Seltjarnarnesbær
434.(1) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar
= Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar 2018 =
8. febrúar
Stjórnsýsla
Hér er að finna fundargerðir æskulýðs- og íþróttaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Íþrótta- og tómstundanefnd
**434.(1.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 30.júní 2022 kl. 10:00 á bæjarskrifstofu.**
**Mættir voru:** Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson og Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson.
**Fjarverandi:** Ólafur Finnbogason.
**Ritari fundar:** Haukur Geirmundsson.
**Dagskrá:**
**1. 2022060149 - Beactive, heilsueflandi samfélag**
*Íþróttafulltrúa falið að ræða við aðildarfélög bæjarins með þátttöku í huga. Áhugavert verkefni sem gaman væri að taka þátt í.*
**2. 2022060125 - Tæki í styrktarsal**
ÍTS lítur á þetta fyrst og fremst sem innanhúsmál Gróttu. Málið virðist enn vera óljóst og ekki liggur fyrir hvernig reksturinn muni verða.
*Nefndin leggur til að íþróttafulltrúi kanni málið með Gróttu.*
**3. 2022060153 - Styrkbeiðni frá fimleikadeild** *Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 240 þúsund vegna æfingaferðar til Bandaríkjanna.*
**4. 2022060150 - Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild**
*Samþykkt að veita knattspyrnudeild kr. 140 þúsund vegna æfingaferðar til Spánar.*
**5. 2022030171 - Sundlaug – stýrikerfi**
Eins og ítrekað hefur verið bent á og áður hefur verið bókað í fundargerð ÍTS hangir stýrikerfi sundlaugar á bláþræði.
*ÍTS hvetur að farið verði í undirbúning á að skipta því út sem fyrst.*
**6. 2022060151 - Hreyfigarður á Seltjarnarnesi**
Rætt var um að setja upp æfingatæki og hvar væri hentugast að þau kæmu.
*Íþróttafulltrúa falið að kanna málið.*
**7. 2022060152 - Gönguskíðabraut á Seltjarnarnesi**
Rætt var um gerð gönguskíðabrautar á Seltjarnarnesi. Hugmyndir komu fram hvar væri hentugast að slík braut myndi vera. Þetta er mál sem verður rætt áfram í nefndinni.
Fundi slitið kl.11.
Þetta vefsvæði
[byggir á Eplica](http://www.eplica.is/)