Vopnafjarðarhreppur
Fræðslunefnd - 13
== Fundur nr. 13 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Vopnafjarðarskóli kl. 12:00
Hjörtur Davíðsson ritaði fundargerð
DJB
Dorota J BurbaNefndarmaður
HD
Hjörtur DavíðssonNefndarmaður
SH
Sigurþóra HauksdóttirNefndarmaður
EBK
Einar Björn KristbergssonNefndarmaður
AB
Aðalbjörn BjörnssonSkólastjóri
SK
Sandra KonráðsdóttirÁheyrnarfulltrúi foreldrafélags
Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 24.september í Vopnafjarðarskóla. Fundur hófst kl. 12:00.
Aðalbjörn fór yfir starfshlutfall og kennslustundir kennara og stjórnenda og gerði grein fyrir því að Ása Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sérkennslu í leik og grunnskóla en hlutfall sérkennslu er frekar hátt og hefur aldrei verið hærra. Stöðugildi kennara eru 15,7 og stöðugildi annara starfa er 6,75. Samkennsla árganga eru 82 stundir. Nemendur eru 78 þar af eru 62 í þorpinu og 16 í sveitinni. Í haust var ráðinn verktaki sem matráður og verður það þannig að minnsta kosti fram að áramótum.
Miklar umræður voru um skólastarfið í heild sinni þar á meðal að nauðsynlegt væri að koma upp einhverri aðstöðu fyrir börn úr sveitinni sem eru komin í 5.bekk og eldri en þurfa að bíða eftir heimkeyrslu.
Mestar umræður urðu um hugmyndir um akstur leikskólabarna með skólabílum og voru nefndarmenn á því að þessar hugmyndir væru greinilega ekki fullunnar og að nauðsynlegt væri m.a að fá upplýsingar um það hvernig þetta hafi gengið á öðrum stöðum. Nefndin leggur áherslu á það að skólaakstur grunnskólabarn er númer eitt og alls ekki megi þetta verða til þess að seinkun verði á akstrinum og telur að ef út í þetta verður farið verði lágmarksaldur 4 ár. Einnig er það skoðun nefndarinnar að ef af þessu verður þá verði þetta að vera í boði fyrir öll börn sem reglurnar ná yfir óháð því hvort pláss sé í skólabílunum.Mikilvægt er að fullt samráð verði haft við alla aðila sem að þessu koma. Nefndin telur það ljóst að þessu gæti fylgt einhver aukakostnaður bæði vegna aksturs og svo móttöku barnanna.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við endurnýjun samninga um skólaakstur.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:00.