Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Fundargerð – Stjórn SSNE – 17. fundur – 11. nóvember 2020
= Fundargerð – Stjórn SSNE – 17. fundur – 11. nóvember 2020 =
Fundur haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:25.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon sem vék af fundi kl. 15:00, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem vék af fundi kl. 15:15, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Elva Gunnlaugsdóttir sat fundinn undir lið 3.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
**Dagskrá: ** **1. Samvinna sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna.**
Rætt um hvort og hvernig hægt er að bæta samskipti og samvinnu í landshlutanum.
*Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að gera drög að útfærslu á markvissari samvinnu sveitarstjórnarmanna og þingmanna. Málið yrði í kjölfarið til umræðu á aukaþingi SSNE í desember.* **2. Frumvarp til laga (jöfnun atkvæðavægis).** [Bæjarráð Akureyrarbæjar](/static/files/Fundargerdir/17/2.1-bokun-ak_log-um-kosningar-til-althingis.pdf) óskar eftir því að frumvarpið verði rætt á vettvangi SSNE sem og nauðsynlegar mótvægisaðgerðir. *Stjórn SSNE vísar málinu til kynningar og umræðu á ársþingi samtakanna í apríl 2021.* **3. C.** **1 styrkir - val á verkefnum.**
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr.
[aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun](/static/files/Fundargerdir/17/3.1-c.1-auglysing-2020.pdf) fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Alls verða allt að 76,5 milljónir króna veittar til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. nóvember 2020. Stjórn ræðir hvernig vali á verkefnum verður háttað. *Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að sækja um styrki fyrir eftirtalin verkefni:*
Verkefni í fjarvinnslu á Bakkafirði og á Raufarhöfn. Hraðið. Ásgarður. Rannsóknamiðstöð í grænni líftækni og plöntumeinafræði. Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Hringrásarhagkerfið. Gróðurhús í Öxarfirði. Sjálfbær raforkuframleiðsla og hleðslustöð við á Grímsstaði á fjöllum. **4. Áfangastaðastofur.**
Hlutverk landshlutasamtaka varðandi áfangastaðastofur, skyldur og ábyrgð. Fyrirkomulag áfangastaðastofa og stjórnskipun.
*Stjórn SSNE frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir ítarlegri gögnum um málið.* **5. Starfsáætlun stjórnar.**
SSNE vinnur starfsáætlun fyrir 2021 í nóvember sem lögð verður fyrir aukaþing í desember.
Framkvæmdastjóri leggur til tímalínu um vinnu við gerð starfsáætlunar. Starfsáætlun mun taka til þeirra atriða sem fram komu á ársþingi í október og endurspegla þær áherslur sem þar komu fram. Endurskoðun sóknaráætlunar fer fram í janúar og febrúar 2021 og verður lögð fyrir ársþing í apríl.
**6. Efni til kynningar.**
a)
[ 246. fundur](/static/files/Fundargerdir/17/6.a.-246.-fundur-stjornar-afe-7.-okt.pdf) stjórnar AFE frá 7. október 2020.
b)
[Fundargerð 889. fundar](/static/files/Fundargerdir/17/6.-b.-stjorn-sambands-islenskra-sveitarfelaga-889.pdf) stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020.
c)
[Fundargerð 890. fundar](/static/files/Fundargerdir/17/6.c.-stjorn-sambands-islenskra-sveitarfelaga-890.pdf) stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október 2020.
d) Auglýst eftir umsóknum um
[styrki úr húsafriðunarsjóði](/static/files/Fundargerdir/17/6.-d.-hus_2021.pdf) fyrir árið 2021.
e)
[Boðun á XXXV. landsþing ](/static/files/Fundargerdir/17/6.f.-bodun-landsthings-xxxv-des-2020.pdf)Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 18. desember 2020. **7. Frá nefndasviði Alþingis.**
a) Tillaga til þingsályktunar um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, umsagnarfrestur til 19. nóvember.
[https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html](https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html) *Stjórn SSNE leggur áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun.*
b) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.
[https://www.althingi.is/altext/151/s/0043.html](https://www.althingi.is/altext/151/s/0043.html)
c) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
[https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html](https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html)