Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 128. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs ritaði fundagerð.
=== 1.Trúnaðarbók 2022 ===
2201037
Guðbjörg Guðmundsdóttir kemur til fundarins og situr undir þessum lið.
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar 8 umsóknir. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar 8 umsóknir. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.
Velferðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að eftirfarandi breyting verði gerð á reglum Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð til að veita húsbúnaðarstyrk vegna sérstaklega erfiðra aðstæðna.
Greinin hljóði svo:
Styrkur vegna húsbúnaðar. Heimilt er að veita styrk til húsbúnaðarkaupa þeim, sem er eignalaus og haft hefur tekjur undanfarna þrjá mánuði sem eru við eða undir grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, eða tekjur sex undanfarna mánuði lægri en lágmarks atvinnuleysisbætur (100%).
a) Einstaklingi eða fjölskyldu sem hefur átt í miklum félagslegum erfiðleikum.
b) Ungum foreldrum sem eru að eignast sitt fyrsta barn og hafa átt við mikla félagslega erfiðleika að stríða, til þess að kaupa útbúnað vegna barnsins, s.s. vagn, rúm eða hliðstæðan búnað.
c) Sem er að stofna heimili eftir a.m.k. tveggja ára dvöl á stofnun.
Viðmiðunarmörk aðstoðar nema einni grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar (fyrir einn mánuð).
Húsbúnaðarstyrkir greiðast einu sinni.
Greinin hljóði svo:
Styrkur vegna húsbúnaðar. Heimilt er að veita styrk til húsbúnaðarkaupa þeim, sem er eignalaus og haft hefur tekjur undanfarna þrjá mánuði sem eru við eða undir grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, eða tekjur sex undanfarna mánuði lægri en lágmarks atvinnuleysisbætur (100%).
a) Einstaklingi eða fjölskyldu sem hefur átt í miklum félagslegum erfiðleikum.
b) Ungum foreldrum sem eru að eignast sitt fyrsta barn og hafa átt við mikla félagslega erfiðleika að stríða, til þess að kaupa útbúnað vegna barnsins, s.s. vagn, rúm eða hliðstæðan búnað.
c) Sem er að stofna heimili eftir a.m.k. tveggja ára dvöl á stofnun.
Viðmiðunarmörk aðstoðar nema einni grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar (fyrir einn mánuð).
Húsbúnaðarstyrkir greiðast einu sinni.
=== 3.Forvarnarmál ===
1311136
Umræða um forvarnarmál hjá sveitarfélaginu.
Velferðarnefnd ræddi forvarnarmál varðandi geðheilbrigði og heilsueflingu hjá sveitarfélaginu og mikilvægi þeirra í forvörnum. Nefndin óskar eftir því að fá að kynningu á næsta fund velferðarnefndar á skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu. Nefndin ætlar að mynda sér afstöðu á næsta fundi um hvaða málefni hún vill leggja áherslu á.
=== 4.Þjónusta við aldraða ===
1607129
Félagsstarf aldraðra á vegum Borgarbyggðar tekið til umræðu.
Nefndin er upplýst um stöðumála í félagsstarfi eldriborgara. Mikilvægt er að greina þarfirnar fyrir starfsemina og eiga samtal við stjórn félagseldriborgara og eldri borgararáð um áherslu í félagsstarfi eldriborgara til framtíðar.
Fundi slitið - kl. 15:03.