Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 224
**1. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu**
|Lagt til að málinu verði vísað til byggðarráðs.|
Samþykkt samhljóða.
[Uppsögn á samningi um félagsþjónustu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=5mH7GnFiK0igxa1yX5QF_A&meetingid=8PNSWQJ4AEqWRqobjuIwYA1)
**2. 2208004 - Vegamál**
|Bókun varðandi Laxárdalsheiði lögð fram:|
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegagerðina að huga að því að samhliða langþráðum endurbótum á veginum yfir Laxárdalsheiði verði horft til þess að endurbæta og tvöfalda þær brýr sem á leiðinni eru.
Það er ekki ásættanlegt að áfram verði einbreiðar brýr sem muna sinn fífil fegurri með blikkandi ljósum eftir að þessi mikilvæga leið hefur verið endurbætt.
Til máls tóku: Garðar, Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.
Bókun varðandi Skógarstrandarveg lögð fram:
Skógarstrandarvegur, vegur 54 í vegakerfi Íslands, gegnir lykilhlutverki í því að tengja saman Dali og Snæfellsnes. Skógarstrandavegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags. Skógarstrandarvegur, með þverun Álftafjarðar, er forsenda fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga við Breiðafjörð og góðri tengingu Snæfellsness, Dala, Vestfjarða og Norðurlands.
Nú er uppi algerlega óásættanleg staða hvað þessa mikilvægu vegtengingu varðar þegar einstaka ferðaþjónustufyrirtæki hafa bannað sínum ökumönnum og fararstjórum að aka þessa leið sökum þess hvað vegurinn er í slæmu ástandi.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórnvöld að líta á þessa stöðu sem neyðarástand og veita sérstöku fjármagni til þessa vegar þannig að á næstu 2 árum verði lokið lagningu bundins slitlags á veg 54.
Samþykkt samhljóða.
[Sveitarstjórn Dalabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=gRUiKFgnmkKQZBys8WBrAg1&meetingid=8PNSWQJ4AEqWRqobjuIwYA1)
**3. 2205017 - Fjallskil 2022**
|Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar fyrir utan álagningu Fellsstrandar sem verði vísað aftur til byggðarráðs til leiðréttingar.|
Til máls tóku: Þuríður, Eyjólfur.
**4. 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags**
**5. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi**
|Lagt til að ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar verði staðfest.|
Samþykkt samhljóða.
**6. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir**
**7. 2206003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 292**
|Samþykkt samhljóða.|
**8. 2206005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 293**
|Samþykkt samhljóða.|
**9. 2207002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 294**
|Samþykkt samhljóða.|
**10. 2207005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 295**
|Samþykkt samhljóða.|
**11. 2207008F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 128**
|Samþykkt samhljóða.|
**11.1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar**
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina.
**11.2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík**
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda varðandi verkefnið.
**11.3. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og vinna málið áfram. Nefndin bendir þó á að sveitarfélög ákvarða ekki um lögbýlisrétt.
**11.4. 2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK**
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar og bréfið tekur undir sjónarmið bréfritara um verklag framkvæmdarinnar og varðandi grenndarkynningu. Samkvæmt yfirlýsingu Rarik, sem fjallað er um í lið 6 á þessum fundi er þessi ráðstöfun tímabundin.
**11.5. 2206037 - Umsókn um byggingarleyfi**
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ábendinguna. Við umfjöllun um byggingarleyfið á sínum tíma þótti nefndinni jákvætt að nýtt hús skyggði ekki á útsýni frá þeim fasteignum sem fyrir eru.
**11.6. 2112015 - Bakkahvammur breyting á deiliskipulagi**
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
**11.7. 2207009 - Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð.**
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ítarlegt svar.
**12. 2208001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 62**
|Samþykkt samhljóða.|
**12.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022**
Rætt um stöðu mála á Silfurtúni í ljósi fjarveru hjúkrunarframkvæmdastjóra. Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi um hvernig verði haldið á málum á Silfurtúni meðan á fjarveru starfsmannsins varir.
Einnig var samþykkt að fela sveitarstjóra að semja við formann stjórnar um tímabundið 20% starfshlutfall varðandi umsjón með starfsmannahaldi og samskipti við Sjúkratryggingar Íslands ásamt öðru tilfallandi er varðar daglega umsýslu í þágu Silfurtúns.
Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að finna lausn á því hvernig hagað verði vöktum hjúkrunarfræðings/a í fjarveru hjúkrunarframkvæmdastjóra.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa starfsfólk og heimilismenn um stöðu mála um leið og málin skýrast frekar.
**13. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.**
|Til máls tók: Björn Bjarki|
[2022, 18.ágúst.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Jmm_pMLYQEyGvASOymS1tA&meetingid=8PNSWQJ4AEqWRqobjuIwYA1)