Fjarðabyggð
Íþrótta- og tómstundanefnd - 102
**1. 2208009 - Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun**
|Í Fjarðabyggð eru engin börn á flótta á þessum tímapunkti|
**2. 2207087 - Átak í að kynna trérennismíði**
|Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á að taka á móti sjálfboðaliðum frá félagi trérennismiða á Íslandi og felur Eyrúnu Gunnarsdóttur stjórnanda tómstunda að vinna málið áfram. Eyrún mun síðan vísa málinu áfram til öldungaráðs. |
**3. 2203101 - Ungmennaráð 2022**
|Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir tillöguna og leggur áherslu á að lýðræðislegt val/kosning fari fram í öllum skólum ´Fjarðabyggðar. Stjórnanda tómstundamála Eyrúnu Gunnarsdóttur er falið að kynna störf ungmennaráðs og skipuleggja kosningar. |
[Minnispunktar um starf ungmennaráðs 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=HnUearrUhEuG04ik2wlbQ&meetingid=OY_o16nOn0W_FrT9nFlseQ1
&filename=Minnispunktar um starf ungmennaráðs 2022.pdf)
**4. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð**
|Til næsta fundar|
[Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WIpzXpHBkaC7ue91RuX7A1&meetingid=OY_o16nOn0W_FrT9nFlseQ1
&filename=Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf)
**5. 2208014 - Íþróttahús Reyðarfjarðar - Opnunartími**
|Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að opnun verði óbreytt að svo stöddu en að mikilvægt sé að rýna reksturinn og opnun líkamsræktastöðva í öllum kjörnum Fjarðabyggðar í fjárhagsáætlunargerð 2023. |
[Deildarstjóri leggur til umræðu opnunartíma íþróttahús Reyðarfjarðar og mönnunarkostnað..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=clnMFIR2E2mDDYr87swIQ&meetingid=OY_o16nOn0W_FrT9nFlseQ1
&filename=Deildarstjóri leggur til umræðu opnunartíma íþróttahús Reyðarfjarðar og mönnunarkostnað..pdf)