Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 36. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Dýravelferðarmál ===
2201042
Bókun Byggðaráðs af fundi 607.:
"Eftirlit með dýravelferð er á hendi Matvælastofnunar (MAST).
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd eigi samtal við MAST um framkvæmd eftirlitsheimsókna og eftirfylgni með ábendingum. Í Borgarbyggð er mikill fjöldi íbúa sem heldur húsdýr og landbúnaður er einn af hornsteinum atvinnulífs. Undantekningarlítið er sú starfsemi til fyrirmyndar og vel gætt að velferð dýra. Íbúar Borgarbyggðar geta ekki unað því ef pottur er brotinn í eftirliti MAST og ákvarðanataka og framkvæmd samkvæmt eigin reglum er hæg og óskilvirk.
Málleysingjar eiga að geta treyst á að farið sé eftir ábendingum og reglum fylgt við eftirlit og rannsókn mála. Mál er varða velferð þeirra þurfa að vera unnin hratt og vel.
Það er mikilvægt að íbúar hafi vakandi auga með velferð dýra og þakkarvert að slíkum ábendingum sé komið í farveg til MAST. "
"Eftirlit með dýravelferð er á hendi Matvælastofnunar (MAST).
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd eigi samtal við MAST um framkvæmd eftirlitsheimsókna og eftirfylgni með ábendingum. Í Borgarbyggð er mikill fjöldi íbúa sem heldur húsdýr og landbúnaður er einn af hornsteinum atvinnulífs. Undantekningarlítið er sú starfsemi til fyrirmyndar og vel gætt að velferð dýra. Íbúar Borgarbyggðar geta ekki unað því ef pottur er brotinn í eftirliti MAST og ákvarðanataka og framkvæmd samkvæmt eigin reglum er hæg og óskilvirk.
Málleysingjar eiga að geta treyst á að farið sé eftir ábendingum og reglum fylgt við eftirlit og rannsókn mála. Mál er varða velferð þeirra þurfa að vera unnin hratt og vel.
Það er mikilvægt að íbúar hafi vakandi auga með velferð dýra og þakkarvert að slíkum ábendingum sé komið í farveg til MAST. "
Fundi slitið - kl. 15:30.
Nefndin telur ferlið eins og það er hjá MAST í dag, vera of þungt í vöfum og telur mikilvægt að stjórnsýslan skoði verkferla sem stofnunin notar, einkum þegar um er að ræða alvarleg dýravelferðarmál sem oft lúta að heilsu dýra og manna.
Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir bændur að ímynd landbúnaðarins og sveitarfélagins litist ekki af einstökum málum sem rata í fjölmiðla.
Nefndin fagnar fyrirhugaðri úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnunarinnar og telur æskilegt að slík úttekt fari fram sem allra fyrst.