Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur1620
**1620. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. september 2022 og hófst hann kl. 15:00.** **Fundinn sátu**: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. **Einnig sátu fundinn**: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. **Fundargerð ritaði:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
**Dagskrá:**
**1. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig mætti á fundinn verkefnastjóri Reykjanes Geopark.
Hugmyndabók fyrir gestastofu Reykjanes Geopark í Kvikunni, dags. júlí 2022, er lögð fram.
**2. Samstarfssamningar á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2208167**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Helga Dís vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Lögð fram drög að fjórum samstarfssamningum á frístunda- og menningarsviði fyrir árið 2023.
**3. Endurnýjun samnings vegna fjölþættrar heilsueflingar 65 - 2209005**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa sem tæki við þegar núgildandi samningur rennur út.
**4. Leigusamningur vegna heilsuræktarstöðvar - 2109061**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að leigusamningi Gym heilsu.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að ganga frá samningi við Gym heilsu í samræmi við framlögð drög.
**5. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagðar fram tillögur frístunda- og menningarnefndar að framtíðarsýn fyrir sundlaugarsvæðið í Grindavík.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar og samþykkir að þær verði notaðar til grundvallar hönnun svæðisins.
**6. Opnunartími ungmennahúss - 2208075**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Ungmennahús ætlað 16-25 ára var starfandi sem tilraunaverkefni á fimmtudagskvöldum fyrri hluta árs. Samantekt forstöðumanns Þrumunnar um starfsemi ungmennahússins lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að verkefnið haldi áfram leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á launaliði Þrumunnar að fjárhæð 403.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
**7. Árshátíð Grindavíkurbæjar 2022 - 2201060**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram tillaga um að bjóða starfsmönnum sem vinna að jafnaði a.m.k. 12 tíma á mánuði hjá Grindavíkurbæ gjaldfrjálst á árshátíð Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
**8. Starfsmannamál - 2209018**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
**9. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skapalón að samningi um umdæmisráð barnaverndar lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund bæjarráðs.
**10. Félagsþjónusta - Beiðni um viðauka - 2208175**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð er fram og reifuð viðaukabeiðni í félagsþjónustu og skólaþjónustu að fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir 8 TV einingar á sérfræðinga í skólaþjónustu frá og með 1. sept. 2022 og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að koma með viðaukabeiðni á næsta fund bæjarráðs.
**11. Beiðni um kerrustyrk - 2209006**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni tveggja dagmæðra, Helgu A Gestsdóttur og Aðalheiðar Birgisdóttur, um kerrustyrk að fjárhæð samtals 200.000 kr.
Bæjarráð hafnar erindinu.
**12. Beiðni um launalaust leyfi - 2208132**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir óskar eftir launalausu leyfi frá Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2022-2023 vegna náms.
Bæjarráð samþykkir erindið.
**13. Samræmd móttaka flóttafólks - 2209007**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram bókun fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022 um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
**14. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066**
Fyrstu drög að staðgreiðsluáætlun ársins 2023 lögð fram.
**15. Tillögur um nýtingu vindorku - 2208107**
Skipaður hefur verið starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Sveitarfélögunum er boðið að senda sjónarmið sín varðandi málaflokkinn til starfshópsins.
**16. Fundargerðir og gögn fjallskilanefndar - 2208131**
Fundargerð fjallskilanefndar, dags. 25. ágúst 2022, er lögð fram.
Réttað verður í Þórkötlustaðarétt sunnudaginn 18. september kl. 14:00.
**17. Tækifærisleyfi - Knattspyrnudeild Grindavíkur - 2208106**
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Suðurnesjum vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna lokahófs Knattspyrnudeildar Grindavíkur í íþróttamiðstöðinni í Grindavík 17. september 2022.
Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)
Bæjarstjórn / 31. ágúst 2022
[Fundur 530](/v/25951)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 117](/v/25948)
Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 104](/v/25946)
Bæjarráð / 24. ágúst 2022
[Fundur 1619](/v/25943)
Bæjarráð / 17. ágúst 2022
[Fundur 1618](/v/25935)
Bæjarráð / 27. júlí 2022
[Fundur 1617](/v/25915)
Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022
[Fundur 103](/v/25905)
Bæjarráð / 13. júlí 2022
[Fundur 1616](/v/25904)
Hafnarstjórn / 12. júlí 2022
[Fundur 483](/v/25903)
Bæjarráð / 6. júlí 2022
[Fundur 1615](/v/25898)
Fræðslunefnd / 4. júlí 2022
[Fundur 120](/v/25896)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022
[Fundur 116](/v/25889)
Bæjarráð / 29. júní 2022
[Fundur 1614](/v/25888)
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)