Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ljóst er að ekki var boðað til þessa bæjarstjórnarfundar með lögmætum fyrirvara, en fundarboð barst bæjarfulltrúum og varamönnum þeirra kl. 17:01 þriðjudaginn 12. júlí 2022 fyrir bæjarstjórnarfund sem halda á kl. 17:00 fimmtudaginn 14. júlí 2022.
Samkvæmt 15. gr. Sveitarstjórnarlaga númer 138/2011 segir "Fundarboð skal berast sveitarstjórnarmönnum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.2. Þá kemur einnig fram í 9. gr. Samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar" Fundarboð skal berast bæjarfulltrúum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.".
Því telst þessi bæjarstjórnarfundur ólögmætur og legg ég til að boðað verði til nýs bæjarstjórnarfundar með lögmætum hætti.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Forseti tilkynnti að þar sem fundur væri ólögmætur væri honum slitið og nýr fundur yrði boðaður mánudaginn 18. júlí kl. 17:00.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ljóst er að ekki var boðað til þessa bæjarstjórnarfundar með lögmætum fyrirvara, en fundarboð barst bæjarfulltrúum og varamönnum þeirra kl. 17:01 þriðjudaginn 12. júlí 2022 fyrir bæjarstjórnarfund sem halda á kl. 17:00 fimmtudaginn 14. júlí 2022.
Samkvæmt 15. gr. Sveitarstjórnarlaga númer 138/2011 segir "Fundarboð skal berast sveitarstjórnarmönnum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.2. Þá kemur einnig fram í 9. gr. Samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar" Fundarboð skal berast bæjarfulltrúum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.".
Því telst þessi bæjarstjórnarfundur ólögmætur og legg ég til að boðað verði til nýs bæjarstjórnarfundar með lögmætum hætti.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Forseti tilkynnti að þar sem fundur væri ólögmætur væri honum slitið og nýr fundur yrði boðaður mánudaginn 18. júlí kl. 17:00.