Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1545
==== 18. ágúst 2022 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Þóra M. Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Norræna félagið vegna Höfuðborgarmóts og kynningar á félaginu ==202208311
Erindi Norræna félagsins vegna Höfuðborgarmóts og kynningar á félaginu.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að funda með bréfritara.
== 2. Umsagnar óskað um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16 ==202207202
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við að fyrirtækið hljóti starfsleyfi ökutækjaleigu fyrir stakt ökutæki í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar og umsögn skipulagsfulltrúa.
== 3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 ==202203832
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og Hallgrímur Skúli Hafsteinsson, verkefnastjóri veittu upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.