Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 114
**1. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023**
|Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 í fræðslumálum ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023. Fjármálastjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir áætlunargerðinni. Umræður um ramma fræðslunefndar fyrir fjárhagsárið 2023. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.|
**2. 2209008 - Reglur 2022**
|Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti til samþykktar drög að nýjum reglum varðandi samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Fræðslunefnd samþykkir drögin.|
**3. 2104131 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022**
|Fræðslustjóri gerði grein fyrir 6 mánaða yfirliti í rekstri fræðslumála. Lagt fram til kynningar.|
**4. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð**
|Til umræðu var skipan starfshóps um gerð aðgerðaráætlunar í fræðslu- og frístundamálum fyrir árin 2023-2025. Áður rætt undir máli 2205097, starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Arndís Bára Pétursdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Sigurjón Rúnarsson taki þátt í starfshópnum fyrir hönd íþrótta- og tómstundanefndar ásamt starfsmönnum nefndarinnar Eyrún Ingu Gunnarsdóttur og Magnúsi Árna Gunnarssyni. Fræðslunefnd fagnar áhuga fulltrúa íþrótta- og tómstundanefndar fyrir að starfa í starfshópnum og leggur til að starfshópurinn verði skipaður formönnum fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar ásamt tveimur öðrum fulltrúum úr báðum nefndum auk þess sem starfsmenn nefndanna starfi með starfshópnum. Frá fræðslunefnd sitja Birgir Jónsson, Jóhanna Sigfúsdóttir og Jónas Eggert Ólafsson og starfsmaðurinn Þóroddur Helgason. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn.|