Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 44. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Húsafell 1 og Bæjargil - deiliskipulagstillaga ===
2109082
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Húsafell 1 og Bæjargil. Deiliskipulag þetta tekur til 52604 fm viðskipta- og þjónustusvæðis á bæjartorfunni í Húsafelli. Gert er ráð fyrir gistihúsi og 6 frístundahúsum á jörðinni Húsafell 1 sem er 43500 fm að stærð og vinnustofu, sýningaraðstöðu, legsteinasafni og þjónustuhúsi á landinu Bæjargil sem er 9104 fm að stærð. Einnig er gert ráð fyrir bílastæði sem er skipt á milli landeigenda og ætlað hvoru landi fyrir sig. Aðkoma að svæðinu er frá Húsafellsvegi (5199) og Héraðsvegi sem tengjast Hálsasveitarvegi.
Fallið er frá lýsingu á deiliskipulagi þar sem allar megin forsendur eru tilteknar í tillögu að aðalskipulagi sem er nú í auglýsingu.
Fallið er frá lýsingu á deiliskipulagi þar sem allar megin forsendur eru tilteknar í tillögu að aðalskipulagi sem er nú í auglýsingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Húsafell 1 og Bæjargil til auglýsingar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi ===
2003217
Nýtt deiliskipulag hefur verið auglýst fyrir Dílatanga í Borgarnesi samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 20. maí til og með 2. júlí 2022 og var óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá eigendum Borgarbrautar 61.
Lagður er fram uppdráttur, skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 29.08.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur, skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 29.08.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Niðurstaða sveitarstjórnar skal auglýst.
=== 3.Brákarbraut 18-20 18R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2209021
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á 1. hæð Brákarbrautar 18-20 (18R L135555). Breyta á notkun skrifstofurýmis yfir í búningsklefa og bílaverkstæðis yfir í líkamsræktarsal. Bætt verði við sturtuklefum og öðru salerni, settar verða hljóðdempandi gúmmímottur á gólf (um 120fm) og loftið verður klætt með hljóðdempandi efni.
Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum Brákarbrautar 18-20.
Fundi slitið - kl. 13:45.