Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarstjórn
|
|
**1. ** |
|
**Fráveitumál sumarhúsa í Vaðlaborgum og Veigahalli - 2008004**
|
||
|
Árið 2020 barst erindi frá Rekstrarfélagi Vaðlaborga og Veigahalls vegna fráveitumála sumarhúsa. Niðurstöður skipulags- og byggingafulltrúa kynntar fyrir sveitarstjórn.
|
||
|
*Farið yfir drög af svarbréfi vegna erindis Rekstrarfélags Vaðlaborga og Veigahalls. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi rekstrafélagsins.*
|
|
|
||
|
|
|
Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir næsta lið.
|
|
**2. ** |
|
**Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003**
|
||
|
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Sólbergs rann út 2. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabilinu.
|
||
|
*Athugasemdafrestur vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Sólbergs rann út 2. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer. *
1. erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi bendir á að mikið er af tengingum við Grenivíkurveg er og stutt á milli þeirra á þessu svæði. Því er ekki svigrúm til að bæta við fleiri tengingum verði frekari uppbygging á svæðinu eða aðliggjandi svæðum. Því þarf í framtíðinni að vera mögulegt að tengja við nýjan veg verði frekari uppbygging.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að kvöð um aðkomurétt að lóðum og landi á skipulagssvæðinu og ofan þess sé bætt við deiliskipulagið. Ennfremur verði áréttuð í deiliskipulaginu krafa aðalskipulags um að tryggja skuli aðgengisrétt um svæðið vegna göngu- og hjólastíga (kafli 4.3.3 í greinargerð Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020).
2.erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Sendandi bendir á að veitulagnir og dælustöð séu á skipualgssvæðinu.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að veitulagnir og dælustöð á svæðinu séu merktar inn á skipulagsuppdrátt.
Athugasemd b) Sendandi áréttar að ef færa þarf veitulagnir vegna framkvæmdaráforma falli kostnaður vegna færslunnar á þann sem breytinganna óskar.
Athugasemd sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að áréttað skuli í greinargerð deiliskipulagsins að ef færa þurfi núverandi lagnir á svæðinu vegna framkvæmdaáforma þá beri framkvæmdaraðilinn kostnað vegna breytinganna.
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýstar skipulagstillögur í erindi Minjastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýstum aðal- og deiliskipulagstillögum skuli breytt eins og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum 1a, 2a og 2b, og að svo breyttar skipulagstillögur séu samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að annast uppfærslu skipulagsgagna og að svo búnu fullnusta gildistöku skipulaganna.
|
|
|
||
|
|
|
**3. ** |
|
**Hallland 15 - 2205004**
|
||
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Harðarsyni sem fyrir hönd lóðarhafa Halllands 15 sækir um breytingu á byggingarreit lóðarinnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Rögnvaldi dags. 26.01.2022
|
||
|
*Sveitarstjórn samþykkir að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.*
|
|
|
||
|
|
|
**4. ** |
|
**Leifshús - umsögn vegna umsóknar byggingarleyfis - 2208017**
|
||
|
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna byggingarleyfi í landi Leifshúsa.
|
||
|
*Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt byggingarleyfi verði veitt.*
|
|
|
||
|
|
|
**5. ** |
|
**Ráðning starfsmanns í Álfaborg - 2208015**
|
||
|
Beiðni frá leikskólastjóra um aukið stöðugildi vegna fjölgunar barna í leikskólanum Álfaborg.
|
||
|
*Sveitarstjórn samþykkir beiðni leikskólastjóra um að fjölga um eitt starfsgildi vegna fjölgunar barna í leikskólanum. *
|
|
|
||
|
|
|
**6. ** |
|
**Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005**
|
||
|
Erindi frá Ingu Árnadóttur starfsmanni bókasafns vegna reksturs bókasafns og nýtingu húsnæðis.
|
||
|
*Sveitarstjórn fór yfir erindi bréfsins. Framtíðar skipulag bókasafnsins verður mótað samhliða fjárhagsáætlunarvinnu sem hefst í september. *
|
|
|
||
|
|
|
**7. ** |
|
**Samningur N4 - SSNE fh sveitarfélaga 2022 - 2208012**
|
||
|
Meðfylgjandi eru samningsdrög að samningi milli N4 og sveitarfélaga innan SSNE. Í drögunum er gert ráð fyrir að SSNE muni gera og undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna.
|
||
|
*Samningur lagður fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að vinna málið áfram í samvinnu með SSNE.*
|
|
|
||
|
|
|
**8. ** |
|
**Ráðning sveitarstjóra - 1806009**
|
||
|
Ráðningarsamningur sveitarstjóra lagður fram til samþykktar.
|
||
|
*Sveitarstjórn samþykkir ráðningarsamninginn. *
|
|
|
||
|
|
|
**9. ** |
|
**Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014**
|
||
|
Drög að dagskrá fjárhagsáætlunarvinnu kynnt fyrir sveitarstjórn.
|
||
|
*Hafinn er undirbúningur vegna vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta árs.*
|
|
|
||
|
|
|
**10. ** |
|
**Fundargerð stjórnar SSNE 2022 - 2208013**
|
||
|
39. fundargerð stjórnar SSNE árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
|
||
|
*Fundargerð lögð fram til kynningar. *
Aukaþing SSNE verður haldið 23. september næstkomandi.Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps á Aukaþinginu eru Gestur J. Jensson oddviti og Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri.
Gestur J. Jensson fer með kjörbréf fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.
|
|
|
||
|
|
|
**11. ** |
|
**2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008**
|
||
|
Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 271 lögð fram til kynningar
|
||
|
*Fundargerð lögð fram til kynningar.*
|
|
|
||
|
|
|
**12. ** |
|
**Fundargerð HNE 2022 - 2208016**
|
||
|
Fundargerðir nr. 223,224 og 225 stjórnar HNE, lagðar fram til kynningar.
|
||
|
*Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. *
|
|
|
||
|
|
|
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir mál frá skipulags og byggingarfulltrúa fyrir með afbrigðum.
|
|
**13. ** |
|
**Hótel Sveinbjarnargerði viðbygging 2022 - 2208018**
|
||
|
Byggingarfulltrúi fer fram á umsögn sveitarstjórnar um byggingarleyfisumsókn Sólfjörð Hótel ehf. vegna viðbyggingar við Hótel Sveinbjarnargerði. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 2022-03-30.
|
||
|
*Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við byggingaráformin.*
|
|
|
||
|