Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Fundargerð - stjórn SSNE - 30. fundur - 13. október 2021
= Fundargerð - stjórn SSNE - 30. fundur - 13. október 2021 =
**Fundur haldinn í fjarfundi ** **13. október 2021 og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi slitið kl 11:35. **
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson fyrir Sigurð Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir (mætti kl 10:15) og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Fjarverandi var Kristján Þór Magnússon.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
**Dagskrá: ** **1. Desemberþing SSNE** *Ákveðið að desemberþing SSNE verði haldið í Eyjafjarðarsveit 10. desember kl. 11.* **2. Undirbúningur fyrir áhersluverkefni 2022** *Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna verkefnið áfram í samræmi við umræður á fundinum. * **3. Skipulag starfsstöðva SSNE** *Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna tillögu til stjórnar um skipulag og mönnun starfsstöðva SSNE í samræmi við umræður á fundinum. * **** **4. Hagkvæmnismat fyrir líforkuver**
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi mat á hagkvæmni líforkuvers.
*Stjórn felur framkvæmdastjóra að koma á fót stýrihópi sem rýna mun forsendur hagkvæmnimats og þá þætti sem meta á, stýrihópurinn fær stöðuskýrslu frá matsaðilum og rýnir lokaafurð matsins fyrir lokaskil. * **5. Stýrihópur til að tryggja framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum**
Lagt fram til kynningar.
**6. Efni til kynningar. **
a) Fundargerð frá stjórnarfundi Markaðsstofu Norðurlands 28. september
b) Fundargerð 6. fundar umhverfisnefndar SSNE
**7. Frá nefndasviði Alþingis og Samráðsgátt**
a) Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018, um Jöfnunarsjóð:
[Samráðsgátt | Öll mál (island.is)](https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3058)