Vopnafjarðarhreppur
Skipulags- og umhverfisnefnd - 34
== Fundur nr. 34 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SEK
Sigríður Elva KonráðsdóttirNefndarmaður
IBA
Ingólfur Bragi ArasonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
HH
Höskuldur HaraldssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
SJ
Sigurður JónssonSkipulagsfulltrúi
Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 9.maí 2022, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti vinnslutillögu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um strenglögn í Norður-Skálanesi frá RARIK. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu frá og óskar eftir betri upplýsingum frá RARIK. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni frá Vegagerðinni um að efnisnámur við Rangármel verði settar inn á skipulag. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir betri upplýsingum frá Vegagerðinni. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um landsvæði frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að í dag er ekkert svæði í aðalskipulagi skilgreint fyrir vélíþróttir og því þarf að vinna deiliskipulag og breyta aðalskipulagi þegar landsvæðið hefur verið fundið. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:39.