Hveragerðisbær
Umhverfisnefnd
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
=== 1.Minnisblað um sorpmál ===
2208218
Nú stendur fyrir dyrum að lagabreytingar taka gildi um áramót sem miða að því að allir beri raunkostnað af þeim úrgangi sem þeir framleiða. Jafnframt mun flokkun sorps á landsvísu verða samræmd og er þar talað um fjóra flokka en nú er flokkað í þrjá flokka hér í bæ. Sorphirðugjald stendur undir kostnaði við sorphirðu í bænum en er flöt upphæð á allar íbúðir og því greiða þeir sem lítið láta frá sér af sorpi og flokka vel niður kostnað þerra sem láta meira frá sér og flokka verr. Fast gjald skal takmarkast við að hámarki 50% af kostnaði við sorphirðu til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi.Tæknilegar útfærslur til að breyta þessu kerfi þarf að vinna í samstarfi við okkar þjónustuaðila í sorpmálum og eru viðræður hafnar um það. Hvað varðar gámasvæði bæjarins horfir aðeins öðru vísi við en þar er greitt fyrir rúmmál úrgangs í ákveðnum flokkum en íbúar hafa fengið miða sem gerir þeim kleift að henda allt að 5 rúmmetrum á ári án þess að greiða. Gámasvæðið er rekið með talsverðu tapi og er mismunurinn greiddur af skatttekjum bæjarins. Ljóst er að verulega þarf að hækka gjaldskrá, taka gjald fyrir alla flokka og afnema miðakerfið ef rétta á af halla á rekstri gámasvæðisins. Það er því ljóst að bæjarstjórn þarf að taka þessar breytingar til umræðu og ákveða með hvaða hætti gjaldtöku verður háttað en þær ákvarðanir þarf að kynna bæjarbúum afar vel svo þær komi þeim ekki í opna skjöldu við innleiðingu.
=== 2.Umhverfis og loftslagsstefna ===
2208219
Eins og komið hefur fram á fyrri fundum er nauðsynlegt að setja Hveragerðisbæ nýja umhverfisstefnu. Nú er einnig orðin lagaskylda að sveitarfélög setji sér loftslagsstefnu. Umhverfisfulltrúi hefur átt samtöl við Elísabetu Björneyju Lárusdóttur umhverfis- og auðlindarfræðing og sérfræðing hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um að hún aðstoði við gerð þessara stefna.
Umhverfisnefnd leggur til að Umhverfisfulltrúi og formaður Umhverfisnefndar fundi með Elísabetu Björneyju Lárusdóttur og ræði við hana um aðstoð við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar. Stefnt skal að því að umhverfis- og loftslagsstefna verði samþykkt fyrir áramótin 2022 og 2023.
=== 3.Uppsetning á grenndarstöð ===
2208220
Hveragerðisbær stefnir á að setja upp tvær grenndarstöðvar fyrir vissa sorpflokka. Fyrr á árinu var óskað eftir tillögum íbúa um staðsetningar stöðvana. Íbúar vildu helst að grenndarstöðvarnar yrðu í nágrenni Heiðarbrúnar og vestast við Heiðmörk. Umhverfisfulltrúi hefur einnig ráðfært sig við Skipulagsfulltrúa um hvernig þessar hugmyndir samræmast skipulagi. Ljóst er að grendarstöðvarnar samræmast að öllum líkindum skipulagi ágætlega en sækja þarf um leyfi og grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir.
Ljóst er að senn þarf að fara í framkvæmdir við tengingu Heiðmerkur við Þelamörk um Vesturmörk. Í stað þess að koma grenndarstöð fyrir núna vestast við Heiðmörk áður en fyrirhuguð vegtenging verður gerð væri betra að koma stöðinni fyrir til bráðabirgða annars staðar svo sem við Dynskóga, en flytja hana svo á upprunalega fyrirhugaðan stað við Heiðmörk þegar farðið verður í gatnagerð þar. Umhverfisnefnd felur því Umhverfisfulltrúa að sækja um leyfi fyrir grenndarstöð við Heiðarbrún og leyfi til að setja upp sambærilega stöð við Dynskóga til bráðabirgða. Stefnt skal að því að umsókn verði send fyrir næsta fund skipulagsnefndar þann 6. september.
=== 4.Uppsetning á ábendingarvef fyrir íbúa ===
2208221
Umhverfisnefnd leggur áherslu að veita bæjarbúum góða þjónustu og einn liður í því er móttaka á ábendingum og afgreiðsla á þeim. Góð stjórnsýsla fylgir ábendingum eftir, líkur þeim og heldur utan um tölfræði yfir þær.
Umhverfisnefnd leggur til að skrifstofustjóri skoði möguleika á kerfi til að halda utan um þær ábendingar sem koma frá íbúum um rekstur og þjónustu bæjarins. Kerfið þarf að búa yfir þeim eiginleikum að ábendingar fái ábyrgðarmann, afgreiðslu, lokun og heildaryfirsýn mála yfir árið. Lagt er til að kynning á mögulegu kerfi gæti farið fram á næsta fundi.
=== 5.Hundagerði ===
2208222
Á fundi sínum þann 18. júlí síðastliðnn samþykkti bæjarstjórn að fela Umhverfisfulltrúa og Umhverfisnefnd að gera úrbætur á hundagerði bæjarins sunnan Ölfusborga og finna hentugan stað fyrir smáhundagerði undir Hamrinum.
Umhverfisnefnd leggur til að hundagerði verði ekki staðsett undir Hamarinn að svo stöddu heldur verði áfram unnið með það gerði sem nú þegar er til staðar fyrir neðan Ölfusborgir, við Varmárbrú.
Umhverfisnefnd telur að fyrst verði að fara í heildarskipulag á svæðinu neðan Hamarsins áður en þar verði staðsett hundagerði. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að notendur hundagerða geti ekið að þeim en í dag er erfitt að aka að hugsanlegum gerðum undir Hamrinum.
Umhverfisnefnd leggur því til að gerðið sunnan Ölfusborga verði stækkað og skipt up þannig að það sé fyrir bæði stóra og smáa hunda. Bílastæðið stækkað að hluta, malargöngustígur settur inn í jaðarinn á svæðinu, allt svæðið endurgirt ásamt þvi að sett verði upp skýli fyrir fólk, sorptunnur, borð og drykkjarstöð fyrir hunda. Keypt verði tvenn plaströr fyrir hunda til að hlaupa í gegn um og tvennskonar önnur leiktæki. Áætlaður kostnaður er ca.5 mkr.
Einnig vil nefndin nota tækifæri til að minna hunda- og kattareigendur að skrá dýrin sín hjá Hveragerðisbæ en það má gera á slóðinni
Umhverfisnefnd telur að fyrst verði að fara í heildarskipulag á svæðinu neðan Hamarsins áður en þar verði staðsett hundagerði. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að notendur hundagerða geti ekið að þeim en í dag er erfitt að aka að hugsanlegum gerðum undir Hamrinum.
Umhverfisnefnd leggur því til að gerðið sunnan Ölfusborga verði stækkað og skipt up þannig að það sé fyrir bæði stóra og smáa hunda. Bílastæðið stækkað að hluta, malargöngustígur settur inn í jaðarinn á svæðinu, allt svæðið endurgirt ásamt þvi að sett verði upp skýli fyrir fólk, sorptunnur, borð og drykkjarstöð fyrir hunda. Keypt verði tvenn plaströr fyrir hunda til að hlaupa í gegn um og tvennskonar önnur leiktæki. Áætlaður kostnaður er ca.5 mkr.
Einnig vil nefndin nota tækifæri til að minna hunda- og kattareigendur að skrá dýrin sín hjá Hveragerðisbæ en það má gera á slóðinni
[https://www.hveragerdi.is/is/thjonusta/umhverfi-og-samgongur/dyrahald.](https://www.hveragerdi.is/is/thjonusta/umhverfi-og-samgongur/dyrahald.)
=== 6.Staða á fjárhagsáætlun verkefna nefndarinnar 2022 ===
2208223
Umhverfisnefnd ákveður að fresta umræðu um þennan til næsta fundar
=== 7.Stefnumótun umhverfisnefndar ===
2208224
Umhverfisnefnd fór yfir frumdrög að stefnumótun fyrir nefndina byggða á skipunarbréfi hennar.
Nefndarmenn munu halda vinnu áfram við stefnumótunina á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 20:01.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í tillögunni skal koma fram:
Kostnaður- Heildar sorphirðu kostnaður í dag, og heildarkostnaður á hverja fasteign. Hver verður kostnaðurinn miðað við þær undanþagur sem lögin segja til um.
Tæknileg útfærsla: Hvernig er flokkunin í dag, hvernig skal hún verða 1. jan 2023. hverjar eru helstu áskoranirnar, hvaða möguleikar eru til lækkunar og hefur lagabreyting áhroif á verksamning verktaka.