Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 36
== Fundur nr. 36 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
ÍG
Íris GrimsdóttirNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 3.febrúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30.
Lögð fram fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar frá 10.janúar síðastliðnum þar sem opnunartími sundlaugar var ræddur. Hreppsráð leggur til að hafa opnunartíma óbreyttan og skoða opnunina fyrir næsta haust. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar frá 28.janúar. Hreppsráð samþykkir að leggja til við ráðuneytið að sérregla gildi Vopnafjarðarhrepp við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Um er að ræða reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa. Hreppráð tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að farið verði eftir veiðireynslu eins og gert hefur verið.
Einnig lagt fram bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd og framfara- og ferðamálafélagi Vopnafjarðar vegna ráðningu á ferðamálafulltrúa í fullt starf. Hreppsráð vísar erindinu til sveitarstjórnar til umræðu. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um Ljósmyndasafn Austurlands. Gert er ráð fyrir því að Ljósmyndasafn Austurlands taki yfir ljósmyndaverkefni sem unnið hefur verið undanfarin ár á Vopnafirði, tryggi varðveislu þeirra mynda og upplýsinga sem þar liggja fyrir og hafi umsjón með framhaldi verkefnisins. Hreppsráð samþykkir framlag Vopnafjarðarhrepps til Ljósmyndasafnsins fyrir árið 2022. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram til kynningar stefna lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2022.
Lögð fram hugmynd að rannsóknarverkefni á Vopnafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Brim. Um er að ræða rannsókn á hákarli eða öðru sjávarfangi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Austurbrú og hlutaðeigandi aðilum. Samþykkt samhljóða.
Bréf frá hafmeyjum varðandi sjósundsaðstöðu í Sandvík lagt fram. Hreppsráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:11.