Mosfellsbær
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 39
==== 17. ágúst 2022 kl. 12:05, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson varaformaður
- Helga Möller aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson aðalmaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Vinabæjarráðstefna í Skien í september 2022. ==202206745
Boð á vinabæjarráðstefnu í Skien 21.til 23. september 2022.
Menningar- og nýsköðunarnefnd þakkar Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur fyrir kynningu á dagskrá vinabæjarráðstefnunnar og staðfestir þátttakendur Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað .
Þátttakendur fyrir hönd Mosfellsbæjar á vinabæjaráðstefnu 21. -24.september 2022 verði:
Anna Sigríður Guðnadóttir, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi S lista
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra
Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi D lista
Hrafnhildur Gísladóttir, formaður menningar- og nýsköpunarnefndar og fulltrúi B lista
Hugrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri þjónustu- og samskiptadeild og ritari vinabæjasamstarfs
Á Lista- og menningarhátíðin NART
Tillaga kom fram þann 16.ágúst 2022 frá Skien um þátttöku kennara í listaskólum vinabæja. Nöfn þátttakenda er enn í vinnslu.
Til þátttöku í Unglingaverkefni vinabæja 21.- 24.september 2022:
Arnór Orri Atlason - Lágafellsskóla
Birta Líf Rúnarsdóttir - Kvíslarskóla
Eyrún Birna Bragadóttir- Helgafellsskóla
Haukur Helgi Högnason - Lágafellsskóla
Ásdís Reynisdóttir Hólm - hópstjóri ungmenna
== 2. Í túninu heima 2022 ==202206744
Kynning á dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2022.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar Hilmari Gunnarssyni fyrir munnlega kynningu á vinnu við mótun dagskrár bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2022.
== 3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022 ==202206743
Tilnefningar til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 20222.
Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2022 Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2022. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram.
Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2022 fer fram.