Hvalfjarðarsveit
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd 52. fundur
= Mannvirkja- og framkvæmdanefnd =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda. ===
2001042
Farið yfir stöðu verkefnisins og kostnaðaráætlun hönnuða lögð fram.
Kostnaðaráætlun hönnuða lögð fram til kynningar fyrir sveitastjórn.
=== 2.Erindi vegna Heiðarveitu. ===
2208041
Erindi frá Marteini Njálssyni og Dóru Líndal Hjartardóttur.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd vill árétta að fyrra erindi var á grundvelli lögfræðiálits, svari Vegagerðarinnar og samtali við landeiganda Eystri Leirárgarða, svarað á þá leið að ekki væri unnt að leggja þá leið sem landeigendur Vestri-Leirárgarða lögðu til. Því var hins vegar ekki hafnað að unnt væri að tengjast á öðrum stað við lögnina.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn Marteins Njálssonar og Dóru Líndal Hjartardóttur um tengingu tveggja húseigna þeirra á Vestri Leirárgörðum, fastanúmer 2105794 og 2227269 til þess að tengjast Heiðarveitu.
Leita skal samráðs við landeigendur um hagstæðustu legu lagnarinnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn Marteins Njálssonar og Dóru Líndal Hjartardóttur um tengingu tveggja húseigna þeirra á Vestri Leirárgörðum, fastanúmer 2105794 og 2227269 til þess að tengjast Heiðarveitu.
Leita skal samráðs við landeigendur um hagstæðustu legu lagnarinnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram.
=== 3.Vatnsveita - styrktarsjóður. ===
2208031
Umsókn um styrk vegna endurbóta á vatnsveitu.
Mannvirkja og framkvæmdanefnd samþykkir styrkbeiðnina með fyrirvara um að umbeðin gögn berist.
=== 4.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. ===
1409019
Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Siðareglur lagðar fram og undirritaðar af aðalmönnum Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
=== 5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022. ===
2201033
Viðhalds- og framkvæmdaáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds og framkvæmdaráætlunnar 2022.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Ómar Örn Kristófersson sat fundinn á Teams.