Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 38. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Starfs- og fjárhagsáætlun - Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd ===
2107033
Í september ár hvert hefst undirbúningsvinna fyrir fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.
Umræður um starfs- og fjárhagsáætlun 2023.
Umræður um starfs- og fjárhagsáætlun 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd ræddi verkefni komandi starfsárs. Samskiptastjóra er falið að leggja fram drög af starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2023 á næsta fundi nefndarinnar.
=== 2.Breyting á afgreiðslutíma Bókasafnsins ===
2208141
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn til að ræða hugmyndir um breytingar á afgreiðslutíma Héraðsbókasafns.
Nefndin þakkar Þórunni fyrir komuna á fundinn og tekur jákvætt í þær breytingar sem forstöðumaður leggur til á afgreiðslutíma bóksafnsins. Um er að ræða breytingar sem fela í sér aukið þjónustustig til skóla sveitarfélagsins og annarra viðskiptavina.
Lagt er til að afgreiðslutími bókasafns breytist sem hér segir:
Mánudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Þriðjudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Miðvikudaga frá kl. 10:00 - 16:00.
Fimmtudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Föstudaga frá kl. 10:00 - 16:00.
Þá er einnig lagt til að hafa laugardagsopnun frá kl. 11:00 - 14:00. Um er að ræða aukna opnun á safninu og því þarf að skoða hvort þetta geti valdið kostnaðarauka á árinu 2023. Ekki er þörf á gerð viðauka vegna breytingar á afgreiðslutíma.
Lagt er til að afgreiðslutími bókasafns breytist sem hér segir:
Mánudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Þriðjudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Miðvikudaga frá kl. 10:00 - 16:00.
Fimmtudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
Föstudaga frá kl. 10:00 - 16:00.
Þá er einnig lagt til að hafa laugardagsopnun frá kl. 11:00 - 14:00. Um er að ræða aukna opnun á safninu og því þarf að skoða hvort þetta geti valdið kostnaðarauka á árinu 2023. Ekki er þörf á gerð viðauka vegna breytingar á afgreiðslutíma.
=== 3.Heimasíða Borgarbyggðar ===
2205028
Í vor ákvað atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd að framkvæma vefgreiningu á heimasíðu Borgarbyggðar. Sú vinna er að fullklárast á næstu haustmánuðum en fyrir liggur drög að niðurstöðum.
Umræður um drögin.
Umræður um drögin.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndin fór yfir drög af niðurstöðum vefgreiningar og fagnar þessari vinnu. Samskiptastjóra falið að vinna málið áfram.
=== 4.Skallagrímsgarður 2023 ===
2208072
Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdadeildar kemur á fundinn til að ræða um viðburði og nýtingu garðsins.
Nefndin þakkar Hrafnhildi fyrir komuna á fundinn og fyrir upplýsingarnar um Skallagrímsgarð. Nefndin telur mikilvægt að vinna markvisst að því að vekja athygli á garðinum fyrir bæði íbúa og gesti, t.d. með því að auka viðburðarhald í garðinum.
Fundi slitið - kl. 10:45.