Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Framlögð gögn um breytingar á framkvæmd úrgangsstjórnunar sem gefin hafa verið út ásamt minnisblaði. Fulltrúar Íslenska Gámafélagsins sitja fund nefndarinnar undir þessum lið, til að ræða áskoranir og möguleika í úrgangsmálum og sorphirðu sveitarfélaga.
=== 2.Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum - stuðningsverkefni ===
2109147
Lagt fram til kynningar boð á upplýsingafund Sambands íslenskra sveitarfélag um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022 ===
2206259
Framlagt fundarboð á Ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður 10. nóvember 2022.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að deildarstjóri umhverfis-og framkvæmdamála sitji þennan fund.
=== 4.Erindi um hundagerði á Hvanneyri ===
2206234
Framlögð beiðni um hundagerði á Hvanneyri.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis-og framkvæmdadeild að kanna möguleika á uppsetningu hundagerðis á Hvanneyri. Starfsfólki er falið að hafa samband við Landbúnaðarháskóla Íslands og leggja mat á kostnað við slíka framkvæmd.
=== 5.Ályktun frá Búnaðarfélagi Lunddæla ===
2208117
Framlögð ályktun frá Búnaðarfélagi Lunddæla.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd hafnar erindinu en telur mikilvægt að skoða þessi mál heildstætt við gerð næstu útboðsgagna fyrir úrgangsþjónustu sveitarfélagsins.
=== 6.Deild umhverfis-og framkvæmdamála ágúst 2022 ===
2208130
Lögð fram samantekt um helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að afla frekari gagna, m.a. um möguleika á frekari flokkun á grenndarstöðvum, innleiðingu "borgað-þegar-hent-er" kerfis og mögulegum útfærslum á gjaldskrá. Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.