Fjarðabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5
**1. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða**
|Meðfylgjandi er erindi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Fjarðabyggðar og hafnarstjórnar á tillögu um strandsvæðisskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. september næst komandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera umsögn fyrir hönd Fjarðabyggðar og kynna fyrir nefndinni á fundi 6. |
| |
__Gestir__
|Jón Björn Hákonarson - 16:00|
**2. 2208038 - Strandgata 18a 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 18a á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.|
**3. 2208037 - Strandgata 18b 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 18b á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.|
**4. 2208039 - Strandgata 16 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 16 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.|
**5. 2208035 - Egilsbraut 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Egilsbraut 6|
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Pan ehf, dagsett 9. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á verslunarhúsnæði Pan á lóð við Egilsbraut 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
**6. 2208018 - Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð**
|Ný grenndarkynning vegna breytinga á lóðunum Hrauntúni 1-9, Breiðdalsvík lögð fram til samþykktar. Fyrri grenndarkynning var kynnt á 4.fundi umhverfis- og skipulagsnefndar en hún var dregin til baka vegna athugasemda. Ný grenndarkynning kynnt með sama fyrirkomulagi og fyrri, allar undirskriftir liggja fyrir. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir grenndarkynninguna.|
**7. 2208117 - Umsókn um lóð að Hrauntúni 7-9**
|Róbert Óskar Sigurvaldason sækir um lóð að Hrauntúni 7-9 Breiðdalsvík fyrir parhús. Umsóknin kemur í kjölfar grenndarkynningar sem gerð var fyrr í ágúst. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.|
**8. 2207134 - Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21**
|Malbikunarstöð Austurlands sækir um lóð að Hjallaleiru 21, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. |
**9. 2208090 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi**
|Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá Inga Vilbergssyni varðandi Austurveg 59c, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að útbúa lóðarblað og gera nýjan lóðarleigusamning.|
**10. 2208036 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi**
|ÞR Eignir ehf. óska eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi á Hafnargötu 7, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.|
**11. 2208073 - Norðfjarðarflugvöllur**
|Lögð fram til kynningar beiðni frá Isavia um endurnýjun girðingar á suðurkanti Norðfjarðarflugvallar.|
**12. 2208027 - Umsókn um lóð Öldugata 730**
|Á fundi 4. hjá umhverfis- og skipulagsnefnd var lóðarumsókn frá Rarik varðandi spennistöð við Öldugötu lögð fyrir. Þeirri umsókn var hafnað í ljósi óheppilegrar staðsetningar og skipulags- og umhverfisfulltrúa var falið að finna nýja staðsetningu fyrir spennistöðina í samráði við Rarik. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nýja framlagða tillögu lóðar.|
**13. 2207091 - Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9**
|Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um lóð að Daltúni 9 og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út lóðarblað.|
**14. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730**
|Á fundi 4. hjá umhverfis- og skipulagsnefnd var lóðarumsókn frá Rarik varðandi spennistöð við Heiðarveg lögð fyrir. Þeirri umsókn var hafnað í ljósi óheppilegrar staðsetningar og skipulags- og umhverfisfulltrúa var falið að finna nýja staðsetningu fyrir spennistöðina í samráði við Rarik. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu í Efstagerði 1-3-5-7.|