Fjarðabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6
**1. 2209006 - Bakkavegur við tjalds - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á veituhúsnæði MÍLU, hús aflagt. Verður híft af undirstöðum og þær fjarlægðar, Míla ehf mun annast förgun. Rafmagnsheimtaug verður aflögð af RARIK.|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
**2. 2208139 - Daltún 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Guðna Þór Elissonar, dagsett 24.08.2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóð við Daltún 9 á Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.|
**3. 2208160 - Hafnarbraut 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Hrafnshóll ehf, dagsett 30.08.2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús á lóð við hafnarbraut 36 á Norfirði. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda varðandi endalega útfærslu á framkvæmdinni.|
**4. 2209049 - Hafnarbraut 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Hrafnshóll ehf, dagsett 30.08.2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús á lóð við hafnarbraut 38 á Norfirði. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda varðandi endalega útfærslu á framkvæmdinni.|
**5. 2209052 - Hrauntún 7-9 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Búðinga ehf í kjölfar grendarkynningar á parhúsi við Daltún 7-9 á Breiðdalsvík.|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
**6. 2107078 - 740 Blómsturvellir 33 - Umsókn um stækkun lóðar**
|Sótt er um stækkun lóðar að Blómsturvöllum 33. Byggingarfulltrúa falið að ræða við aðra hlutaðeigandi og koma með málið aftur fyrir næsta fund. |
**7. 2208165 - Neseyri breyting á DSK**
|Til samþykktar óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Neseyri. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Neseyri.|
[1860-077-10 DSK-BR V01 Neseyri DI1302.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=cn7TheVVgkGaLY20NpVTbQ&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=1860-077-10 DSK-BR V01 Neseyri DI1302.pdf)
**8. 2201189 - 735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði**
|Kynning á breytingum á deiliskipulaginu Dalur Athafnasvæði, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að klára deiliskipulagið. |
[1860-095-TEK-01-V03-Deiliskipulag athafnarsvæðis ESK_2D-Fyrstu drög af breytingu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=NezvzZ50BkO8ZJ5zxIFXw&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=1860-095-TEK-01-V03-Deiliskipulag athafnarsvæðis ESK_2D-Fyrstu drög af breytingu.pdf)
**9. 2208085 - Umsókn um lóð Miðdalur 18-20**
|Sótt eru um lóðina Miðdal 18-20, 735 Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.|
**10. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730**
|Á fundi 4. hjá umhverfis- og skipulagsnefnd var lóðarumsókn frá Rarik varðandi spennistöð við Heiðarveg lögð fyrir. Þeirri umsókn var hafnað í ljósi óheppilegrar staðsetningar. Á 5. fundi umhverfis- og skipulagsnedndar var skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að finna nýja staðsetningu fyrir spennistöðina í samráði við Rarik. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti að málið færi í grenndarkynningu í Efstagerði 1-3-5-7. Grenndarkynning var gerð en staðsetningin þar felld. Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur fundið nýja staðsetningu í samráði við Rarik að Heiðarvegi 37b. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nýja staðsetningu spennistöðvar að Heiðarvegi 37b og vísar erindinu til bæjarráðs. |
[Heiðarvegur 37b spennistöð 730 LB-DRÖG án landnúmers.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=kJPMJy4i7kueXMcAzl67_Q1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Heiðarvegur 37b spennistöð 730 LB-DRÖG án landnúmers.pdf)
[Heiðarvegur 37 b.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=clTMmck5SU6OADfvi3r7BQ1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Heiðarvegur 37 b.pdf)
**11. 2209024 - Umsókn um stöðuleyfi**
|Umsókn um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta gáma á gámasvæði á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta gáma á gámasvæði á Reyðarfirði. Umsækjanda hefur verið tilkynnt að gámasvæði komi til með að flytjast á aðra lóð og hans gámar muni verða fluttir þegar sveitarfélagið fer í þá framkvæmd. Umsækjandi samþykkti það.|
**12. 2209016 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Urðarteigur 7**
|Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi frá Sæþóri Sigursteinssyni varðandi Urðarteig 7, 740 Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.|
**13. 2209001 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bleiksárhlíð 47**
|Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi frá Heiði Dögg Vilhjálmsdóttir varðandi Bleiksárhlíð 47, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.|
**14. 2208107 - Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt**
|Yggdrasill Carbon ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir 190 ha skógrækt við Eyri, Fáskrúðsfirði. Meginmarkmið verkefnisins er að rækta fjölnytjaskóg. Skv. aðalskipulagi Fjarðabyggðar er gert ráð fyrir 147,7 ha skógræktarsvæði austan við Eyri en ekki vestan. Vestan við Eyri er skilgreint landbúnaðarsvæði. Umsóknin gerir hinsvegar ráð fyrir skógræktarsvæði austan- og vestanmegin við Eyri. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi samningssvæði.|
[Eyr_Samningssvæði_Hnit.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=iDtQ9lxu7kevhzU4_bV0cw&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Eyr_Samningssvæði_Hnit.pdf)
[A1400-016-U02 Fjarðabyggð suður.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=SQEpRQzUX0q5LX2Vk70F7g1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=A1400-016-U02 Fjarðabyggð suður.pdf)
[Umhverfismats- og forsendurskýrsla fyrir tillögu að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=YRTqIYX0jUuvGLHuRPunIA1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Umhverfismats- og forsendurskýrsla fyrir tillögu að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.pdf)
[Skógræktar og landgræðslusvæði skilmálar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ARp9Br702LGRxfqO6JUA1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Skógræktar og landgræðslusvæði skilmálar.pdf)
[Landbúnaðarsvæði skilmálar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=vkPX1XW7PEaudFR7l0J4w1&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Landbúnaðarsvæði skilmálar.pdf)
**15. 2209029 - Æfingasvæði slökkviliðsins**
|Slökkviliðið í Fjarðabyggð fundaði með byggingarfulltrúa og skipulags- og umhverfisfulltrúa varðandi mögulega uppbyggingu á æfingasvæði slökkviliðsins. Um er að ræða gáma sem yrði staflað saman og kæmu til með að vera nýttir til æfinga á reykköfun o.fl. Tekið skal fram að ekki mun verða notast við eld á svæðinu og reykurinn sem er notaður er ekki mengandi að sögn slökkviliðs (sami reykur og notaður er í reykvélum). Umhverfis- og skipulagsnefnd líst vel á fyrirhugaðar áætlanir Slökkviliðsins í Fjarðabyggð varðandi mögulega uppbyggingu á æfingasvæði með þeim fyrirvara að áætlanirnar séu kynntar fyrir og samþykki sé veitt frá eigendum nærliggjandi lóðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. |
[Æfingasvæði slökkvilið.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hCrpO0JKH0SKkfa1jv_fQ&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Æfingasvæði slökkvilið.pdf)
**16. 2208149 - Númeralausir bílar**
|Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd aðgerðir varðandi númeralausa bíla í sveitarfélaginu. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar skipulags- og umhverfisfulltrúa fyrir kynningu á stöðu mála og felur honum að vinna málið áfram í sátt við eigendur.|
**17. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða**
|Umhverfis- og skipulagsnefn samþykkir umsögn.|
**18. 2209007 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs nýáætlun 2022**
|Lagt fram til kynningar minnisblað verkefnastjóra úrgangsmála um vinnu að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar því að vinna sé farin af stað með verkefnið.|
[Svæðisáætlanagerð um meðhöndlun úrgangs - kynning..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=OiQIj0Zpu0KPBdPAF9CSlA&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=Svæðisáætlanagerð um meðhöndlun úrgangs - kynning..pdf)
**19. 2109186 - Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir gerð göngubryggju á Breiðdalsvík.|
[bryggja - göngubryggja.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8ZDG2CiOSkOUVR1aXM5IGA&meetingid=r9bqMYpdakOEU0nUfNBKQ1
&filename=bryggja - göngubryggja.pdf)