Fjarðabyggð
Bæjarráð - 763
**1. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026**
|Lögð fram tillaga að úthlutun ramma fyrir A hluta Fjarðabyggðar til vinnslu í nefndum vegna ársins 2023, ásamt áætlun um sjóðsstreymi auk umfjöllunar fjármálastjóra um tillöguna og áætlaðan rekstur Fjarðabyggðar.|
Bæjarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma áætlunar 2023 og felur bæjarstjóra að gefa þá út til nefnda.
**2. 2208172 - Stytting vinnuvikunar hjá Slökkvilið Fjarðabyggðar**
|Framlagt minnisblað slökkvistjóra varðandi útfærslur á styttingu vinnuvikunar hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. |
Lagt fram til kynningar.
**3. 2209011 - Samningur um undirbúningsvinnu vegna þróunarfélags - Trúnaðarmál**
|Lögð fram sem trúnaðarmál drög að samningi við KPMG um vinnu að skilgreiningu og undibúningi að stofnun þróunarfélags um grænan orkugarð í Fjarðabyggð ásamt tillögu að verkefnalýsingu.|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi og leggja hann fyrir bæjarráð til staðfestingar.
**4. 2209018 - Björgunarhringir við vötn í Fjarðabyggð**
|Framlagður tölvupóstur frá Slysavarnardeildinni Hafrúnu um uppsetningu björgunarhringja við vötn í Fjarðabyggð.|
Vísað til mannvirkja- og veitunefndar til úrvinnslu.
[Bréf Slysavarnardeildar Hafrúnar - björgunarhringir við vötn.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=a9hd2fYoekaZGAsbcBqnOQ&meetingid=DN4G9LI7MkCSd1nw8cEkbg1
&filename=Bréf Slysavarnardeildar Hafrúnar - björgunarhringir við vötn.pdf)
**5. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA**
|Framlagt bréf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um endurskoðun fjallskilasamþykktar en hún hefur tekið breytingum frá því sem hún var upphaflega afgreidd í gegnum landbúnaðarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Fjallskilasamþykkt hefur ekki fengið formlega afgreiðslu í bæjarstjórn.|
Bæjarráð vísar fjallskilasamþykktinni til umfjöllunar fjallskilanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar.
[Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=eEbOwyvWrElmgIvH9xCA&meetingid=DN4G9LI7MkCSd1nw8cEkbg1
&filename=Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf)
**6. 2209030 - Endurskoðun samnings um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð**
|Fram lögð til kynningar kröfulýsing vegna sjúkraflutninga og minnisblað sem |
trúnaðarmál vegna endurskoðun samnings um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
**7. 2209031 - Yfirlýsing vegna kaupréttar**
|Umræða tekin um yfirlýsingu og forkaupsréttarákvæði samnings um Hafnargötu 6 á Reyðarfirði sem er orðin virk.|
Bæjarráð samþykkir að virkja forkaupsréttarákvæði og felur bæjarstjóra að hefja viðræður við eigenda fasteignarinnar.
**8. 2201106 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022**
|Fundargerð 912. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.|
[stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3rByw8PAZUqtRZB9KpECTw&meetingid=DN4G9LI7MkCSd1nw8cEkbg1
&filename=stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912.pdf)