Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 32
== Fundur nr. 32 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
TH
Teitur HelgasonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 2. september 2021 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, kl. 08:00.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggja drög að samningi um umráð yfir gamla snjóbílnum. Hreppsráð samþykkir samningsdrögin með fyrirliggjandi breytingartillögum og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram minnisblað frá rekstraraðila Vöffluhússins í Kaupvangi þar sem hann óskar eftir framlengingu á samningi í Kaupvangi um eitt ár. Hreppsráð samþykkir að framlengja samningnum um eitt ár og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga að uppgerð hjónaíbúða í Sundabúð 1. Í fjárhagsáætlun 2021 eru áætlaðar 4 milljónir í framkvæmdina. Hreppsráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að gera framkvæmdaáætlun. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.