Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 35
== Fundur nr. 35 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Íris Grímsdóttir ritaði fundargerð
ÍG
Íris GrimsdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 6.janúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps 2021-2022. Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 0,82% af heildar þorskígildistonnum eða 38 tonnum á fiskveiðiárinu 2021/2022 sem er óbreytt frá fyrra tímabili. Hreppsráð vísar erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar og síðan verður það tekið fyrir hjá sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.
Lögð fram til kynningar samningsdrög um færslu
á vigtarhúsi Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi og leggja aftur fyrir hreppsráð.
Hreppsráð samþykkir að greiða Mílu 1.000.000 króna í eingreiðslu til þess að ljúka öllum ágreiningi og greiða fyrir leigu ljósleiðarans og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:14.