Vopnafjarðarhreppur
Skipulags- og umhverfisnefnd - 29
== Fundur nr. 29 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 09:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SDS
Sveinn Daníel SigurðssonNefndarmaður
SEK
Sigríður Elva KonráðsdóttirNefndarmaður
IBA
Ingólfur Bragi ArasonNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
SBK
Signý Björk KristjánsdóttirSkrifstofustjóri
SJ
Sigurður JónssonByggingafulltrúi
Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, 28. júní kl. 09:00.
Fyrir liggur umsókn frá Biskupsstofu um stofnun landeignar út úr jörðinni Hofi í Vopnafjarðarhreppi ásamt lóðarblaði. Lóðin er undir kirkju, kirkjugarð og safnaðarstofu, sem er í byggingu, og er skv. uppdrættinum 10160 m2 að stærð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi um stofnun landsins. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um leyfi vegna endurnýjunar á klæðningu og breytinga því samfara ásamt breytingu á gluggum. Meðfylgjandi eru upplýsingarum að klæðning hússins verður grátt báruál í stað hvítrar stálklæðningar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um eftirtalin byggingarleyfi að Ytri Hlíð 3 veiðihús ásamt aðalteikningm sem unnar eru af Huldu Jónsdóttur arkitekt dagsettar 25. júní 2021.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 1, hús nr. 9.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 2, hús nr. 3 og 4.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 3, hús nr. 1 og 2.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 4, hús nr. 5 og 6.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 5, hús nr. 7.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áfanga 6, hús nr. 8.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út umbeðin byggingarleyfi fyrir tilgreinda áfanga að veiðihúsi í Ytri Hlíð 3 þegar deiliskipulag hefur verið staðfest og umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:20.