Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1547
==== 1. september 2022 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Þóra M. Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Erindi til bæjarráðs vegna Skógarnes ==202208643
Erindi Örnu Gerðar Bang fh. íbúa við Reykjaveg 57 þar sem kannaður er áhugi Mosfellsbæjar á að kaupa skógarreitinn Skógarnes, lnr. 123754.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.
== 2. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ ==202208649
Nýjir körfuboltavellir í Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra. Einn bæjarfulltrúi D lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
== 3. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisneytisins um nýtingu vindorku ==202208650
Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið.
Erindið lagt fram og samþykkt með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
== 4. Kæra til ÚÚA vegna frágangs á svæði við Ástu-Sólliljugötu 19-21 ==202208722
Kæra til ÚÚA vegna lóðarfrágangs við Ástu-Sólliljugötu 19-21.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni bæjarins í málinu.
== 5. Synjun þinglýsingarstjóra á leiðréttingu þinglýsingar borin undir héraðsdóm ==202204145
Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.
Halla Karen Kristjánsdóttir vék sæti við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Aldís Stefánsdóttir varamaður tók sæti í málinu í hennar stað. Lovísa Jónsdóttir tók við stjórn fundarins.
Úrskurðurinn lagður fram og kynntur.
Bókun D og L lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vina Mosfellsbæjar í bæjarráði fagna afgerandi niðurstöðu héraðsdóms í málinu.
Þessar tilhæfulausu kröfur af hálfu málsækjenda hafa gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að úthluta lóðum í 5. áfanga Helgafellshverfis í Mosfellsbæ með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir Mosfellsbæ. Vonandi er mál að linni.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar fagnar niðurstöðu héraðsdóms en furðar sig á bókun Vina Mosfellsbæjar og Sjálfstæðisflokksins með tilliti til þess að það er réttur hvers borgara í réttarríki að sækja mál sitt fyrir dómi.
== 6. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks- bókun stjórnar ==202208758
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
== 7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 ==202105196
Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 6 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022. Viðaukinn felur í sér að áætlaður launakostnaður hækkar um 67 m.kr. vegna áhrifa kjarasamninga. Breytingunni er mætt með hækkun skammtímaskulda.
== 8. Rekstur deilda janúar til júní 2022 ==202208733
Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2022 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton fjármálastjóri fór yfir yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2022.
Bókun B, C og S lista:
Það lá ljóst fyrir þegar meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar tók við í Mosfellsbæ að sveitarfélagið væri skuldsett vegna fjárfestinga síðustu ára og örs vaxtar sveitarfélagsins. Árshlutauppgjörið sýnir hversu mikil áhrif breyttar ytri aðstæður hafa á rekstrar umhverfi bæjarins til hins verra.
Til þess að sveitarfélagið sé betur í stakk búið til að þess að takast á við svona sveiflur er mikilvægt að að styrkja tekjustofna sveitarfélagsins og munum við leggja mikla áherslu á það.