Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1544
==== 11. ágúst 2022 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (AS) varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fjórum atkvæðum að taka á dagskrá nýtt mál, skóladagatöl 2022-2023, sem verði mál nr. 5.
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Umsagnar óskað um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16 ==202207202
Erindi Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
== 2. Ferðaþjónustuklasi í Skammadal ==202208143
Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi skoðun á skipulagningu ferðaþjónustuklasa í Skammadal.
Tillaga D lista:
Bæjarráðsmaður D lista leggur til að stofnaður verði starfshópur starfsmanna Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa sem fái það hlutverk að fara yfir framtíðarskipulag og mögulega nýtingu Skammadals, með tilliti til m.a. fyrirhugaðs skammadalsvegar austur úr Helgafellshverfi sem er á aðalskipulagi. Umfjöllun um þetta erindi myndi þá falla undir vinnu þess starfshóps.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögunni til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
== 3. Skarhólabraut 3 - vegna úthlutunar á lóð ==202208169
Ósk Pálsson & Co ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.
== 4. Brúarland - framtíðarnotkun, Nýframkvæmd ==202204069
Kynning á stöðu framkvæmda við Brúarland.
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Brúarland. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra að láta útbúa minnisblað um þær framkvæmdir sem hafa farið fram í Brúarlandi frá því bærinn tók við byggingunni frá ríkinu sem og yfirlit yfir kostnað við framkvæmdir.
== 5. Skóladagatöl 2022-2023 ==202112253
Lögð er til breyting á skóladagatali Kvíslarskóla vegna framkvæmda við skólann.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að breyta skóladagatali Kvíslarskóla þannig að skólasetning fari fram 29. ágúst nk.
== 6. Úr Skeggjastaðalandi 271 Mosfellsbær umsagnarbeiðni-rekstrarleyfi ==202208128
Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tin ehf. leyfi til rekstrar gististaðar í flokki II að Skeggjastöðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn m.a. með vísan til úttektar byggingarfulltrúa.