Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 229. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
=== 2.Breyting á skipuriti ===
2208007
Afgreiðsla 604. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
Byggðarráð styður tillögur um breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Breytt skipurit endurspeglar umfang verkefna á sviði skipulags- og byggingamála, einfaldar boðleiðir og eykur yfirsýn. Þá samræmist það áherslum í starfsemi sveitarfélagsins að málaflokkar sem taka til allra sviða heyri beint undir sveitarstjóra, t.d. þjónustuver og samskipta- og markaðsmál. Sveitarstjóra er falið að innleiða samþykktar breytingar í starfi sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir breytingar á skipuriti og leggur þá ákvörðun til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð styður tillögur um breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Breytt skipurit endurspeglar umfang verkefna á sviði skipulags- og byggingamála, einfaldar boðleiðir og eykur yfirsýn. Þá samræmist það áherslum í starfsemi sveitarfélagsins að málaflokkar sem taka til allra sviða heyri beint undir sveitarstjóra, t.d. þjónustuver og samskipta- og markaðsmál. Sveitarstjóra er falið að innleiða samþykktar breytingar í starfi sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir breytingar á skipuriti og leggur þá ákvörðun til samþykktar í sveitarstjórn.
=== 3.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Afgreiðsla 603. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
"Byggðarráð telur að bréf stjórnar knattspyrnudeildar sé afar þarft innlegg í yfirstandandi hugmyndavinnu um næstu íþróttamannvirki og þakkað er fyrir vel ígrundaða skoðun sem þar kemur fram. Bréfinu er vísað til bygginganefndar íþróttamannvirkja. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað með tilliti til þess að kostnaðarmeta möguleika á uppbyggingu knattspyrnuhúss. Tillaga að uppfærðu erindisbréfi verður lögð fram á næsta fundi byggðarráðs. Bókun minnihlutans vegna uppbyggingar á íþróttaaðstöðu í Borgarnesi: Um leið og minnihluti í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með áform meirihluta sveitarstjórnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðla þannig að öflugu íþróttamannlífi, þá höfum við áhyggjur af því að verið sé að fara í of miklar fjárfestingar miðað við getu sveitarfélagsins. Ef ætlunin er að ráðast í að byggja yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir sjö manna bolta mun það mögulega tefja aðra uppbyggingu íþróttamannvirkja, m.a. viðbyggingu við löngu sprungið parkethús. Áform um fjárfestingar, í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, gera ráð fyrir lántökum uppá 1.000 milljónir. Bygging á yfirbyggðum knattspyrnuvelli, samtímis öðrum fyrirhuguðum fjárfestingum, þýðir að auka þarf lántöku sveitarfélagsins um 100% á þessu tímabili, eða um 1.000 milljónir. Til að mögulegt sé að taka ákvörðun um byggingu knatthúss þarf að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins með hugsanlegum frestunum eða niðurfellingum á fjárfestingum, ásamt því að framkvæma mat á skuldaþoli sveitarfélagsins til lengri tíma. Einnig viljum við benda á nauðsyn þess að staðarval verði skoðað út frá framtíðarskipulagi sveitarfélagsins og tækifærum knattspyrnudeildarinnar til að vaxa áfram. Tillögur um Granastaði í þessu samhengi bjóða ekki upp mikla uppbyggingu utanhúss til framtíðar né liggur það fyrir hvort hægt sé að stækka húsið seinna, m.a. vegna kletts sem stendur á lóðinni. Mikilvægt er að þegar farið er í þessa uppbyggingu sé tryggt að staðsetningin sé skoðuð á faglegan hátt og stækkun knattspyrnudeildarinnar til framtíðar geti byggst upp á einum og sama stað."
"Byggðarráð telur að bréf stjórnar knattspyrnudeildar sé afar þarft innlegg í yfirstandandi hugmyndavinnu um næstu íþróttamannvirki og þakkað er fyrir vel ígrundaða skoðun sem þar kemur fram. Bréfinu er vísað til bygginganefndar íþróttamannvirkja. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað með tilliti til þess að kostnaðarmeta möguleika á uppbyggingu knattspyrnuhúss. Tillaga að uppfærðu erindisbréfi verður lögð fram á næsta fundi byggðarráðs. Bókun minnihlutans vegna uppbyggingar á íþróttaaðstöðu í Borgarnesi: Um leið og minnihluti í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með áform meirihluta sveitarstjórnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðla þannig að öflugu íþróttamannlífi, þá höfum við áhyggjur af því að verið sé að fara í of miklar fjárfestingar miðað við getu sveitarfélagsins. Ef ætlunin er að ráðast í að byggja yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir sjö manna bolta mun það mögulega tefja aðra uppbyggingu íþróttamannvirkja, m.a. viðbyggingu við löngu sprungið parkethús. Áform um fjárfestingar, í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, gera ráð fyrir lántökum uppá 1.000 milljónir. Bygging á yfirbyggðum knattspyrnuvelli, samtímis öðrum fyrirhuguðum fjárfestingum, þýðir að auka þarf lántöku sveitarfélagsins um 100% á þessu tímabili, eða um 1.000 milljónir. Til að mögulegt sé að taka ákvörðun um byggingu knatthúss þarf að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins með hugsanlegum frestunum eða niðurfellingum á fjárfestingum, ásamt því að framkvæma mat á skuldaþoli sveitarfélagsins til lengri tíma. Einnig viljum við benda á nauðsyn þess að staðarval verði skoðað út frá framtíðarskipulagi sveitarfélagsins og tækifærum knattspyrnudeildarinnar til að vaxa áfram. Tillögur um Granastaði í þessu samhengi bjóða ekki upp mikla uppbyggingu utanhúss til framtíðar né liggur það fyrir hvort hægt sé að stækka húsið seinna, m.a. vegna kletts sem stendur á lóðinni. Mikilvægt er að þegar farið er í þessa uppbyggingu sé tryggt að staðsetningin sé skoðuð á faglegan hátt og stækkun knattspyrnudeildarinnar til framtíðar geti byggst upp á einum og sama stað."
Sigurður Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. minnihluta sveitarstjórnar:
Minnihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum af því að sú breyting, á erindisbréfi byggingarnefndar um byggingu íþróttamannvirkja, muni hafa þau áhrif á störf nefndarinnar að allur kraftur nefndarinnar og vinna næstu mánuði muni snúast um að skoða yfirbyggðan fótboltavöll, fjármögnun hans og staðsetningu. Á meðan er hætt við að vinna við hönnun og byggingu á íþróttahúsi og öðrum betrumbótum á íþróttaaðstöðu í Borgarbyggð sitja á hakanum og frestast um óákveðinn tíma, sem er óásættanlegt að okkar mati.
Minnihlutinn leggur því til að breytingum á erindisbréfi byggingarnefndarinnar verði vísað til byggðaráðs til umræðu þar og að skoðað verði hvort tilefni sé til að taka framkvæmdir vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir fótboltann úr erindisbréfi núverandi nefndar og stofna nýja nefnd um verkefni tengd uppbyggingu á aðstöðu fyrir fótboltann. Núverandi byggingarnefnd geti þá einblínt á viðbyggingu við íþróttahúsið til að tryggja að ekki verði meiri dráttur á því verkefni en orðið er.
Tillaga minnihluta Borgarbyggðar um að vísa málinu aftur til byggðarráðs er lögð fram til atkvæðagreiðslu.
Með tillögunni eru SG, JMB, BB og TDH. Á móti eru GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ.
Tillagan er því felld með meirihluta atkvæða.
Borin er upp til atkvæðis eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar íþróttamannvirkja.
Með tillögunni eru: GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ. Á móti eru: SG, JMB, BB og TDH.
Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða.
Til máls tóku SG, DS, EÓT.
Minnihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum af því að sú breyting, á erindisbréfi byggingarnefndar um byggingu íþróttamannvirkja, muni hafa þau áhrif á störf nefndarinnar að allur kraftur nefndarinnar og vinna næstu mánuði muni snúast um að skoða yfirbyggðan fótboltavöll, fjármögnun hans og staðsetningu. Á meðan er hætt við að vinna við hönnun og byggingu á íþróttahúsi og öðrum betrumbótum á íþróttaaðstöðu í Borgarbyggð sitja á hakanum og frestast um óákveðinn tíma, sem er óásættanlegt að okkar mati.
Minnihlutinn leggur því til að breytingum á erindisbréfi byggingarnefndarinnar verði vísað til byggðaráðs til umræðu þar og að skoðað verði hvort tilefni sé til að taka framkvæmdir vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir fótboltann úr erindisbréfi núverandi nefndar og stofna nýja nefnd um verkefni tengd uppbyggingu á aðstöðu fyrir fótboltann. Núverandi byggingarnefnd geti þá einblínt á viðbyggingu við íþróttahúsið til að tryggja að ekki verði meiri dráttur á því verkefni en orðið er.
Tillaga minnihluta Borgarbyggðar um að vísa málinu aftur til byggðarráðs er lögð fram til atkvæðagreiðslu.
Með tillögunni eru SG, JMB, BB og TDH. Á móti eru GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ.
Tillagan er því felld með meirihluta atkvæða.
Borin er upp til atkvæðis eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar íþróttamannvirkja.
Með tillögunni eru: GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ. Á móti eru: SG, JMB, BB og TDH.
Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða.
Til máls tóku SG, DS, EÓT.
=== 4.Val á listamanni Borgarbyggðar ===
2206059
Afgreiðsla 37. fundur atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar:
"Framlögð drög af reglum um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir framlagðar reglur um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
"Framlögð drög af reglum um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir framlagðar reglur um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Tillaga að stofnun hlutafélags Carbfix hf. og fleiri dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur ===
2106120
Sveitarstjóri leggur fram. Fyrir liggur útfærsla á tillögu um stofnun Carbfix hf. sem yrði dótturfélag Carbfix ohf., dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur sbr. samþykkt sveitarstjórnar dags. 12. ágúst 2021. Leitað er til eigenda OR um stuðning við útfærsluna sem hefur verið kynnt fyrir byggðarráði, þar á meðal áhættuskýrsla unnin af utanaðkomandi fjármálafyrirtækjum. Útfærslan myndi t.d. gefa Carbfix hf. tækifæri til að sækja sér áhættufjármagns utan núverandi eigendahóps til að standa straum af komandi fjárfestingum og vexti félagsins.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framlagða útfærslu á tillögu um stofnun Carbfix hf. Tekið er undir það sjónarmið að á þessum tímapunkti er mikilvægt fyrir félag á borð við Carbfix að geta sótt áhættufjármagn á alþjóðlegan markað til vaxtar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar bindur vonir við að sú þekking og tækni sem Carbfix byggir á geti reynst mikilvæg til lausnar á aðsteðjandi loftslagsvá. Til þess að svo verði þarf skilvirkan aðgang að alþjóðlegri þekkingu og fjármagni.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar bendir hins vegar á mikilvægi þess að minnihlutaeigendur í Orkuveitu Reykjavíkur eigi þess kost að taka sjálfstæða ákvörðun um meðferð á eignarhlutum í félögum sem þróast út frá kjarnastarfsemi OR. Tekið verði tillit til þess við frekari þróun skipulagi Carbfix og annarra sambærilegra fyrirtækja og verkefna.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók SBG.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar bendir hins vegar á mikilvægi þess að minnihlutaeigendur í Orkuveitu Reykjavíkur eigi þess kost að taka sjálfstæða ákvörðun um meðferð á eignarhlutum í félögum sem þróast út frá kjarnastarfsemi OR. Tekið verði tillit til þess við frekari þróun skipulagi Carbfix og annarra sambærilegra fyrirtækja og verkefna.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók SBG.
=== 6.Flýting leita 2022 ===
2206129
Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri og seinni leitum um eina viku haustið 2022. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Sveitarstjórn samþykkir að flýta fyrri og seinni leitum Grímsstaðarréttar um eina viku haustið 2022.
Afgreiðslan verður send stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðslan verður send stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Leyfisumsókn - Rallý um Kaldadal og Uxahryggi ágúst 2022 ===
2208023
Sveitarstjóri leggur fram: Umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um leyfi til að halda rallökukeppni sem fer um Uxahryggi og Kaldadal 20. ágúst 2022.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um rallökukeppni um Uxahryggi og Kaldadal 20. ágúst 2022.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Kosning fulltrúa Borgarbyggðar í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Thelma Dögg Harðardóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. minnihluta sveitarstjórnar:
"Minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar þykir miður hvernig kynjaskiptingu er háttað í fastanefndum sveitarfélagsins en eftir kosningar í nefndir liggur fyrir að eingöngu konur skipa Velferðarnefnd, aðeins ein kona situr í Skipulags- og byggingarnefnd og aðeins einn karl situr í Fræðslunefnd.
Kynjahalli allra þessara nefnda brítur í bága við 2. tl. 1. mgr. 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Jafnréttisstofa hefur kynjahalla í nefndum sveitarfélaga til skoðunar og búast má við að hún krefjist svara á hvers vegna nefndarskipan er höfð er með þessum hætti.
Vert er að geta þess að minnihluti sveitarstjórnar vakti athygli forseta sveitarstjórnar og formanns Byggðarráðs á málinu strax í upphafi kjörtímabilsins en ekki var áhugi á að endurskoða skipan í nefndir í ljósi kynjahalla á þeim tímapunkti. Bar þá forseti sveitarstjórnar fyrir sig að kynjahlutföll nefndarmanna í heild sinni væri tiltölulega jöfn, en lögin krefja ekki sveitarfélög um slík kynjahlutföll, heldur að þau séu sem jöfnust í hverri nefnd, enda er tilgangur laganna að jafna vægi kynja í nefndum sem fara með einstök málefni sveitarfélagsins.
Óskar minnihlutinn eftir því í annað sinn að kynjaskipting í fastanefndum sveitarfélagsins verði endurskoðuð með það að markmiði að uppfylla Sveitarstjórnarlög."
Sveitarstjórn tilnefnir Þorsteinn Viggósson, Sigurður Arilíusson, Gísli Guðjónsson, Ásbjörn Pálsson, Loga Sigurðsson, Ingimund Jónsson og
Þuríði Guðmundsdóttir til setu í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Til máls tóku TDH, DS og GLE.
"Minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar þykir miður hvernig kynjaskiptingu er háttað í fastanefndum sveitarfélagsins en eftir kosningar í nefndir liggur fyrir að eingöngu konur skipa Velferðarnefnd, aðeins ein kona situr í Skipulags- og byggingarnefnd og aðeins einn karl situr í Fræðslunefnd.
Kynjahalli allra þessara nefnda brítur í bága við 2. tl. 1. mgr. 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Jafnréttisstofa hefur kynjahalla í nefndum sveitarfélaga til skoðunar og búast má við að hún krefjist svara á hvers vegna nefndarskipan er höfð er með þessum hætti.
Vert er að geta þess að minnihluti sveitarstjórnar vakti athygli forseta sveitarstjórnar og formanns Byggðarráðs á málinu strax í upphafi kjörtímabilsins en ekki var áhugi á að endurskoða skipan í nefndir í ljósi kynjahalla á þeim tímapunkti. Bar þá forseti sveitarstjórnar fyrir sig að kynjahlutföll nefndarmanna í heild sinni væri tiltölulega jöfn, en lögin krefja ekki sveitarfélög um slík kynjahlutföll, heldur að þau séu sem jöfnust í hverri nefnd, enda er tilgangur laganna að jafna vægi kynja í nefndum sem fara með einstök málefni sveitarfélagsins.
Óskar minnihlutinn eftir því í annað sinn að kynjaskipting í fastanefndum sveitarfélagsins verði endurskoðuð með það að markmiði að uppfylla Sveitarstjórnarlög."
Sveitarstjórn tilnefnir Þorsteinn Viggósson, Sigurður Arilíusson, Gísli Guðjónsson, Ásbjörn Pálsson, Loga Sigurðsson, Ingimund Jónsson og
Þuríði Guðmundsdóttir til setu í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Til máls tóku TDH, DS og GLE.
=== 9.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Tilnefning fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaustaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn tilnefnir Ragnhildi Evu Jónsdóttur og Þorstein Viggósson í stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Tilnefning fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Þróunarfélags Grundartanga.
Sveitarstjórn tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur sem aðalmann í þróunarfélag Grundartanga og Lilju Björgu Ágústsdóttur sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 11.Breiðabólsstaður 2 í Reykholtsdal L186488 - íbúðarbyggð - Breyting á aðalskipulagi ===
2202090
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi vinnslutillögu á breytingu á landnotkun 34,85 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar 2 skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar fyrirliggjandi vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi vinnslutillögu á breytingu á landnotkun 34,85 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar 2 skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar fyrirliggjandi vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða vinnslutillögu vegna breytingar á landnotkun 34,85 ha. svæðis í landi Breiðabólsstaðar 2 skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt til auglýsingar framlagða vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Hótel Hamar - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi ===
2208006
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í 1,0 ha stækkun til suðurs á reit BL3 á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur). Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í 1,0 ha stækkun til suðurs á reit BL3 á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur). Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í 1,0 ha. stækkun til suðurs á reit BL3 á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota. Breytingin er gerð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Urriðaárland L191286 - Frístundabyggð (F11) - Breyting á aðalskipulagi ===
2109073
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til breytinga á landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð F11 er nú 11,4ha að stærð en yrði 23,5ha eftir stækkunina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjölga um 17 lóðir í frístundabyggðinni."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til breytinga á landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð F11 er nú 11,4ha að stærð en yrði 23,5ha eftir stækkunina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjölga um 17 lóðir í frístundabyggðinni."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felst í breytingum á landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 14.Urriðaárland L191286 - Deiliskipulagstillaga fyrir Klettastíg og Birkistíg ===
2201007
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu fyrir Klettastíg og Birkistíg í Urriðaárlandi L191286 skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 15.Urriðaárland L191286 - Breyting á deiliskipulagi ===
2201008
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Urriðaár frá árinu 2000 m.s.br. samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Urriðaár frá árinu 2000 m.s.br. samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Urriðaár frá árinu 2000 með síðari breytingum skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Bjargsland II, svæði 1 - Fjóluklettur 13 og 15 - Breyting á deiliskipulagi ===
2206154
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. júní 2022. Breytingin tekur til byggingarreita tveggja lóða, Fjóluklettur 13 L215396 og Fjóluklettur 15 L215398. Legu byggingarreita er breytt sem bætir mögulega nýtingu lóðanna en umfang þeirra breytist ekki. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. júní 2022. Breytingin tekur til byggingarreita tveggja lóða, Fjóluklettur 13 L215396 og Fjóluklettur 15 L215398. Legu byggingarreita er breytt sem bætir mögulega nýtingu lóðanna en umfang þeirra breytist ekki. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 með síðari breytingum. Málsmeðferð verðar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Sæunnargata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2205064
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að samþykkja umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 18.Þórólfsgata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2205065
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform við Þórólfsgötu 9 þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 19.Ósk um umsögn- Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 ===
2207072
Afgreiðsla 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að gæta þurfi samræmis milli skipulagsmarka tillögunnar við afmarkanir nærliggjandi sveitarfélaga. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 að öðru leyti og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar."
"Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að gæta þurfi samræmis milli skipulagsmarka tillögunnar við afmarkanir nærliggjandi sveitarfélaga. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 að öðru leyti og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar en beinir því til Dalabyggðar að kanna sveitarfélagamörk milli Borgarbyggðar og Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 20.Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 ===
2206009F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku BB og SBG.
Til máls tóku BB og SBG.
- 20.1 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs kemur til fundarins og fer yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Byggðarráð Borgarbyggðar þakkar kynninguna og óskar eftir því að fá reglubundnar uppýsingar um stöðu fjárhagsáætlunarvinnu á komandi mánuðum.
- 20.2 2203257
[Samanburður við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2203257)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á yfirliti yfir rekstur sveitarfélagsins við áætlun fyrstu fjóra mánuði ársins. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði skila sér seinna inn en áætlað var, en engar breytingar hafa orðið á áætlun greiðslna úr sjóðnum. Samkvæmt frávikagreiningunni er reksturinn í heild og tekjur á þessum tímapunkti nokkuð í takt við áætlun. Þó þarf að kanna nánar aukinn kostnað vegna slökkviliðs og samhliða því kanna hvort þörf sé á viðauka vegna þess kostnaðar.
- 20.3 2203124
[Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2203124)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Til fundarins kemur Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar til þess að kynna tillögu um samstarf milli MB og Grunnskóla Borgarbyggðar vegna framtíðarvers er hefur vinnuheitið Kvika. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur vel í hugmyndir um samstarf og aðkomu sveitarfélagsins að Kviku og felur starfandi sveitarstjóra að setja niður nánari útfærslu á því samstarfi. Jafnframt er þeim kostnaði sem fyrirsjáanlegur er vegna verkefnisins vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.
- 20.4 2111213
[Brákarey - framtíðarskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2111213)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð þakkar kynningu Steinþórs og felur starfandi sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við KPMG um nálgun á verkefnið og leggja að nýju fyrir byggðarráð til umfjöllunar.
- 20.5 2203188
[Eignasjóður Íþróttamiðstöðin Borgarnesi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2203188)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Á. Óskarsson vegna dúklagningar í útilaug sundlaugar. Kostnaður vegna samningsins er í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
- 20.6 2203192
[Eignasjóður Slökkvistöð Sólbakka 13-15](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2203192)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera ítarlega úttekt á nauðsynlegum endurbótum á slökkvistöð sveitarfélagsins að Sólbakka 13-15.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð staðfestir framlagðan samning frá Hollvinasamtökum Borgarness, dags. 25. apríl 2022.
- 20.8 2201012
[Starfsmannamál 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2201012)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Lagt fram til kynningar.
- 20.9 2205027
[Brotthvarf úr framhaldsskólum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205027)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Lagt fram til kynningar.
- 20.10 2206008
[Áskorun til sveitarfélaga v. fasteignaskatts.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206008)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Lagt fram til kynningar.
- 20.11 2202108
[Framtíðaríbúðabyggð í Borgarnesi - Borgarvogur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2202108)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan samning f.h. Borgarbyggðar vegna hönnunarsamkeppni um íbúabyggð handan Borgarvogs, að undangenginni tilnefningu verkefnastjóra í verkefnið.
- 20.12 1909156
[Húsnæðismál Ráðhússins](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#1909156)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Sveitarstjórn felur starfandi sveitarstjóra að samþykkja framlagt tilboð vegna skjalaskápa sem setja á í skjalageymslu á 1. hæð, Digranesgötu 2.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði 21600 Hýsing og rekstur frá Ríkiskaupum. Byggðarráð staðfestir að fara skuli að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
- 20.14 2205103
[Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205103)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð sem fer með fullnaðarákvörðun sveitarstjórnar, samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar til þess að fjarlægja hluta af hlöðnum garði á holti við Borgarbraut, vestan við Hjálmaklett, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
- 20.15 2205206
[Valfell L135022 - Breyting á aðalskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205206)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrir sitt leyfi framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 um breytta landnotkun þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarsstjórnar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar vegna endurbóta og lagnagerðar í 1. áfanga Borgarbrautar með vísan til framlagðra gagna og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
- 20.17 2205087
[Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 3](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205087)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð samþykkir umsókn Sigurðar Búa Rafnssonar um lóðina að Rjúpuflöt 3.
- 20.18 2205082
[Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205082)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina að Rjúpuflöt 6, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Rjúpuflöt 6: Vigfús Ægir Vigfússon.
Samhliða úthlutun skilar Vigfús Ægir Vigfússon lóðinni að Arnarflöt 6 þar sem einstaklingur hefur ekki heimild til þess að vera með fleiri en eina íbúðarhúsalóð úthlutað á hverjum tíma.
- 20.19 2205091
[Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205091)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina að Rjúpuflöt 6, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Rjúpuflöt 6: Vigfús Ægir Vigfússon.
- 20.20 2206001
[Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206001)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Söndru Óskar Sigríðardóttur Bender um lóðina að Rjúpuflöt 4, Borgarnesi.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
- 20.21 2205148
[Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205148)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Söndru Óskar Sigríðardóttur Bender um lóðina að Rjúpuflöt 4, Borgarnesi.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
- 20.22 2206068
[Stóra-Fjallsvegur niðurfelling af vegaskrá](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206068)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Stóra-Fjallsveg og setja sig í samband við bréfritara.
- 20.23 2205140
[Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2205140)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlögð tillaga um skipun byggðarráðs sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar í fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar:
Aðalmenn:
Þorsteinn Viggósson
Halldóra Jónasdóttir
Sigvaldi Jónasson
Pétur Sumarliðason
Varamenn:
Heiða Dís Fjelsted
Unnsteinn Elíasson
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Lagt fram til kynningar.
- 20.25 2206054
[Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2022, Fundarboð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206054)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Byggðarráð felur Davíð Sigurðssyni til að fara með atkvæði Borgarbyggðar á aðalfundi Menntaskóla Borgarfjarðar.
- 20.26 2206063
[Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - FUNDARBOÐ.2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18760#2206063)Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Davíð Sigurðssyni er falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Faxaflóahafna.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 598 Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um akstur um Kaldadal og Uxahryggi í tengslum við rallýkeppni dagana 25. júní 2022. Byggðarráð veitir leyfi sitt til aksturs um svæðið fyrir sitt leyti. Skilyrði fyrir leyfisveitingunni er að veginum verði skilað í áþekku ásigkomulagi og hann var fyrir keppnina og verði í því sambandi heflaður ef þörf þykir.
=== 21.Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 ===
2206016F
Fundargerðin framlögð.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir innkomið tilboð frá Stólpi Gámar og forsendur fyrir því. Byggðarráð samþykkir tilboðið og vísar fjármögnun til gerðar viðauka. Ennfremur óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu á næsta fundi byggðarráðs.
- 21.2 2206120
[Útboð í skólaakstri - Tillaga að vali](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2206120)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Niðurstöður útboðs kynntar og farið yfir tillögu Ríkiskaupa
Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði 21649 skólaakstur fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð ákveður að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
Byggðarráð, sem hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu, samþykkir framlagða tillögu.
- 21.3 2203179
[Eignasjóður GBF Varmalandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2203179)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna fer yfir niðurstöður eldvarnarúttektar á grunnskólahúsnæðinu á Varmalandi. Byggðarráð óskar eftir kostnaðargreiningu á nauðsynlegum framkvæmdum og áætlun um úrbætur.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar því áfram til umsagnar í Fjallskilanefnd Borgarbyggðar fyrir næstu áramót.
- 21.5 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2206129)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum í Þverárrétt og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.
- 21.6 2205140
[Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2205140)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigurð Guðmundsson til að taka sæti í stjórn Nemendagarða MB ehf. og Lilju Björg Ágústsdóttir sem varamann. Byggðarráð felur Davíð Sigurðssyni að fara með atkvæði Borgarbyggðar á aðalfundi Nemendagarða MB.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Erindið lagt fram og sveitarstjóra falið að vinna að afgreiðslu þess.
- 21.8 2105172
[Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2105172)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Fundargerðin lögð fram.
- 21.9 2206063
[Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - FUNDARBOÐ.2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18765#2206063)Byggðarráð Borgarbyggðar - 599 Magnús Smári Snorrason fráfarandi fulltrúi í stjórn Faxaflóahafna sf. mætir til fundar og fer yfir fyrirhugaðar breytingar á samþykktum félagsins. Byggðarráð þakkar Magnúsi yfirferðina.
Byggðarráð samþykkir að leggja fram svohljóðandi bókun á aðalfundi Faxaflóahafna sf. "Byggðarráð Borgarbyggðar styður í grunninn þær breytingar sem lagðar eru til á sameignarfélagssamningi fyrir Faxaflóahafnir í því skyni að bæta faglega stjórnarhætti. Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir þó vonbrigðum með að ósamræmi sé í tillögum og þeirri hugmyndafræði sem lýtur að því að skipta út pólitískt skipaða fulltrúa fyrir faglega. Eins að ekki hafi verið gætt að jafnræði eigenda þegar kemur að þessum breytingum þar sem aðeins tveir eigendur hafa ekki aðkomu að stjórn með pólitískt skipuðum fulltrúum í þeim breytingum sem liggja til samþykktar."
=== 22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 ===
2206022F
Fundargerðin framlögð.
- 22.1 2106030
[Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2106030)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð felur sveitarstjóra að segja upp samningi Borgarbyggðar við UMSB hvað varðar samstarfssamning um Frístund, Sumarfjör, rekstur félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Byggðarráð þakkar UMSB fyrir gott samstarf um starf tómstundafulltrúa sveitarfélagsins, en telur í ljósi breyttra aðstæðna og lagalegrar umgjörðar nauðsynlegt að gera þessar breytingar og færa starfið til sveitarfélagsins að nýju.
Sveitarstjóra er jafnframt falið að hefja samtal við UMSB um endurskoðun á þeim samningi sem til staðar er, með það í huga að bæta frekari verkefnum við samninginn er lúta að lýðheilsumálum sveitarfélagsins.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra.
- 22.3 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Skógræktina og felur sveitarstjóra að senda framlögð drög til Skógræktina.
- 22.5 2004060
[Krafa um skaðabætur v. líkamstjóns](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2004060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð felur sveitarstjóra að áfrýja dómi héraðsdóms Vesturlands frá 8. júní 2022.
- 22.6 1902181
[Borgarbraut 57-59 - Bréf v. frárennslis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#1902181)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Sveitarstjóra er falið að ljúka við samkomulag við Hús og Lóðir ehf. á grundvelli framlagðs samkomulags og í samræmi við umræður á fundinum.
- 22.7 2206181
[Húsnæðisframlag til Brákarhlíðar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206181)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir tillögu Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2023.
- 22.8 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206129)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum á starfssvæði nefndarinnar og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.
- 22.9 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206129)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta fyrri leit Oddsstaðaréttar um eina viku haustið 2022 og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.
- 22.10 2206190
[Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206190)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Í bréfi eftirlitsnefndar kemur fram að rekstrarniðurstaða og framlegð skv. ársreikningi Borgarbyggðar sé undir lágmarksviðmiðum m.v. lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að sveitarfélög uppfylli umrædd viðmið eigi síðar en 2026. Jafnframt kemur fram að meira en helmingur sveitarfélaga uppfylli ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar.
Sveitarstjóra er falið að taka tillit til þess er fram kemur í bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana næstu ára.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 í Munaðarnesi, samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 22.12 2109181
[Vallarás - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2109181)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Athafnasvæðið Vallarás, til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. 10. maí 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 22.13 2203251
[Stekkjarholt í Borgarbyggð - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2203251)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargsland - Deiliskipulag þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. í júní 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 22.14 2203252
[Miðháls 24 L187565 - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2203252)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsabyggð í landi Ánabrekku, 1. áfangi dags. 10.09.1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 05.04.2022. Breytingin tekur til einnar lóðar, Miðháls 24, þar sem nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,03 og hámarksstærð húss á lóð er 144 fm. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- 22.15 1903005
[Sólbakki athafnarsvæði, breyting á Deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#1903005)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarbyggð frá árinu 1999 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 28.04.2022. Horfið var frá fyrra ferli grenndarkynningar þar sem óskir bárust sveitarfélaginu um breytta stærð og lögun byggingarreita. Lóðir 30 og 31 eru minnkaðar, lóð 30a bætist við, lóðir 24a og 24b eru sameinaðar í lóð 24, lóð 26a og 26b eru sameinaðar í lóð 26. Nýtingarhlutfall lóða 24 og 26 verður 0,5. Kafli 5.6 í greinargerð fellur niður. Felld er niður kvöð um gróðurbelti í kafla 5.7. Byggingarreitir allra lóða eru rýmkaðir. Deiliskipulagsmörk breytast í samræmi við breytingarnar. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í frístundabyggð Galtarholts 1, Stekkjarás frá 1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. apríl 2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Skógarvegur 3 (lnr. 186508) og telst vera óveruleg. Færa á byggingarreit og aðkomu norðar á lóðinni og byggingarmagn er aukið um 33 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Fjólukletti 1, 3, 9a, 9b, 11, 18, 20 og 22.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð Borgarbyggðar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð Borgarbyggðar sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð Borgarbyggðar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjárnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum sumarhúsanna Hreðavatn 1-10 og 21-32, Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland 35 og Rjóður.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Sæunnargötu 1, 2 og 3 og Berugötu 20 og 22.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum í Þórólfsgötu 7, 7a, 8 og 10 og í Böðvarsgötu 21, 23, 25 og 27.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitartjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Litli Kroppur 2, stærð 4,79ha úr landinu Litli-Kroppur L134433. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.
- 22.27 2112112
[Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Systrastapi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2112112)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Systrastapi, stærð 7155fm í allt úr landinu Akrar 4 L226820 og Akraland Móholt L193578. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Sumarbústaðarland.
- 22.28 2112111
[Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Jónstún](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2112111)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Jónstún, stærð 12223 fm úr landinu Akrar 4 L226820. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar samruna jarðarinnar Refsstaðir L134510 inn í land Signýjarstaða L134512. Ekki er um að ræða breytingu á jarðamörkum aðliggjandi jarða.
- 22.30 2201021
[Jafnaskarðsskógsland L134887 - umsókn um nafnabreytingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2201021)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir nafnabreytingu á lóðinni Jafnaskarðsskógsland L134887 í Lynghagi.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
- 22.32 2206188
[Boðun hafnasambandsþings 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206188)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Lagt fram til kynningar.
- 22.33 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Lagt fram til kynningar.
- 22.34 2202059
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2202059)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Lagt fram til kynningar.
- 22.35 2206018F
[Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206018F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Fundargerðin framlögð.
- 22.36 2206015F
[Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18770#2206015F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 600 Fundargerðin framlögð.
=== 23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 601 ===
2207005F
Fundargerðin framlögð.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 601 Framlögð beiðni Umhverfis- og framkvæmdadeildar fyrir hjáleið vegna framkvæmda á Borgarbraut við Berugötu.
Á fundinn mætti (í gegnum fjarfundabúnað) Orri Jónsson frá verkfræðistofunni Eflu, sem er eftirlitsmaður með verkinu og útskýrði þá valkosti sem í boði eru við gerð hjáleiðar vegna framkvæmdanna.
Byggðarráð samþykkir beiðni Umhverfis- og framkvæmdadeildar um að útbúa tímabundna hjáleið að Berugötu vegna framkvæmda á Borgarbraut. Um er að ræða framkvæmd er snýr að endurbótum á lagnagerð á Borgarbraut í Borgarnesi á milli Böðvarsgötu og Egilsgötu, á alls 550 m kafla á árunum 2022-2023. Í verkinu felst endurnýjun fráveitulagna, hitaveitu- og vatnslagna ásamt endurnýjun yfirborðs götu og gangstíga. Lagður verður jarðvegsdúkur ofan á núverandi jarðveg, á hann settur malarpúði og malbik. Hjáleiðin verðu um 6 m breið og verður fjarlægð þegar framkvæmdum við 1. verkhluta er lokið. Fella þarf nokkur tré við þessa framkvæmd. Kostnaður við framkvæmdina mun skiptast á milli framkvæmdaraðila.
Ljóst er að umrædd framkvæmd með tilheyrandi raski mun óhjákvæmilega valda óþægindum, sérstaklega á íbúa og fyrirtæki í nágrenni við svæðið. Byggðarráð leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að þeim þáttum er lúta að öryggi íbúa. Það verði m.a. gert með því að bæta við merkingum og hraðahindrunum. Jafnframt er því beint til framkvæmdaaðila að huga að því að merkingar séu upplýsandi ekki síst fyrir þá gesti sem hyggjast sækja þjónustu í neðri bænum og bæði á íslensku og ensku.
Auk þess verði tryggt að gönguleiðir um svæðið verði vel merktar. Markmiðið með því að heimila tímabundna hjáleið um Berugötu er að draga úr umferð flutningabíla og langferðabíla um Böðvarsgötu, Þórólfsgötu og Sæunnargötu þar sem fleiri íbúar eru og mun fleiri börn þar á meðal.
Byggðarráð mun í tengslum við þessar framkvæmdir líta til þess að ástand gatna í umræddum íbúagötum er ekki gott nú þegar og því mun aukin umferð valda því að ástandið mun versna hratt. Byggðarráð mun því að framkvæmdum loknum óska eftir mati á ástandi gatna í hjáleið og óska eftir samtali við framkvæmdaraðila um aðkomu að endurbótum.
Áætluð verklok í fyrsta áfanga eru 01. október 2022 og stefnt er á að hefja annan áfanga vorið 2023.
Mikilvægt er að unnið verði að því að lágmarka þann tíma sem framkvæmdin teygist inn á nýtt skólaár. Sérstaklega verði hugað að öryggi skólabarna á gönguleið þeirra í og úr skóla. Byggðarráð leggur áherslu á að framkvæmdin sé kynnt vel fyrir íbúum og að unnið verði að nauðsynlegum úrbótum á öryggismálum og merkingum í samstarfi við framkvæmdaraðila.
Frágangur eftir hjáleiðina er í höndum framkvæmdaaðila og leggur byggðarráð áherslu á að hann verði unninn í samráði við Borgarbyggð.
=== 24.Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 ===
2207007F
Fundargerðin framlögð.
- 24.1 2207012
[Húsverðir í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207012)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna nánar þá möguleika sem til staðar eru til þess að gera kerfi húsvarða sveitarfélagsins sveigjanlegra þannig að það geti náð til annarra stofnana en þeirra sem hafa nú þegar húsvörð í einhverju stöðugildi hjá sveitarfélaginu. Hafa skal samráð við forstöðumenn stofnana í tengslum við þá vinnu. Byggðarráð óskar eftir mótuðum tillögum fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2023.
- 24.2 2207014
[Til byggðarráðs vegna umhverfis í Gamla bænum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207014)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
- 24.3 1904094
[Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra við Dalabyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#1904094)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að segja upp núgildandi samningi við Dalabyggð um félagsþjónustu frá og með 1. janúar 2023 og sveitarfélagið hætti að þjónusta félagsþjónustu fyrir Dalabyggð frá þeirri dagsetningu.
Sveitarstjóra er falið að bjóða Dalabyggð til viðræðna um nýjan samning á öðrum forsendum.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð felst á rökstuðning þann sem kemur fram í minnisblaði mannauðsstjóra.
Flosi H. Sigurðsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð telur ekki unnt að koma til móts við erindi Golfklúbbsins um að hækka styrkfjárhæðir til íþrótta- og tómstundafélaga vegna lokunar húsnæðis í eyjunni og bendir t.d. á rökstuðning sem fram kemur í bókun byggðarráðs frá 588. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð sýnir því sjónarmiði skilning að huga þurfi að jafnræði í stuðningi sveitarfélagsins við íþróttastarf. Ljóst er að það er af ólíkum toga eftir eðli íþróttastarfsins, hvort sem það er í formi leigu, landsvæði eða nýtingu eigna sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að stuðla að virku samtali við og á milli íþróttagreina.
- 24.6 2207006
[Fráveituviðauki 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207006)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Sveitarstjóra er falið að yfirfara samningsdrög og hefja samræður við Orkuveitu Reykjavíkur um viðauka vegna innheimtu fráveitugjalda.
- 24.7 1905134
[Áskorun um húsnæðismál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#1905134)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.9 2201118
[Útboð á skólaakstri 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2201118)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.10 2207054
[Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts barna og unglinga 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207054)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hvaða verkefnum mögulegt sé að áhaldahús sinni á mótssvæðinu umrædda helgi.
- 24.11 2207003
[Umsókn um lóð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207003)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Tekta ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 2, Hvanneyri.
- 24.12 1912083
[Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#1912083)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Bjarglands II, svæði I. skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 24.13 2207017
[Flatahverfi á Hvanneyri - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207017)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðaráð, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar, samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
- 24.14 2206253
[Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Borgarbraut 55](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2206253)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli á lóð við Borgarbraut 55 úr 0,58 í 0,63. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 24.16 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2206129)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta leitum fjallskilanefndar Hítardalsréttar um eina viku. Fyrsta leit yrði 10-11 sept, önnur leit 24.-25. sept og þriðja leit 8.okt. Fyrsta Hítardalsrétt yrði þá 12.sept og önnur Hítardalsrétt 25. sept. Tillagan verður lögð fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.
- 24.17 2207033
[Tilnefning fulltrúa Dalabyggðar í barnaverndarnefnd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207033)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Byggðarráð tilnefnir Maríu Neves, samskiptastjóra sveitarfélagsins sem áfangastaðafulltrúa sveitarfélagsins.
- 24.19 2207031
[Framboðsfrestur til formanns sambandsins](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2207031)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.20 2202151
[Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2202151)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.21 2202010
[Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2202010)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.22 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.23 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
- 24.24 2109006
[Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundargerðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18778#2109006)Byggðarráð Borgarbyggðar - 602 Lagt fram til kynningar.
=== 25.Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 ===
2207014F
Fundargerðin framlögð.
- 25.1 2203257
[Samanburður við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2203257)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum á samanburði á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun á fyrstu 6 mánuðum ársins 2022. Launakostnaður er í heild um 34 millj yfir áætlun sem skýrist að hluta til að veikindum starfsfólks og að kjarasamningar voru gerðir á árinu 2022 en giltu aftur fyrir sig á árið 2021. Skatttekjur eru heldur meiri en áætlun gerði ráð fyrir en reksturinn í heild er samt um 23 millj yfir áætlun þar sem auk áðurnefndra launaliða er nokkuð um að tekjur, sem reiknað var með, hafa ekki skilað sér.
Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 54 millj á fyrstu 6 mánuðum ársins.
- 25.2 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram drög að skiptingu skatttekna á milli málaflokka í rekstri á árinu 2023. Skiptingin byggir á áætlun ársins 2022 með þeim viðaukum sem búið er að gera við áætlunina.
- 25.3 2111213
[Brákarey - framtíðarskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2111213)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð þakkar fasteignaþróunarfélaginu Festir fyrir áhugann á verkefninu og frumkvæði á samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu í Brákarey.
Byggðarráð samþykkir að fara í samstarf við fasteignaþróunarfélagið Festir og felur sveitarstjóra að vinna að samningi þar að lútandi m.v. umræður á fundi og leggja fram á fundi byggðarráðs í ágúst. Lögð verði áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í skipulags- og hugmyndavinnu. Byggðarráð hefur væntingar til þess að nýtt rammaskipulag muni taka mið af því að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem muni laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa.
- 25.4 2201012
[Starfsmannamál 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2201012)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Framundan eru stór verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála í Borgarbyggð og kraftur í uppbygginu hjá heimilum og atvinnulífi. Byggðarráð styður þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaði til að tryggja öfluga aðkomu Borgarbyggðar að komandi verkefnum og samfellu í starfsemi sviðsins.
Tillögurnar eru fjórþættar og fela í sér eftirfarandi;
- Að stöðugildum í skipulags- og byggingadeild verði fjölgað um eitt og hálft og að gerður sé viðauki við fjárhagsáætlun 2022 til hækkunar á kostnaði um 5,2 m.kr.
- Að bein stjórnunarleg ábyrgð færist til sviðstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
- Að hluti verkefna þess, t.d. þjónustuver, færist beint undir sveitarstjóra.
- Að heiti sviðsins í skipuriti verði breytt í stjórnsýslusvið.
Þeim hluti tillaganna sem fela í sér breytingu á skipuriti er vísað til frekari umræðu á næsta fundi byggðarráðs.
- 25.5 2109182
[Málefni Safnahúss Borgarfjarðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2109182)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Í upphafi árs ákvað byggðarráð Borgarbyggðar að láta framkvæmda greiningu á starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar. Verkefnið fól í sér að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulag fyrir Safnahús Borgarfjarðar til næstu ára, þ.e. skilgreina hlutverk, framtíðarsýn, áherslur til næstu 3ja ára, meginmarkmið og nauðsynlegar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum.
Skýrslan gefur til kynna að það þarf að auka fjölbreytni ásamt því að nýta betur söfnin og safnkosti sveitarfélagsins. Eru þar lagðar fram megintillögur sem fela meðal annars í sér að móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn Safnahússins, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýslunni, nútímavæða bókasafnið með því að færa það í Hjálmaklett, gera náttúrugripasafn hluta af Landbúnaðarsafni, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss og munageymslu og endurskoða stjórnskipulag svo fátt eitt sé nefnt.
Byggðarráð felur forstöðumanni menningarmála að láta kostnaðarmeta umræddar megintillögur sem nefndar eru í skýrslunni ásamt því að hefja formlega viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.
- 25.6 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar áherslu á þjóðhagslegt mikilvægi góðra samgangna. Hins vegar hefur byggðarráð þungar áhyggjur af fram komnum hugmyndum um upptöku veggjalda í jarðgöngum landsins. Þau eru annað hvort einu samgönguæðarnar milli þéttbýliskjarna eða hafa nú þegar verið greidd upp að fullu með gjöldum af vegfarendum. Sérstaklega eru Hvalfjarðargöng mikilvæg samgönguæð fyrir íbúa og gesti Borgarbyggðar. Framkvæmd þeirra hefur nú þegar verið greidd upp.
Byggðarráð leggst eindregið gegn þeim kostnaðarauka fyrir íbúa og atvinnulíf í Borgarbyggð sem fælist í endurnýjun gjaldtöku um Hvalfjarðargöng og mismunun sem í hún hefði í för með sér.
- 25.7 2207112
[Stafræn stjórnsýsla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2207112)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð fagnar þessari viðbót í þjónustugátt sveitarfélagsins, sem styður við markmið sveitarfélagsins um að efla stafræna stjórnsýslu.
Borgarbyggð hefur einsett sér að að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun í þjónustu sveitarfélagsins. Í því felst að gera íbúum sem og öðrum viðskiptavinum kleift að sækja sér þjónustu sveitarfélagins á stafrænu formi. Er þetta sérstaklega mikilvægt í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð er.
- 25.8 2207151
[Ágangur sauðfjár á Skarðshömrum í Norðurárdal](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2207151)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð telur sig ekki geta orðið við beiðni um smölun að svo stöddu en mun leggja áherslu á varanlega lausn. Til dæmis frekari skoðun á beiðni fjallskilanefndar Þverárréttar um að nýta ákvæði í fjallskilasamþykkt er lýtur að því að skylda fjáreigendur til þess að reka fé á afrétt hafi þeir ekki fjárheldar girðingar í heimahögum.
Ljóst er að um er að ræða stórt hagsmunamál fyrir landeigendur og ímynd sauðfjárbænda og sveitarfélagsins í heild.
Thelma DÖgg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrálið.
- 25.9 2207149
[Umsókn um styrk vegna húsnæðis Nytjamarkaðarins](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2207149)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Með vísun í reglur um styrki vegna lokunar húsnæðis í Brákarey sem samþykktar voru á fundi byggðarráðs 10. mars 2022 óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum er varða styrkbeiðnina.
- 25.10 2009168
[Umræður um aðstöðu til iðkunar fótbolta að vetri til](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18782#2009168)Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð telur að bréf stjórnar knattspyrnudeildar sé afar þarft innlegg í yfirstandandi hugmyndavinnu um næstu íþróttamannvirki og þakkað er fyrir vel ígrundaða skoðun sem þar kemur fram. Bréfinu er vísað til bygginganefndar íþróttamannvirkja.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað með tilliti til þess að kostnaðarmeta möguleika á uppbyggingu knattspyrnuhúss. Tillaga að uppfærðu erindisbréfi verður lögð fram á næsta fundi byggðarráðs.
Bókun minnihlutans vegna uppbyggingar á íþróttaaðstöðu í Borgarnesi:
Um leið og minnihluti í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með áform meirihluta sveitarstjórnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðla þannig að öflugu íþróttamannlífi, þá höfum við áhyggjur af því að verið sé að fara í of miklar fjárfestingar miðað við getu sveitarfélagsins. Ef ætlunin er að ráðast í að byggja yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir sjö manna bolta mun það mögulega tefja aðra uppbyggingu íþróttamannvirkja, m.a. viðbyggingu við löngu sprungið parkethús.
Áform um fjárfestingar, í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, gera ráð fyrir lántökum uppá 1.000 milljónir. Bygging á yfirbyggðum knattspyrnuvelli, samtímis öðrum fyrirhuguðum fjárfestingum, þýðir að auka þarf lántöku sveitarfélagsins um 100% á þessu tímabili, eða um 1.000 milljónir.
Til að mögulegt sé að taka ákvörðun um byggingu knatthúss þarf að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins með hugsanlegum frestunum eða niðurfellingum á fjárfestingum, ásamt því að framkvæma mat á skuldaþoli sveitarfélagsins til lengri tíma.
Einnig viljum við benda á nauðsyn þess að staðarval verði skoðað út frá framtíðarskipulagi sveitarfélagsins og tækifærum knattspyrnudeildarinnar til að vaxa áfram.
Tillögur um Granastaði í þessu samhengi bjóða ekki upp mikla uppbyggingu utanhúss til framtíðar né liggur það fyrir hvort hægt sé að stækka húsið seinna, m.a. vegna kletts sem stendur á lóðinni.
Mikilvægt er að þegar farið er í þessa uppbyggingu sé tryggt að staðsetningin sé skoðuð á faglegan hátt og stækkun knattspyrnudeildarinnar til framtíðar geti byggst upp á einum og sama stað.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 603 Byggðarráð tekur undir að ávallt þurfi að huga að öryggismálunum á hjáleið um Berugötu. Þeirri umræðu lýkur ekki fyrr en að framkvæmd lokinni.
Byggðarráð styður tillögur frá áhaldahúsi um að mála áberandi merkingar um hámarkshraða á undirlag hjáleiðarinnar og beinir því til framkvæmdaaðila að kanna frekari merkingar, svo sem fjölgun skilta. Einnig var rætt um að lækka hámarkshraða úr 30 niður í 20 eða koma fyrir hraðahindrun á Berugötu.
=== 26.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 ===
2206008F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók SÓ.
Til máls tók SÓ.
- 26.1 2205069
[Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2205069)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Lagt fram til kynningar.
- 26.2 2206072
[Erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2206072)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Lagt fram. Nefndin felur deildarstjóra að vinna að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Uppfært erindisbréf verði lagt fyrir nefndina að loknum breytingum.
- 26.3 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Lagt fram til kynningar.
- 26.4 2206069
[Veggirðingar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2206069)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Umferð um Snæfellsnesveg (nr. 54) hefur stóraukist á undanförnum árum skv. mælingum Vegagerðarinnar og telja nefndarmenn að umferðaröryggi sé stefnt í hættu vegna ástands veggirðinga.
Umhverfis - og landbúnaðarnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að senda erindi á Innviða-og Matvælaráðuneyti í samræmi við umræður á fundinum.
- 26.5 1210076
[Samþykkt um búfjárhald](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#1210076)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að skrifa fréttatilkynningu og koma henni á heimasíðu sveitarfélagsins og aðra miðla.
- 26.6 2206070
[Umhverfisviðurkenningar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2206070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga líkt og verið hefur undanfarin ár.
- 26.7 2205062
[Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2205062)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Lagt fram.
- 26.8 2206071
[Deild umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla júní 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2206071)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Lagt fram
- 26.9 2206098
[Fundatími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18761#2206098)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34 Samþykkt að fundartími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar verði þriðja fimmtudag í mánuði.
Næsti fundur nefndarinnar er 18. ágúst 2022 kl. 13:00.
=== 27.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 ===
2206011F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók GLE.
Til máls tók GLE.
- 27.1 2205069
[Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18773#2205069)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 Nefndin þakkar fyrir upplýsandi erindi.
- Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri kynntu minnisblað um þjónustusamning milli Dalabyggðar og Borgarbyggðar. Fyrsti samningur um þjónustu Borgarbyggðar við Dalabyggð um þessa þætti var gerður árið 2006. Hann hefur verið endurskoðaður tvisvar síðan og byggir þjónustan nú á samningi frá árinu 2019. Mikil breyting hefur orðið á skyldum sveitarfélaga undanfarin á út frá breyttum áherslum og breytinum á lögum. Þannig hefur orðið aukning í flestum þjónustuáttum sveitarfélaganna sem heyra undir samninginn.
Út frá núverandi stöðu í málaflokknun og aðstæðum á fjölskyldusviði Borgarbyggðar leggur velferðarnefnd til við byggðaráð að samningurinn verði ekki endurnýjaður á núverandi grunni en Dalabyggð verði boðið til viðræðna um nýjan samning sem byggir á tillögu 2 sem kynnt er í minnisblaði. Tillagan felur í sér áframhaldandi samstarf um ákveðna þætti á breyttum forsendum.
- 27.3 2205083
[Fjárframlag mennta- og barnamálaráðherra til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18773#2205083)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 Erindið lagt fram til kynningar.
- 27.4 2203267
[Könnun móttaka flóttafólks](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18773#2203267)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 Farið yfir hvað felst í samræmdri móttöku flóttamanna. Borgarbyggð hóf undirbúning að tímabundinni móttöku flóttamanna á Bifröst í samstarfi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Háskólann á Bifröst, Rauða Krossinn, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og ýmsa aðra þjónustuaðila í Borgarbyggð í mars á þessu ári þegar ákveðið hafði verið að ráðuneytið myndi leiga húsnæði af Háskólanum á Bifröst fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Settur var á fót stýrihópur með starfsfólki Borgarbyggðar og mögulegum samstarfsaðilum og ráðinn verkefnastjóri og fleira starfsfólk til að halda utanum verkefnið. Fyrstu flóttamennirnir komu strax í byrjun apríl og hefur fjöldi þeirra farið allt upp í 130 í einu. Útlit er fyrir að þörf verið á móttökunni áfram næstu mánuði þar sem stríðsástand geysar ennþá í Úkraínu.
Velferðarnefnd telur ekki tímabært að ganga til samninga um samræmda móttöku flóttafólks meðan verkefnið um tímabundna móttöku á Bifröst er í fullum gangi.
- 27.5 2204019F
[Öldungaráð Borgarbyggðar - 7](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18773#2204019F)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 127 Fundargerð síðasta fundar ráðsins lögð fram til kynningar.
Samkvæmt beiðni ráðsins var fjallað sérstaklega um greiðslu fyrir fundarsetu í ráðinu. Velferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðaráðs.
=== 28.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 128 ===
2207018F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók GLE.
Til máls tók GLE.
- 28.2 1401005
[Reglur um fjárhagsaðstoð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18788#1401005)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 128 Velferðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að eftirfarandi breyting verði gerð á reglum Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð til að veita húsbúnaðarstyrk vegna sérstaklega erfiðra aðstæðna.
Greinin hljóði svo:
Styrkur vegna húsbúnaðar. Heimilt er að veita styrk til húsbúnaðarkaupa þeim, sem er eignalaus og haft hefur tekjur undanfarna þrjá mánuði sem eru við eða undir grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, eða tekjur sex undanfarna mánuði lægri en lágmarks atvinnuleysisbætur (100%).
a) Einstaklingi eða fjölskyldu sem hefur átt í miklum félagslegum erfiðleikum.
b) Ungum foreldrum sem eru að eignast sitt fyrsta barn og hafa átt við mikla félagslega erfiðleika að stríða, til þess að kaupa útbúnað vegna barnsins, s.s. vagn, rúm eða hliðstæðan búnað.
c) Sem er að stofna heimili eftir a.m.k. tveggja ára dvöl á stofnun.
Viðmiðunarmörk aðstoðar nema einni grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar (fyrir einn mánuð).
Húsbúnaðarstyrkir greiðast einu sinni.
- 28.3 1311136
[Forvarnarmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18788#1311136)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 128 Velferðarnefnd ræddi forvarnarmál varðandi geðheilbrigði og heilsueflingu hjá sveitarfélaginu og mikilvægi þeirra í forvörnum. Nefndin óskar eftir því að fá að kynningu á næsta fund velferðarnefndar á skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu. Nefndin ætlar að mynda sér afstöðu á næsta fundi um hvaða málefni hún vill leggja áherslu á.
- 28.4 1607129
[Þjónusta við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18788#1607129)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 128 Nefndin er upplýst um stöðumála í félagsstarfi eldriborgara. Mikilvægt er að greina þarfirnar fyrir starfsemina og eiga samtal við stjórn félagseldriborgara og eldri borgararáð um áherslu í félagsstarfi eldriborgara til framtíðar.
=== 29.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 ===
2206010F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók EMJ.
Til máls tók EMJ.
- 29.1 2205069
[Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18759#2205069)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Nefndin þakkar samskiptastjóra fyrir greinagóða yfirferð á fyrstu skrefum nefndarmanna og hlakkar til að takast á við komandi verkefni.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Nefndin telur nauðsynlegt að bæta því við verkefni nefndarinnar að starfa sem stjórn Safnahúss Borgarfjarðar. Jafnframt skuli breyta erindisbréfi til samræmis við að fundargerðir nefndarinnar séu nú undirritaðar rafrænt. Nefndin felur samskiptastjóra að leggja til slíkar breytingar og senda á byggðarráð til samþykkis samhliða því sem nauðsynlegt er að endurskoða samþykkt um stjórn Borgarbyggðar svo samræmi sé milli umræddra tveggja skjala.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2022.
- 29.4 2206059
[Val á listamanni Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18759#2206059)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Nefndin felur samskiptastjóra að kynna sér fyrirkomulagið hjá öðrum sveitarfélögum og stofnunum og leggja fyrir nefndina á næsta fund tillögur að reglum um val á listamanni Borgarbyggðar.
- 29.5 2205054
[Boð um listaverk Sigthoru Odins til kaups](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18759#2205054)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Nefndin þakkar fyrir sýndan áhuga á kaupi á myndlistaverkum en þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum kaupum á þessu fjárhagsári sér nefndin sér ekki fært á að samþykkja slík kaup að svo stöddu.
- 29.6 1910025
[Atvinnulíf Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18759#1910025)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36 Nefndin ræddi hugmyndir um hvernig megi styrkja enn frekar samstarf milli Borgarbyggðar og atvinnurekenda og ákvað að fela samskiptastjóra að undirbúa súpufundi í haust. Þar gefst hagsmunaaðilum tækifæri til þess að ræða um málaflokkinn og hvernig Borgarbyggð getur styrkt atvinnulífið í sveitarfélaginu með myndun atvinnusýnar til framtíðar.
=== 30.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 ===
2207009F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók EMJ.
Til máls tók EMJ.
- 30.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18783#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- 30.2 2109182
[Málefni Safnahúss Borgarfjarðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18783#2109182)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 Nefndin þakkar Þórunni fyrir komuna á fundinn og hlakkar til samstarfsins. Nefndin leggur til að Þórunn verði hér eftir áheyrnarfulltrúi á fundum nefndarinnar þegar menningarmál eru til umræðu.
Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs um að það þarf að láta kostnaðarmeta megintillögur sem fram koma í skýrslunni um framtíðarskipan Safnahúss Borgarfjarðar sem fela í sér eftirfarandi; móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn Safnahússins, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýslunni, nútímavæða bókasafnið með því að færa það í Hjálmaklett, gera náttúrugripasafn hluta af Landbúnaðarsafni, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss og munageymslu og endurskoða stjórnskipulag svo fátt eitt sé nefnt.
Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að leggja fram kostnaðaráætlun á fundi nefndarinnar í október ásamt því að hefja formlegar viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.
- 30.3 2206059
[Val á listamanni Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18783#2206059)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 Nefndin samþykkir framlagðar reglur um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 30.4 2206013
[Skýrslur styrkþega Menningarsjóðs 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18783#2206013)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 Nefndin þakkar forsvarsmönnum Föstudagsins Dimma fyrir erindið og frábæra hátíð í ár. Nefndin leggur ekki til að breytingar verði gerðar á lengd samninga fyrir árið 2023 en styrktarupphæðina þarf að skoða við gerð fjárhagsáætlunar sem fram fer í október.
- 30.5 2205020
[Almennar upplýsingar og hugmyndir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18783#2205020)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 37 Nefndin þakkar Hafþóri Gunnarssyni fyrir góða og þarfa yfirsýn á verkefnum samtakanna.
=== 31.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 ===
2206007F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DS.
Til máls tók DS.
- 31.1 2205069
[Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18757#2205069)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 Lagt fram til kynningar.
- 31.2 2205206
[Valfell L135022 - Breyting á aðalskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18757#2205206)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, fyrir sitt leyti, framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Tillagan tekur til breyttrar landnotkunar þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Ekki er um að ræða verulega breytingu á landnotkun og er breytingin ekki líkleg til þess að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stórt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar vegna endurbóta og lagnagerða í 1. áfanga Borgarbrautar (531) með vísan til framlagðra gagna.
- 31.4 2205062
[Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18757#2205062)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn um framlagða matsáætlun í samræmi við umræðu á fundinum.
- 31.5 2105052
[Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18757#2105052)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40 Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna á verkefninu.
=== 32.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 ===
2206014F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DS.
Til máls tók DS.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 í Munaðarnesi, samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 32.2 2109181
[Vallarás - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2109181)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Athafnasvæðið Vallarás, til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. 10. maí 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargsland - Deiliskipulag þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. í júní 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 32.4 2203252
[Miðháls 24 L187565 - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2203252)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsabyggð í landi Ánabrekku, 1. áfangi dags. 10.09.1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 05.04.2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Miðháls 24, þar sem nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,03 og hámarksstærð húss á lóð er 144 fm. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- 32.5 1903005
[Sólbakki athafnarsvæði, breyting á Deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#1903005)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarbyggð frá árinu 1999 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 28.04.2022.
Horfið var frá fyrra ferli grenndarkynningar þar sem óskir bárust sveitarfélaginu um breytta stærð og lögun byggingarreita.
Lóðir 30 og 31 eru minnkaðar, lóð 30a bætist við, lóðir 24a og 24b eru sameinaðar í lóð 24, lóð 26a og 26b eru sameinaðar í lóð 26. Nýtingarhlutfall lóða 24 og 26 verður 0,5. Kafli 5.6 í greinargerð fellur niður. Felld er niður kvöð um gróðurbelti í kafla 5.7. Byggingarreitir allra lóða eru rýmkaðir. Deiliskipulagsmörk breytast í samræmi við breytingarnar. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi í frístundabyggð Galtarholts 1, Stekkjarás frá 1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. apríl 2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Skógarvegur 3 (lnr. 186508) og telst vera óveruleg. Færa á byggingarreit og aðkomu norðar á lóðinni og byggingarmagn er aukið um 33 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Fjólukletti 1, 3, 9a, 9b, 11, 18, 20 og 22.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum sumarhúsanna Hreðavatn 1-10 og 21-32, Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland 35 og Rjóður.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Sæunnargötu 1, 2 og 3 og Berugötu 20 og 22.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum í Þórólfsgötu 7, 7a, 8 og 10 og í Böðvarsgötu 21, 23, 25 og 27.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Litli Kroppur 2, stærð 4,79ha úr landinu Litli-Kroppur L134433. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.
- 32.17 2112112
[Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Systrastapi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2112112)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Systrastapi, stærð 7155fm í allt úr landinu Akrar 4 L226820 og Akraland Móholt L193578. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Sumarbústaðarland.
- 32.18 2112111
[Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Jónstún](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2112111)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Jónstún, stærð 12223 fm úr landinu Akrar 4 L226820. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna jarðarinnar Refsstaðir L134510 inn í land Signýjarstaða L134512. Ekki er um að ræða breytingu á jarðamörkum aðliggjandi jarða.
- 32.20 2201021
[Jafnaskarðsskógsland L134887 - umsókn um nafnabreytingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2201021)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytingu á lóðinni Jafnaskarðsskógsland L134887 í Lynghagi.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að lóðinni hefur þegar verið úthlutað. Lóðarhafi hefur þegar framkvæmt jarðvegsskipti á lóð og er hún í notkun. Deildarstjóra er falið að hafa samband við umsækjanda varðandi málið.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.
- 32.23 2111217
[Krossnes L135934 - óleyfisframkvæmd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2111217)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á framfæri sjónarmiðum Borgarbyggðar vegna framræslu í landi Krossness. Skipulagsfulltrúa er falið að koma á fundi með landeigendum til viðræðna vegna málsins.
- 32.24 2205014F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 194](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2205014F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 194 lagður fram til kynningar.
- 32.25 2206005F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 195](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2206005F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 195 lagður fram til kynningar.
- 32.26 2206020F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 196](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18766#2206020F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 41 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 196 lagður fram til kynningar.
=== 33.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 ===
2207017F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DS.
Til máls tók DS.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi vinnslutillögu á breytingu á landnotkun 34,85 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar 2 skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar fyrirliggjandi vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 33.2 2208006
[Hótel Hamar - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2208006)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í 1,0 ha stækkun til suðurs á reit BL3 á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur). Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til breytinga á landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð F11 er nú 11,4ha að stærð en yrði 23,5ha eftir stækkunina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjölga um 17 lóðir í frístundabyggðinni.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 33.5 2201008
[Urriðaárland L191286 - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2201008)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Urriðaár frá árinu 2000 m.s.br. samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. júní 2022.
Breytingin tekur til byggingarreita tveggja lóða, Fjóluklettur 13 L215396 og Fjóluklettur 15 L215398. Legu byggingarreita er breytt sem bætir mögulega nýtingu lóðanna en umfang þeirra breytist ekki. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- 33.7 2205134
[Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2205134)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til eigenda. Málinu frestað fram til næsta fundar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 33.10 2207072
[Ósk um umsögn- Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2207072)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að gæta þurfi samræmis milli skipulagsmarka tillögunnar við afmarkanir nærliggjandi sveitarfélaga. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 að öðru leyti og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.
- 33.11 2207002F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2207002F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 197 lagður fram til kynningar.
- 33.12 2207012F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 198](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2207012F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 198 lagður fram til kynningar
- 33.13 2208003F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18786#2208003F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 42 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199
=== 34.Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 26 ===
2207013F
Fundargerðin framlögð.
- 34.1 2207146
[Verkaskipting nefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-raudsgilsrettar/18780#2207146)Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 26 Skipan í hlutverk nefndarmanna
Ingimundur Jónsson formaður
Kolbeinn Magnússon meðstjórnandi
Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir Ritari
- 34.2 2207147
[Tillaga um fund fjallskilanefnda](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-raudsgilsrettar/18780#2207147)Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 26 Samþykkt er að reyna að fá fund í fyrstu viku ágúst 2022. Ingimundur sér um að kalla til fundar nefnd og í framhaldi af þeim fundi verði haldinn fundur með bændum til að kynna umræðuefni funda.
- 34.3 2207148
[Álagning fjallskila 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-raudsgilsrettar/18780#2207148)Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 26 Næstu fundur fjallskilanefndar er ákveðin 12. ágúst og verða þá lögð á fjallskil og skipaður fulltrúi okkar í Sjálfseignarstofnun Arnarvatnsheiði og Geitlands.
=== 35.Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 47 ===
2206025F
Fundargerðin framlögð.
- 35.1 2206128
[Verkaskipting nefndar 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-oddsstadarettar-1/18771#2206128)Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 47 Nefndin skipti með sér verkum sem hér segir:
Formaður: Logi Sigurðsson
Varformaður: Ragnhildur Eva Jónsdóttir
Ritari: Haraldur Sigurðsson
- 35.2 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-oddsstadarettar-1/18771#2206129)Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 47 Fjallskilanefnd Oddsstaðaafréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri leit um eina viku haustið 2022. Fyrri leit verði þriðjudaginn 6. september og fyrri Oddsstaðarétt miðvikudaginn 7. september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
- 35.3 2008038
[Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-oddsstadarettar-1/18771#2008038)Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 47 Rætt um að færa fyrri leitir á helgi. Ákveðið að boða til fundar með þeim sem eiga upprekstrarrétt í haust og ræða þessi mál.
=== 36.Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49 ===
2206012F
Fundargerðin framlögð.
- 36.1 2206128
[Verkaskipting nefndar 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18763#2206128)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49 Formaður: Þorsteinn Viggósson
Varaformaður: Halldóra Jónasdóttir
Ritari: Pétur Ísleifur Sumarliðason
- 36.2 1904010
[Ystutungugirðing](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18763#1904010)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49 Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar fagnar því að unnið sé að samkomulagi við Skógræktina um yfirtöku Ystutungugirðingar. Nefndin ítrekar að mikilvægt er að samningur þar að lútandi verði undirritaður sem fyrst.
- 36.3 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18763#2206129)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49 Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri og seinni leitum um eina viku haustið 2022. Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
- 36.4 2206130
[Önnur mál fjallskilanefndar BS 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18763#2206130)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49 Rætt um viðhald og búnað í fjallhúsi. Samþykkt efniskaup sem samræmast viðauka í leigusamningi við Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og fjárhagsáætlun.
Rætt um samræmingu í álagningu fjallskila innan sveitarfélagsins.
Rætt um fyrirkomulag leita.
=== 37.Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 ===
2206017F
Fundargerðin framlögð.
- 37.1 2206128
[Verkaskipting nefndar 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206128)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Formaður: Þuríður Guðmundsdóttir
Varaformaður: Ingi Björgvin Reynisson
Ritari: Thelma Harðardóttir
- 37.2 2206156
[Samþykktir og reglugerðir er varða fjallskilanefnd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206156)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Fjallskilasamþykkt, girðingalögin og samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð.
- 37.3 2206160
[Viðhald Þverárréttar, girðinga og annarra mannvirkja](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206160)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Skipt verður um jarðveg inni í almenningnum á Þverárétt. Grétar Þór Reynisson hefur verið ráðinn í verkið. Sótt var í Styrktarvegasjóð Vegagerðarinnar á síðasta ári og fengum við úthlutað pening þaðan. Unnið verði áfram að því að laga vegina frá Kvíum að fjallgirðingu og frá Örnólfsdal og að fjallgirðingu.
Búið er að ráða menn í viðhald fjallgirðinganna og eru þeir byrjaðir á þeim verkum.
- 37.4 2206161
[Fé sleppt á afrétt 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206161)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Þar sem tíð hefur verið góð í vor og lítur vel út með gróður var ákveðið að flýta sleppingum á afrétt þetta vorið og má fara með fé núna 15 júní.
- 37.5 2206129
[Flýting leita 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206129)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Samþykkt að óska eftir að flýta öllum leitum í haust.
Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir heimild til að flýta öllum leitum um eina viku haustið 2022.Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september.
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
- 37.6 2206162
[Fjallskilasamþykkt](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206162)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Fjallskilanefnd Þverárréttar, vill taka til athugunar að fara yfir Fjallskilasamþykkt þá sem er í gildi núna. Leitir færast mikið til milli ára og eru á tímabili mjög seint. Spurning að finna annan tíma til að miða við leitartímann en 12 og 13 til 18 og 19 september. Einnig fleiri atriði sem mætti athuga.
- Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir því að sveitarstjórn nýti heimild 6. gr. fjallskilasamþykktar og skyldi ábúendur jarða í fjallskilaumdæmi Þverárréttar sem afnotarétt hafa, til að flytja fé sitt á fjall, nema fjárheld girðing sé til staðar á heimalandi.
- 37.8 2206165
[Fjallskilaseðill 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18764#2206165)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63 Stefnt er að því að senda fjallskilaseðil út strax eftir verslunarmannahelgi.
=== 38.Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 29 ===
2207016F
Fundargerðin framlögð.
- 38.1 2207157
[Verkaskipting nefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-kaldarbakka-og-myrdalsrettar/18781#2207157)Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 29 Formaður Ásbjörn Pálsson, varaformaður Þórður Gíslason og ritari Sigrún Ólafsdóttir.
- Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 29
Fundi slitið - kl. 17:20.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku, SBG.