Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn 356. fundur
= Sveitarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Sveitarstjórn - 355 ===
2206009F
Fundargerðin framlögð.
=== 2.Ráðning félagsmálastjóra. ===
2009038
Tímabundin ráðning vegna fæðingarorlofs
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tímabundinni ráðningu, til eins árs, í starf félagsmálastjóra vegna afleysingar í fæðingarorlofi núverandi starfsmanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tímabundinni ráðningu, til eins árs, í starf félagsmálastjóra vegna afleysingar í fæðingarorlofi núverandi starfsmanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 3.Endurbætur á Höfða ===
2008006
Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Höfða heimild til að sækja um í Framkvæmdasjóð aldraðra árið 2023 vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu í 2. áfanga Höfða. Sveitarstjórn samþykkir einnig að greiða hlutfallslega af framkvæmdaláni Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis vegna endurbóta og breytinga á húsnæði Höfða, sveitarfélagið mun greiða af framkvæmdaláninu í samræmi/hlutfalli við eignarhluta þess í Höfða. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarfélagið muni fjármagna verkefnið, á móti framlagi sjóðsins, hlutfallslega í samræmi við eignarhluta þess í Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Höfða heimild til að sækja um í Framkvæmdasjóð aldraðra árið 2023 vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu í 2. áfanga Höfða. Sveitarstjórn samþykkir einnig að greiða hlutfallslega af framkvæmdaláni Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis vegna endurbóta og breytinga á húsnæði Höfða, sveitarfélagið mun greiða af framkvæmdaláninu í samræmi/hlutfalli við eignarhluta þess í Höfða. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarfélagið muni fjármagna verkefnið, á móti framlagi sjóðsins, hlutfallslega í samræmi við eignarhluta þess í Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók HPO.
=== 4.Verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. ===
2206050
Skipun nýrra fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Sæmund Víglundsson sem aðalfulltrúa og Helgu Harðardóttur sem varafulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Sæmund Víglundsson sem aðalfulltrúa og Helgu Harðardóttur sem varafulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 5.Áfangastaðafulltrúar. ===
2207001
Erindi frá Áfangastaða-og markaðssviði SSV.
Áfangastaða- og markaðssvið SSV heldur utan um verkefni er lúta að þróun, uppbyggingu, gæðum og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi. Sviðið samanstendur af starfsemi og verkefnum sem heyra undir Áfangastaðastofu Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands ehf. sem er alfarið í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Hvert sveitarfélag tilnefnir einn áfangastaðafulltrúa sem eiga í virku samtali og samstarfi við starfsfólk Áfangastaða- og markaðssvið SSV til að tryggja upplýsingaflæði og samræmda vinnu í þeim verkefnum er snúa að uppbyggingu, gæðum og kynningu á ferðamálum og áfangastaðnum Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Arnheiði Hjörleifsdóttur, umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, sem áfangastaðafulltrúa og tengilið Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn telur virkt samtal og samráð í þessum verkefnum vera mikilvægt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Arnheiði Hjörleifsdóttur, umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, sem áfangastaðafulltrúa og tengilið Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn telur virkt samtal og samráð í þessum verkefnum vera mikilvægt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 6.Umhverfisvöktun við Grundartanga, niðurstöður ársins 2021 ===
2206048
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur ástæðu til að boða til fundar með Umhverfisstofnun í ljósi niðurstaðna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2021 og er oddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur ástæðu til að boða til fundar með Umhverfisstofnun í ljósi niðurstaðna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2021 og er oddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 7.Umsagnarbeiðni-Fjölskylduhátíð Vatnaskógi. ===
2206051
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis vegna Sæludaga 2022, vímulausrar fjölskylduhátíðar, sem halda á í Vatnaskógi 28. júlí til 1. ágúst 2022, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs, heilbrigðieftirlits og lögreglu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis vegna Sæludaga 2022, vímulausrar fjölskylduhátíðar, sem halda á í Vatnaskógi 28. júlí til 1. ágúst 2022, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs, heilbrigðieftirlits og lögreglu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 8.Umsagnarbeiðni - breyting rekstrarleyfis Móar guesthouse, cottages ===
2207019
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 9.Björgunarfélag Akraness ===
2207015
Fundarbeiðni
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni bréfritara um fund og er varaoddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni bréfritara um fund og er varaoddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
=== 10.128. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. ===
2206046
Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram.
Til máls tók HPO.
Til máls tók HPO.
=== 11.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. ===
2206001
Aðalfundargerð 2022
Fundargerðin framlögð.
=== 12.Aðalfundur HeV 2022. ===
2203015
Fundargerð aukaaðalfundar 2022.
Fundargerðin framlögð.
=== 13.910. og 911. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. ===
2207002
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið - kl. 15:12.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2009038 - Ráðning félagsmálastjóra. Málið verður nr. 2 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Birkir Snær Guðlaugsson boðaði forföll.