Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 43. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Hvanneyri - Jarðræktarmiðstöð - Breyting á aðalskipulagi ===
2101140
Þann 10. febrúar 2022 samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Tilgangur breytingarinnar er að stækka skilgreinda þjónustustofnun (Þ1) á Hvanneyri úr 1,1 ha í 3 ha þar sem fyrirhugað er að reisa nýja jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands. Nýtingarhlutfall svæðisins er hækkað úr 0,05 í 0,35. Svæðið sem breytingin tekur til, 1,9 ha svæði, færist úr landbúnaði í þjónustustofnun. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust á auglýsingatíma. Lagður er fram uppfærður skipulagsuppdráttur og greinargerð, dags 28.01.2022 br. 16.08.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan gerir Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri mögulegt að efla og styrkja starfsemi sína.
=== 2.Víðines úr landi Hreðavatns - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi ===
1411002
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Víðines þar sem fyrirhugað er að breyta landnotkun frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns úr frístundabyggð (F51) í íbúðarbyggð (Í8). Svæðið er um 10 ha að flatarmáli, fjöldi lóða 24, nýtingarhlutfall 0,1. Heimilt byggingarmagn verður allt að 350 fm á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er um veginn Víðines og Paradísarlaut af Hringvegi (1).
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
=== 3.Víðines úr landi Hreðavatns - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi ===
1409022
Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns frá árinu 2006 m.s.br., samhliða breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytingu á greinargerð en uppdráttur deiliskipulags helst óbreyttur. Breytingin felst í að frístundabyggð er breytt í íbúðarbyggð, nafni deiliskipulags er breytt í ''Deiliskipulag íbúðarsvæðis Víðiness að Hreðavatni í Borgarbyggð''. Texti greinargerðar er uppfærður hvað varðar fráveitu, brunavarnir og fornminjar auk þess sem strangari skilyrði eru sett varðandi verndun hrauns. Byggingaskilmálum er breytt hvað varðar nýtingarhlutfall, hámarksbyggingarmagn o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingartillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í Víðinesi til auglýsingar. Lögð er fram breytingatillaga greinargerðar. Aðalskipulagsbreyting fyrir Víðines verður auglýst samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi ===
2205134
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð frá árinu 2005 m.s.br. Breytingin tekur til fjölgun frístundahúsa og þétting byggðar. Bæta á aðstöðu innan svæðis með gerð 9 holu golfvallar með tilheyrandi þjónustu, uppbyggingu golfbílavegakerfis, fyrirhugað þjónustuhús o.fl. Er leiksvæðum fækkað um tvö. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð frá árinu 2005 m.s.br. til auglýsingar. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 5.Borgarbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208019
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til breytingar á landnotkun varðandi áætlaða framkvæmd á húsi Borgarbrautar 14 L135463. Steðji fjárfestingar ehf hefur sótt um leyfi fyrir breytingum innanhúss og á útliti að hluta þar sem húsinu verður breytt í íbúðarhús með samtals 7 íbúðum. Ekki er verið að breyta burði hússins. Lóðin er nú skilgreind sem skrifstofu- og þjónustulóð með landnotkun blönduð landnotkun (BL2) skv. aðalskipulagi sem heimilar íbúðarbyggð. Ekkert deiliskipulag er af svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir öllum húseigendum í Berugötu 1-10 og Borgarbraut 11-16.
=== 6.Brókarvatn 12 L233583 - Framkvæmdaleyfi ===
2208155
Lögð fram umsókn Guðbergs Grétars Birkissonar f.h Tilsjónar ehf., dags. 20.08.2022 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegslóða niður að byggingarreit sumarbústaðarlóðarinnar Brókarvatn 12 L233583. Vegurinn á einnig að nýtast sam aðkoma að lóðinni Brókarvatn 14 L233584.
Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur fyrir sumarbústaðarhúsinu dags. 25.07.2022 sem sýnir fyrirhugaða legu vegarins að lóðunum tveimur.
Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur fyrir sumarbústaðarhúsinu dags. 25.07.2022 sem sýnir fyrirhugaða legu vegarins að lóðunum tveimur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis vegna lagningu heimkeyrslu að lóðinni Brókarvatn 12 með fyrirvara um að hönnunargögn verði lögð fram samkvæmt kröfu skipulagsfulltrúa.
Við hönnun heimkeyrslu skal huga að því að rennsli vatns geti átt sér stað í gegnum vegstæðið og að yfirborð sé hvað næst núverandi landhæð.
Við hönnun heimkeyrslu skal huga að því að rennsli vatns geti átt sér stað í gegnum vegstæðið og að yfirborð sé hvað næst núverandi landhæð.
=== 7.Hreðavatn 1-1021-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2205120
Byggðaráð Borgarbyggðar nr 600 þann 30. júní 2022 samþykkti að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir stækkun á sumarhúsi Hreðavatn 1 - Fornistekkur 1 L134789. Fyrirhuguð er 38fm stækkun á sumarhúsi, 9fm stækkun á baðhúsi og að byggja nýtt 27,5fm gestahús. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 4. júlí til og með 4. ágúst 2022. Athugasemdir bárust frá einum aðila á kynningartíma og eru þær lagðar fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
Orri Jónsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
=== 8.Úlfsstaðir 2 L134523 - Stofnun lóðar - Skógarlundur ===
2105014
Eigandi óskar eftir stofnun nýrrar fasteignar úr landinu Úlfsstaðir 2 L134523. Um er að ræða 5885 fm frístundalóð sem á að heita Skógarlundur. Mhl.03 mun flytjast yfir á L134523.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Skógarlundur, stærð 5885 fm úr landinu Úlfsstaðir 2 L134523.
Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
=== 9.Staðarhraun L136029 - Stofnun lóðar - Hagahraun ===
2208235
Eigendur Staðarhrauns L136029 hafa óskað eftir lóðarstofnun úr landinu. Nýja lóðin mun heita Hagahraun og vera 317,6 ha að stærð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Hagahraun, stærð 317,6 ha úr landinu Staðarhraun L136029.
=== 10.Smiðjuhóll L135947 - Stofnun lóðar - Smiðjuhóll Vegsvæði ===
2208263
Vegagerðin leggur fram fyrir hönd landeiganda ósk um stofnun nýrrar fasteignar úr landi Smiðjuhóls. Um er að ræða 7.095 fm land undir vegsvæði. Lóðin mun heita Smiðjuhóll vegsvæði og sett í landnotkunarflokkinn Annað land.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Smiðjuhóll Vegsvæði, stærð 7.095 fm, úr landi Smiðjuhóls L135947. Lóðin er sett í landnotkunarflokkinn Annað land.
=== 11.Grímarsstaðarvegur - Stofnun vegsvæðis ===
2005319
Vegagerðin leggur fram fyrir hönd landeiganda ósk um stofnun nýrrar fasteignar úr landi Hvítárvalla 2, L133889. Um er að ræða 12.741 fm land undir vegsvæði. Lóðin mun heita Hvítárvellir 2 Vegsvæði og sett í landnotkunarflokkinn Annað land.
Á 16.fundi skipulags- og byggingarnefndar og 203.fundi sveitarstjórnar var samþykkt að stofna lóðina Hvítárvellir 1 Vegsvæði. Lóðin Hvítárvellir 2 Vegsvæði mun renna í þá lóð eftir stofnun.
Á 16.fundi skipulags- og byggingarnefndar og 203.fundi sveitarstjórnar var samþykkt að stofna lóðina Hvítárvellir 1 Vegsvæði. Lóðin Hvítárvellir 2 Vegsvæði mun renna í þá lóð eftir stofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Hvítárvellir 2 Vegsvæði úr landi Hvítárvallar 2, L133886, stærð 12.741 fm. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Hvítárvalla 2 Vegsvæði og Hvítárvalla 1 Vegsvæði. Eftir samruna mun lóðin heita Hvítárvellir 1 og mun vera 51.647 fm.
Fundi slitið - kl. 09:45.