Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 606. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Íbúðarbyggð í dreifbýli ===
2208181
Fyrirspurnum vegna íbúðarbyggðar í dreifbýli annars vegar og flutnings á lögheimilis í frístundabyggðir hins vegar hefur fjölgað að undanförnu. Óskað er eftir afstöðu byggðarráðs.
Það er ánægjulegt að sífellt fleiri kjósa að búa um skemmri eða lengri tíma í Borgarbyggð. Hröð fjölgun starfa án staðsetningar og heilsársfrístundahús ýtir undir þessa þróun. Það liggur hins vegar ekki fyrir nýtt kostnaðar- og ábatamat, né mat á félagslegum áhrifum þess, að taka frekari skref í þá átt að fjölga íbúðarhúsnæði á svæðum sem nú eru skilgreind í dreifbýli. Byggðarráð telur að slíkt mat þurfi að liggja fyrir áður en ný svæði verða samþykkt, sem hafa ekki áður fengið samþykki sveitarstjórnar. Byggðarráð fer þess við leit við sveitarstjóra að framkvæma slíkt eða hafa frumkvæði að því að slíkt mat verði unnið á samstarfsvettvangi sveitarfélaga. Byggðarráð óskar eftir því að sveitarstjóri leggi fram drög að minnisblaði um hvernig þeirri vinnu verði háttað, ásamt tímalínu, á næsta fundi byggðarráðs.
=== 2.Eignasjóður Þorsteinsgata 5 ===
2205061
Sveitarfélagið festi kaup á eigninni að Þorsteinsgötu 5 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýtt íþróttahús í Borgarnesi. Leigusamningar vegna hluta húsnæðisins eru að losna. Áhugi hefur verið á húsnæðinu og er málið lagt fyrir byggðarráð til ákvörðunar hvernig nýta eigi húsnæðið þar til framkvæmdir hefjast vegna nýs íþróttahúss.
Byggðarráð styður að íbúðum í húsinu verði eftir fremsta megni haldið í útleigu en að þess verði gætt í leigusamningum að Borgarbyggð geti leyst íbúðirnar til sín úr útleigu með skömmum fyrirvara. Byggðarráð leggur til að þeir hlutar fasteignar í Þorsteinsgötu 4, sem lausir eru til útleigu hverju sinni verði boðnir UMSB sem sjái um ákvörðun hvað varðar útleigu til íþróttafélaga. Sveitarstjóra er falið að útbúa drög að leigusamningum vegna leigunnar og vera í sambandi við UMSB vegna málsins.
Bjarney Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bjarney Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
=== 3.Eignasjóður GBF Varmalandi ===
2203179
Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun vegna brýns viðhalds sem þarf að fara í á þessu ári í Varmalandsskóla.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita tilboða í brýnasta viðhald í Varmalandsskóla á grundvelli framlagðs kostnaðarmats. Fyrir næsta byggðarráðsfund er óskað eftir mati á áhrifum á fjárhagsáætlun.
Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggða mætti til fundarins í gegnum fjarfundabúnað
Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggða mætti til fundarins í gegnum fjarfundabúnað
=== 4.Borgarbraut 57-59 - Bréf v. frárennslis ===
1902181
Afgreiðsla 600. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
"Sveitarstjóra er falið að ljúka við samkomulag við Hús og Lóðir ehf. á grundvelli framlagðs samkomulags og í samræmi við umræður á fundinum."
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á samningnum sem lagður er fram að nýju til samþykktar.
"Sveitarstjóra er falið að ljúka við samkomulag við Hús og Lóðir ehf. á grundvelli framlagðs samkomulags og í samræmi við umræður á fundinum."
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á samningnum sem lagður er fram að nýju til samþykktar.
Byggðarráð óskar eftir því að frekari upplýsingar verði veittar um réttarstöðu sveitarfélagsins og er afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar byggðarráðs.
=== 5.Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 ===
2208183
Framlagt til kynningar minnisblað frá Sambandi sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til að kynna sér efni minnisblaðsins.
=== 6.Samskiptasáttmáli fyrir sveitarstjórn ===
2208184
Til umræðu að semja samskiptasáttmála fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samskiptasáttmála og leggja fyrir byggðarráð. Við þá vinnu skal haft í öndvegi að gagnkvæm virðing einkenni ávallt samskipti í sveitarstjórn, að unnið sé að skilvirkni og ábyrgð að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og samfélagsins í heild og að samskipti séu með þeim hætti að virðing, áhugi og skilningur íbúa á sveitarfélaginu og starfi kjörinna fulltrúa séu höfð í huga. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn hittist á vinnufundi og klári vinnuna.
=== 7.Beiðni um styrk í Þinghamar fyrir skjávarpa og tölvu ===
2208154
Erindi frá húsnefnd Þinghamars þar sem óskað er eftir skjávarpa og tölvu í Þinghamar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við stjórn húsnefndar Þinghamars með það fyrir augum að verða að ósk hennar um bætta fundaaðstöðu enda hún til þess fallin að auka notagildi og tekjumöguleika hússins.
=== 8.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir ===
2001118
Kynning á Ljósleiðara Borgarbyggðar ehf., uppbyggingu og stöðu framkvæmda. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri mætir til fundarins.
Til fundarins mætti Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Borgarbyggðar hjá Ljósleiðara Borgarbyggðar. Hann fór yfir stöðuna, framvindu og kynnti áætlanir um verklok. Þau eru áætluð í lok nóvember 2022.
=== 9.Skorradalshreppur - samningar ===
2012111
Framlagðir til staðfestingar undirritaðir samningar dags 22. ágúst 2022 vegna þjónustu Borgarbyggðar við Skorradalshrepp.
Byggðarráð samþykkir framlagða samninga vegna þjónustu Borgarbyggðar við Skorradalshrepp með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:15.