Seltjarnarnesbær
435.(2.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar
= Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar 2018 =
8. febrúar
Stjórnsýsla
Hér er að finna fundargerðir æskulýðs- og íþróttaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Íþrótta- og tómstundanefnd
**435.(2.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 31.ágúst kl. 8:15 í Gróttusalnum.**
**Mættir voru:** Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Áslaug Ragnarsdóttir og Ólafur Finnbogason. **Forföll:** Guðmundur Gunnlaugsson
**Ritari fundar:** Haukur Geirmundsson.
**1. 2022080279 - Fundaraðstaða ÍTS.**
Vettvangsskoðun í nýja fundaraðstöðu ÍTS sem mun verða þar sem barnagæsla World Class var áður.
**2. 2022080280 - Endurnýjun á gervigrasi.**
Tekin var fyrir ósk knattspyrnudeildar um endurnýjun á gervigrasi á Vivaldi velli. Að mati knattspyrnudeildar er völlurinn slysagildra vegna lélegs viðhalds undanfarin ár. Völlurinn fékk nýja FIFa vottun nú í sumar og talinn vera í góðu ásigkomulagi miðað við aldur.
*ÍTS mælist til þess að sest verði niður með seljanda, sem sér einnig um viðhald vallarins og farið verði yfir hver raunveruleg staða er og hvað verði gert í framhaldinu.*
**3. 20252060125 - Tæki í styrktarsal Gróttu.**
Tækjasalurinn hefur verið rekinn af einkaaðila undanfarin ár sem keypti sjáfur tæki inn í salinn að hluta til. Nú er hann að hætta og býður Gróttu tækin til kaups. Búið er að ráða annan aðila til þess að reka salinn að hluta til.
*Að mati ÍTS verður áfram sama rekstrarform á salnum og hafnar því að kaupa ný tæki inn í sal sem rekinn er af einkaaðila.*
**4. 2022080286 - Styrkbeiðni vegna kaupa á handboltamörkum.**
*ÍTS samþykkir kaup á tveimur keppnismörkum en óskar eftir því að félagið fái verð frá öðrum söluaðilum til viðmiðunar. ÍTS leggur til að gert verði ráð fyrir æfingamörkum í næstu fjárhagsáætlun.*
Í ljósi liða 2-4 í þessari fundargerð mælist ÍTS til þess að stjórnir Gróttu geri áætlanir lengra fram í tímann með kaup á tækjum eða annars kostnaðar sem óskað er eftir við bæinn fyrir utan gildandi rekstrarsamning. Á þetta hefur verið bent ítrekað.
**5. 2022060153 - Styrkbeiðni frá fimleikadeild.**
Á síðasta fundi ÍTS samþykkti ÍTS styrkbeiðni fimleikadeildar vegna keppnisferða meistaraflokka deildarinnar. Samþykkt var í fundargerð kr. 240 þúsund en átti að vera kr. 280 þúsund. Því á eftir að greiða fimleikadeildinni kr. 40 þúsund.
**6. 2022060151 - Hreyfigarður – útiæfingatæki.**
ÍTS hefur áhuga á að kanna áfram með uppsetningu á æfingatækjum og hvar þau verði staðsett.
**7. 2022060152 - Gönguskíðabraut á Seltjarnarnesi.**
Rætt var um gerð gönguskíðabrauta innan bæjarins. Rætt var við framkvæmdastjóra Golfklúbbsins sem tók vel í að leyfa aðgengi á golfvöllinn. Eins eru önnur áhugaveð svæði til á Seltjarnarnesi.
*Ákveðið var að kaupa sleða á kr. 100 þúsund til að gera gönguskíðabraut.*
**8. 2022060149 - BeActive heilsuvika. **
Búið er að ræða við Gróttu, golfklúbb og sunddeild KR um að kynna starfsemi félaganna og jafnvel halda opnar æfingar fyrir þá sem vilja. Sundlaugin verður með frítt í sund í einn dag og stefnt er að því að fá Trimmklúbbinn og Janus heilsueflingu til samstarfs einnig. ÍTS mun standa straum af að auglýsa viðburðina.
** 9. 2022080281 - Styrkbeiðni vegna EM í kraftlyftingum.** *Samþykkt að veita Matthildi Óskarsdóttur kr. 30 þúsund í styrk vegna þátttöku hennar á EM í bekkpressu.*
Þess skal geta að Matthildur varð evrópumeistari í sínum þyngdarflokki unglinga.
**10. 2022080282 - Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar í golfi.**
*Samþykkt að veita Inga Þór Ólafssyni kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.*
**11. 2022080283Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar U-16 til Akureyrar.**
*Samþykkt að veita Antonie Óskari Pantano kr. 17.500 vegna ferðarinnar.*
Fundi slitið kl.10.
Þetta vefsvæði
[byggir á Eplica](http://www.eplica.is/)