Skagafjörður
Félagsmála- og tómstundanefnd
= Félagsmála- og tómstundanefnd =
Dagskrá
Sandra Björk Jónsdóttir, varamaður sat fundinn í fjarveru Sigurðar Haukssonar.
=== 1.Samráð; Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra ===
2208064
Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lögð fram til kynningar. Í reglugerðinni er leitast við að skýra betur hlutverk þeirra sem annast þjónustuna.
=== 2.Beiðni um lengdan opnunartíma ===
2208046
Erindi áður á dagskrá nefndarinnar þann 22.nóvember 2021, nefndin bókaði þá eftirfarandi: ,,Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem óskað er eftir fjölgun tíma til íþróttaiðkunar í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Með hliðsjón af viðræðum við ungmennafélagið samþykkir nefndin að stefna að fjölgun tíma við upphaf næsta skólaárs. Umræður verða teknar upp aftur þegar nær dregur." Í samráði við formann Smára er lagt til að opnunartími íþróttahússins í Varmahlíð verði lengdur um 1 klst. mánudaga til fimmtudaga í vetur. Kostnaður vegna þessa rúmast innan gildandi launaáætlana þessa árs. Nefndin mun ræða opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð aftur við vinnslu fjárhagsáætlunar 2023.
=== 3.Vinnufundur félagsmála- og tómstundanefndar ===
2209042
Ákveðið hefur verið að halda vinnufund nefndarinnar þann 29.september nk. kl 13 og afgreiðslufund nefndarinnar kl 15. Ákveðið hefur verið að varamenn kjörinna fulltrúa verði boðaðir til vinnufundarins.
=== 4.Tækifæri til áhrifa Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna ===
2209015
Erindi frá UNICEF um ráðstefnu sem ber yfirskriftina ,,Tækifæri til áhrifa“ lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík þann 15. september n.k. kl. 11:30-17:00
Erla Hrund Þórarinsdóttir vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.
=== 5.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022 ===
2201082
Eitt mál lagt fyrir. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 16:30.