Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 52
== Fundur nr. 52 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
TH
Teitur HelgasonNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
BJ
Bárður JónassonNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 24.6.2021 í Miklagarði kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram drög að samningi við Veiðifélag Vesturdalsár vegna afnota af vatni úr Arnarvatni til vatnsmiðlunar í Vesturdalsá. Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð fræðslunefndar frá 8.6. lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
**a.** **Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis Vopnafirði – vinnslutillaga**
Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis. Sveitarstjórn samþykkir að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt og óskar eftir nánari kynningu á framkvæmdinni frá Brim. Samþykkt samhljóða.
**b.** **Ytri Hlíð – umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar**
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar að veiðihúsi í Ytri Hlíð. Sveitarstjórn heimilar bygginga- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar að veiðihúsi í Ytri Hlíð þegar deiliskipulag hefur verið staðfest og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
**c. Deiliskipulag Ytri Hlíðar – bréf frá Skipulagsstofnun**
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags Ytri Hlíðar þar sem gerðar eru athugasemdir við gögnin. Jafnframt liggja fyrir endurbætt gögn frá skipulagsráðgjafa. Sveitarstjórn samþykkir uppfærða tillögu. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
Lögð fram frumkostagreining vegna sundlaugar í byggðarlaginu og tillaga og kostnaðaráætlun vegna endurbóta á sundlauginni í Selárdal frá Yrki arkitektum. Samkvæmt forkostnaðargreiningu Yrkis myndi innisundlaug við íþróttahús kosta 507.150.000 kr, innisundlaug uppi á íþróttasvæði kosta 775.995.000 kr og endurbætur á Selárlaug kosta 79.152.132 kr. Hugmyndirnar verða kynntar nánar fyrir íbúum á íbúafundi vegna skipulagsmála í ágúst næstkomandi. Lagt fram til kynningar.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021 lagður fram. Viðauki 2 hefur þau rekstrarlegu áhrif að breyting á rekstri er jákvæð um 13,1 m.kr. þar af er reiknaður söluhagnaður 16,2 m.kr. Nettó fjárfesting lækkar um 9,3 m. kr. Söluverð eigna er 19,0 m.kr. og uppgreiðsla lána 3,6 m.kr. Samtals breyting á handbæru fé vegna viðauka 2 er því jákvæð um 21,6 m.kr. Samþykkt samhljóða.
Í hreppsráð 2021 – 2022 eru tilnefnd Sigríður Bragadóttir, Teitur Helgason og Bjartur Aðalbjörnsson sem aðalmenn og Axel Örn Sveinbjörnsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem varamenn. Samþykkt samhljóða.
Sigríður Bragadóttir er tilnefnd sem formaður hreppsráðs. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Teitur Helgason er tilnefndur sem varaformaður hreppsráðs. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Uppfærðar reglur um refa- og minkaveiði lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga, frá Vöffluhúsinu Vopnafirði. Umsækjandi og forsvarsmaður er Jóhanna Thorsteinson.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir sveitarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Sveitarstjórn bendir á að lögreglan, Eldvarnareftirlitið og Vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Bréf um rekstur Jónsvers ses lagt fram. Sveitarstjórn tekur vel í erindi Jónsvers um að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með stjórn Jónsvers. Samþykkt samhljóða.
Bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 14.júní síðastliðnum lagt fram. Sveitarstjóra falið að semja við ráðgjafa um greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:35.