Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 30
**1. 2208002 - Kosning varaformanns atvinnumálanefndar**
|Bjarnheiður Jóhannsdóttir er kjörin varaformaður nefndarinnar.|
Samþykkt samhljóða.
**2. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð**
|Linda fer yfir verkefnið DalaAuður ásamt framkvæmd íbúafundar 23.08.2022.|
Opnað verður fyrir umsóknir í frumkvæðissjóð um mánaðarmót.
Nefndin fylgist áfram með framvindu verkefnisins og leggur til aðstoð eftir þörfum.
|Linda Guðmundsdóttir var gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 2.|
**3. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar**
|Svavar fer yfir stöðu og framtíðarhorfur í sauðfjárrækt í Dalabyggð.|
Umræður m.a. um rekstrarkostnað, rekstrarforsendur, sláturverð, sláturleyfishafa, loftslagsmál og fl.
Staðan er alvarleg þrátt fyrir þær hækkanir á afurðaverði sem komið hafa fram.
|Svavar M. Jóhannsson var gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 3.|
**4. 2208003 - Stefna atvinnumálanefndar 2022-2026**
|Nefndin ræðir samþættingu stefnu við áherslur og verkefni í DalaAuði, uppsetningu námskeiða/fræðsluerindi vegna atvinnumála í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, gestkomur á fundi nefndarinnar, samráðsvettvang atvinnurekenda í Dalabyggð.|
Nefndin vinnu áfram með stefnuna.
Fundir nefndarinnar verði miðaðir við mánudag í 4. viku hvers mánaðar.
**5. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022**
|Lagt fram til kynningar|
[Atvinnuleysi-juli-22-toflur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=nKLxVcTzE23m3OPFbr1Q&meetingid=UJmeKGJTmkCC1K08PRznHw1)
[atvinnuleysi_2022_jan-jul.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=6wHDnkuEkkq9yFaua3nqA&meetingid=UJmeKGJTmkCC1K08PRznHw1)