Vopnafjarðarhreppur
Ungmennaráð - 6
== Fundur nr. 6 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
GAH
Guðný Alma HaraldsdóttirNefndarmaður
ÞMJ
Þorgerður Mist JóhannsdóttirNefndarmaður
KDJ
Karólína Dröfn JónsdóttirNefndarmaður
HRE
Helena Rán EinarsdóttirNefndarmaður
EOÞ
Elísabet Oktavía ÞorgrímsdóttirNefndarmaður
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirRitari
Fundur haldinn í félagsheimlinu Miklagarði kl. 16:30
Ungmennaráð vísar enn og aftur í eldri fundagerðir þar sem athugasemdir eru gerðar við skólalóð og að rampur verði fjarlægður. Ánægjulegt að Vallarhús og strandblakvöllur eru komin í notkun.
**Hugmyndir um framkvæmdir og útlit á skólalóð**
Ungmennaráð óskar eftir svörum varðandi framkvæmdir við skólalóð.
Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með stefnu í
æskulýðs- íþrótta og tómstundamálum.
Ungmennaráð kom með breytingatillögu að 8. gr. samþykktar verði fjarlægð eða breytt eftir því sem við á. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi verði tekið út og verkefnisstjóri æskulýðs-, frístunda- og fjölmenningamála sett inn í staðinn.
**Kosning formanns og varaformanns**
Karen Ósk Svansdóttir formaður og Guðný Alma Haraldsdóttir varaformaður, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þórhildur kynnti verkefnið Barnvænt sveitafélag og óskaði jafnframt eftir tillögum frá ungmennaráði varðandi stýrihóp. Tillögurnar voru Guðný Alma varaformaður, Helena Rán Einarsdóttir og Elísabet Oktavía Þorgrímsdóttir, og verður það skoðað nánar síðar.
Hugmynd að varaformaður ungmennraáðs komi út í félagsmiðstöð og kynni fyrir ungmennum, lýðræðisleg vinnubrögð og barnasáttmálann .
**a Ungmennaráð vill leggja áherslu á að laga skólalóðina.**
Laga þarf girðingu meðfram skólalóð, Rampinn burt!
Aparóla; taka þarf möl og setja gúmmímottur, laga þarf bandið í aparólunni en það er of langt.
Laga þarf mörkin á sparkvelli.
**b Bæjarvinnan og vinnuskóli næsta sumar **
Gæta þarf jafnræðis.
Laga þarf aðstöðu fyrir ungmennin.
Vinnuföt ekki til í stærðum fyrir alla.
Fleiri og fjölbreyttari störf og betra skipulag.
Fundi slitið kl. 18:00.