Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 283
**1. 2208171 - Erindi til hafnarstjórnar vegna Breiðdalsvíkurhafnar**
|Bréf frá Stefáni Höskuldssyni frá 29. ágúst 2022 um málefni sem varða aðstöðu við höfnina á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn þakkar Stefáni fyrir ábendingarnar. Brugðist hefur verið við ábendingum um lagfæringar og unnið er að endurbótum.|
**2. 2109186 - Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík**
|Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs varðandi erindi Elís Péturs Elíssonar vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í verkefnið á grundvelli minnisblaðs.|
**3. 2209023 - Stormpolli á Mjóeyrarhöfn**
|Eimskip óskaði eftir því að settur yrði upp stormpolli vestan við núverandi kant á Mjóeyrarhöfn þar sem hætta væri á því að núverandi búnaður gæfi sig ef hnykkur kæmi á skip þeirra.|
Lagðar fram tillögur og teikningar af færanlegum stormpolla sem mun þannig nýtast í framtíðarstækkun Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð stormpolla. Framkvæmdasviði falið umhald framkvæmdarinnar ásamt því að fá sundurliðun kostnaðar og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
**4. 2209026 - Umsókn um styrk vegna viðhalds á bryggju í Viðfirði**
|Lögð fram umsókn Viðfjarðar sf. um styrk vegna viðhalds á bryggju í Viðfirði. Hafnarstjórn samþykkir styrk á grundvelli reglna um viðhald og endurgerð gamalla bryggja. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá afgreiðslu styrksins.|
**5. 2101071 - Fóðurprammi sekkur við Gripalda**
|Fóðurprammanum Munin var náð upp af hafsbotni og hann fluttur að bryggju á Reyðarfirði. Farið yfir stöðu mála í aðgerðunum. Á næstunni er von á frekari búnaði til aðgerðanna.|
**6. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða**
|Lögð fram til samþykkis umsögn Fjarðabyggðar við strandsvæðisskipulagi Austfjarða. Skilafrestur er til 15.september. Hafnarstjórn samþykkir umsögnina með lítilsháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum.|
**7. 2209012 - Ráðstefnan Lagarlíf**
|Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin 20.-21.október á Grand Hótel Reykjavík. Efni ráðstefnunnar verður fiskeldi, í sjó og á landi. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.|
**8. 2203147 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2022**
|Lagt fram til kynningar þakkarbréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins ásamt frétt sem tekin var saman um skólann.|