Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 118
**118. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 7. september 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
**Fundinn sátu:** Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Viktor Guðberg Hauksson, aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Petra Rós Ólafsdóttir, varamaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. **Fundargerð ritaði:** Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. **Dagskrá:** **1. Heimsóknir í stofnanir á frístunda- og menningarsviði - 2209011**
Nefndin heimsótti félagsmiðstöðina Þrumuna, Bókasafn Grindavíkur, Hópsskóla, íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar og Kvikuna menningarhús. Nefndin hitti forstöðumenn stofnanna og kynnti sér starfsemi þeirra.
**2. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205244**
Drög að samsstarfssamningi við Listvinafélag Grindavíkur lögð fram. Nefndin samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
**3. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205232**
Drög að samsstarfssamningi við Pílufélag Grindavíkur lögð fram. Nefndin samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
**4. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205246**
Drög að samsstarfssamningi við Láru Lind Jakobsdóttur lögð fram. Nefndin samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
**5. Fjárhagsáætlun 2023 - Frístunda- og menningarsvið - 2209012**
Eftir heimsóknir á stofnanir á frístunda- og menningarsviði leggur nefndin áherslu á eftirfarandi við gerð fjárhagsáætlunar 2023:
*Lokið verði við deiliskipulag íþróttasvæðisins og forhönnun sundlaugarsvæðisins.
*Ráðinn verði starfsmaður í 100% starfshlutfall í félagsmiðstöðina Þrumuna.
*Skipt verði um gervigras og undirlag í Hópinu í kjölfar mats úttektaraðila ef viðkomandi telur þörf á því.
*Bæta aðgengi að knattspyrnuvellinum og Hópinu þannig að aðgengi verði fyrir alla.
*Ráðinn verði starfsmaður í 50% starfshlutfall á Bókasafn Grindavíkur sem sinnir safni í Hópsskóla.
*Aukið fjármagn verði sett í viðhald og uppbyggingu leikvalla.
*Haldið verði áfram að styðja við menningarstarfsemi í Kvikunni.
**6. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014**
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi forhönnun sundlaugarsvæðis.
Bæjarráð samþykkti á 1620. fundi sínum þann 6. september sl. að tillögur frístunda- og menningarnefndar sem samþykktar voru á 117. fundi nefndarinnar verði notaðar til grundvallar við hönnun svæðisins.
**7. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028**
Hugmyndabók fyrir gestastofu Reykjanes Geopark í Kvikunni lögð fram.
**8. Dagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2022 - 2201046**
Dagskrá menningarhúsanna í Grindavík haustið 2022 lögð fram.
**9. Viðburðir um jól og áramót 2022-2023 - 2209013**
Rætt um viðburðahald um jól og áramót 2022-2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10.
Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022
[Fundur 118](/v/25963)
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)
Bæjarstjórn / 31. ágúst 2022
[Fundur 530](/v/25951)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 117](/v/25948)
Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 104](/v/25946)
Bæjarráð / 24. ágúst 2022
[Fundur 1619](/v/25943)
Bæjarráð / 17. ágúst 2022
[Fundur 1618](/v/25935)
Bæjarráð / 27. júlí 2022
[Fundur 1617](/v/25915)
Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022
[Fundur 103](/v/25905)
Bæjarráð / 13. júlí 2022
[Fundur 1616](/v/25904)
Hafnarstjórn / 12. júlí 2022
[Fundur 483](/v/25903)
Bæjarráð / 6. júlí 2022
[Fundur 1615](/v/25898)
Fræðslunefnd / 4. júlí 2022
[Fundur 120](/v/25896)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022
[Fundur 116](/v/25889)
Bæjarráð / 29. júní 2022
[Fundur 1614](/v/25888)
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)