraenna-sveitarfelaga-desember-2021.msg)
e)
[Aðalfundur SASS 2021 ályktanir](/static/files/Fundargerdir/32/09-e-adalfundur-sass-2021-alyktanir.pdf)
f)
[Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands](/static/files/Fundargerdir/32/09-f-frettaskot-fra-markadsstofu-nordurlands.msg)
g)
[Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 903](/static/files/Fundargerdir/32/09-g-stjorn-sambands-islenskra-sveitarfelaga-903.pdf)
h)
[Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga](/static/files/Fundargerdir/32/09-h-uppfaersla-svaedisaaetlana-vegna-lagabreytinga.pdf)
**10. Samráðsgátt og nefndasvið Alþingis**
a) Til umsagnar 1. mál frá nefndasviði Alþingis -
[Fjárlög](/static/files/Fundargerdir/32/10-a-til-umsagnar-1.-mal-fra-nefndasvidi-althingis-fjarlog.msg)